Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.5.2017

32. fundur fræðslunefndar

32. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara  Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá foreldrarölt. Samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2.   1704047 - Kaupleiga á iPad spjaldtölvum fyrir nemendur í Árborg
  Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir fundi með fulltrúum verkefnisins til að ræða framkvæmd foreldrakönnunar og frekari upplýsingagjöf til foreldra.
     
Erindi til kynningar
1.   1705116 - Styrkur Sprotasjóðs til Jötunheima 2017-2018
  Til kynningar. Bréf frá Sprotasjóði, apríl 2017, um að sjóðurinn veiti Jötunheimum styrk að upphæð kr. 2.000.000.- vegna verkefnisins "Við erum samfélag" - Uppbygging lærdómssamfélagsins í Jötunheimum. Júlíana Tyrfingsdóttir, leikskólastjóri, kynnti verkefnið. Einnig kynnti hún helstu áherslur í doktorsverkefni sínu.
     
3.   1701099 - Samráðsfundur skólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 5. maí 2017 til kynningar.
     
4.     1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra
  Til kynningar. Fundargerð frá 2. maí 2017.
     
5.   1705059 - Ályktun - nýbygging eða stækkun við leikskólann
  Ályktun frá 25. apríl 2017 til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að m.a. verði horft til ábendinga foreldraráðs í þeirri undirbúningsvinnu sem framundan er v/stækkunar Álfheima.
     
6.   1705057 - Starfsmannakönnun grunnskóla 2016-2017
  Til kynningar.
     
7.   1705058 - Foreldrakönnun leikskóla 2016-2017
  Til kynningar.
     
8.   1705118 - Samræmd könnunarpróf 2017
  Til kynningar.
     
9.   1705167 - Staða innritunar í leikskóla
  Til kynningar.
     
10.   1704169 - Erasmus+ verkefnið Nám og þjálfun
  Til kynningar. - Bréf frá Rannís, dags. 7. apríl 2017. Þar kemur fram að skólaþjónusta Árborgar, Álfheimar og Vallaskóli hafi fengið samþykki fyrir styrk að hámarki um 1390.- evrum sem felur í sér styrk fyrir 9 þátttakendur. - Minnisblað fræðslustjóra frá 4. maí 2017 um verkefnið Fjölmenningarlegir kennsluhættir, frístundastarf og pólsk menning.
     
11.    1704206 - Samningur - Endurmenntunarsjóður grunnskóla skólaárið 2017-2018
  Til kynningar. Bréf frá Endurmenntunarsjóði, dags. 19. apríl 2017, en þar kemur fram að Skólaþjónusta Árborgar hljóti styrk úr sjóðnum að hámarki 774.000 kr. í eftirtalin verkefni: 1) Námskeið um skólaforðun fyrir kennara, skólastjórnendur og starfsfólk skólaþjónustu. 2) Fagmennska, forysta og samfélag sem verður haldið fyrir skólastjórnendur. 3) Fræðsluerindi sem fjallar um hagnýtar aðferðir til þess að takast á við hegðunarvanda nemenda. 4) Stærðfræði, mat og endurgjöf 5) Lífið er læsi - eftirfylgd læsisstefnu
     
12.   1702323 - Álfheimafréttir
  Fréttabréf í apríl 2017 til kynningar. Þar eru m.a. fundargerðir foreldraráðs frá 8. mars og 19. apríl 2017.
     
13.   1705235 - Foreldrarölt
  Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra, kynnti foreldrarölt í Árborg og stofnun á Facebookhóp (Foreldrarölt Árborg) sem er öllum opinn. Verkefnið er samfélagsverkefni þar sem allir eru velkomnir til þátttöku.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50  
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Birgir Edwald
Kristín Eiríksdóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Málfríður Erna Samúelsd.   Aðalbjörg Skúladóttir
Þorsteinn Hjartarson   Sigríður Pálsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica