32. fundur fræðslunefndar
32. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 22. apríl 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Margrét Magnúsdóttir, varamaður, V-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1304233 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 vegna breytinga á formgerð sérfræðiþjónustu skóla í Árborg |
|
Á fundi sínum 18. apríl sl. vísaði bæjarráð tillögu um breytingar á fræðslusviði vegna sérfræðiþjónustu skóla til umsagnar í fræðslunefnd. Í minnisblaði fræðslustjóra er lagt til að ný formgerð á sérfræðiþjónustu skóla taki gildi um áramót og er það meðal annars gert út frá þeim áherslum sem hafa komið fram á fundum í leik- og grunnskólum á undanförnum vikum. Til að hægt sé að sinna verkefninu þarf að koma til viðauki í fjárhagsáætlun 2013. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt og að hluti af starfsfólki sérfræðiþjónustu skóla verði ráðinn til starfa á fræðslusviði í haust til undirbúnings. Samþykkt með þremur atkvæðum. Nefndarmaður S-lista og nefndarmaður V-lista sátu hjá. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
2. |
1301027 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 16. apríl 2013 til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Margrét Magnúsdóttir |
|
Guðbjartur Ólason |
Eygló Aðalsteinsdóttir |
|
Guðrún Thorsteinsson |
Málfríður Garðarsdóttir |
|
Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir |
Þorsteinn Hjartarson |
|
|