14.9.2017
32. fundur íþrótta- og menningarnefndar
32. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 6. september 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Gísli Á. Jónsson, varamaður, D-lista
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi
Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Axel Ingi Viðarsson, fulltrúi D-lista, boðaði forföll og kom Gísli Jónsson fulltrúi D-lista inn á fundinn í hans stað.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1703030 - Menningarmánuðurinn október 2017 |
|
Formaður kynnir dagskrárdrög fyrir menningarmánuðinn október 2017. Verið er að klára að setja saman síðustu viðburðina og er stefnt á að gefa dagskrá mánaðarins út í næstu viku. Helstu viðburðir eru Tryggvaskálakvöld, tónleikar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, upplestur í Húsinu á Eyrarbakka og Árvaka í Selfossbíói þar sem farið verður yfir upphaf Selfoss í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar. Starfsmanni og formanni falið að klára dagskrána og koma í kynningu. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1708075 - Tillaga - stytta af Tryggva Gunnarssyni á 70 ára afmæli Selfossbæjar |
|
Farið yfir tillögu Ólafs Ólafssonar um styttu af Tryggva Gunnarssyni í Tryggvagarði. Ólafi er þakkað kærlega fyrir erindið. Nefndinni líst vel á hugmyndina og leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt. |
|
|
|
3. |
1708107 - Tillaga UNGSÁ um nuddpottinn í Sundhöll Selfoss |
|
Lögð fram tillaga frá ungmennaráði sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarstjórn. Málið rætt í nefndinni og kom fram að umræddur pottur væri mikið notaður af eldri borgurum á morgnanna enda ætti sá hópur erfitt með að komast í kalda karið sem er einnig staðsett í sundlaugargarðinum. Rætt um að fjölga þyrfti heitum pottum á sundlaugarsvæðinu og leggur nefndin til við bæjarráð að sveitarfélagið fari í vinnu við hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss þar sem verði t.d. tekið tillit til fjölgunar heitra potta. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1704014 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2017 |
|
Lagðar fram tillögur frá hverfisráði Selfoss sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarráði. Liður 5 - Útsýnisskífa á Stórahól á Selfossi Svar: Nefndinni líst vel á hugmyndina og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt. Liður 9 - Fyrirtæki kosti leiktæki á bæjarhátíðum Svar: Nefndinni finnst hugmyndin hljóma vel en getur í sjálfu sér ekki tekið ákvörðun um hana þar sem hún er í höndum framkvæmdaaðila hverrar hátíðar. Liður 10 - Stórar framkvæmdir taki t.d. mið af stærri viðburðum í bæjarfélaginu. Svar: Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Fram kom að reynt væri í öllum tilfellum að taka mið af aðstæðum við stórar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Liður 11 - Ósk um að bærinn verði blómlegur Svar: Nefndin þakkar ábendinguna en vísar málinu til framkvæmda- og veitustjórnar sem hefur umsjón með þessum verkefnum. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1708081 - Þjónustusamningur frá 2018 |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að viðræður milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss um lengri þjónustusamning væru hafnar og til stæði að klára samning núna í haust. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:45
Kjartan Björnsson |
|
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
|
Estelle Burgel |
Gísli Á. Jónsson |
|
Bragi Bjarnason |
Guðmunda Bergsdóttir |
|
|