Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.2.2017

32. fundur skipulags- og byggingarnefndar

32. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, sem ritaði fundargerð, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Sveinn Ægir Birgisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1701115 - Umsókn um lóðina Álalæk 1-3, Selfossi. Umsækjandi: Fasteignafélagið Glúmur ehf
  Hjalti Viktorsson og Sigurður Másson komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu hugmyndir sínar um uppbyggingu á lóðinni. Fram kom að þeir eru um þessar mundir að ljúka við byggingu tveggja fjögurra íbúða húsa við Álalæk og hyggjast ráðast í byggingu 2ja hæða fjölbýlishúss á lóðinni að Álalæk 1-3, innan ramma gildandi deiliskipulags með 10-12 íbúðum, fái þeir lóðinni úthlutað. Framkvæmdir gætu hafist síðla sumars að lokinni hönnunar- og teiknivinnu og geti þeir aflað staðfestingar á fjármögnun ef óskað verður eftir því. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að verði ekki fallist á veitingu vilyrðis fyrir Álalæk 1-3 skv. 2. lið fundargerðarinnar, verði lóðinni úthlutað Fasteignafélaginu Glúmi ehf.
     
2. 1701229 - Umsókn um lóðina Álalæk 1-3, 5-7, 9 og 11, Selfossi. Umsækjandi: BG eignir ehf
  Inn á fundinn undir þessum lið komu Tómas Ellert Tómasson, Björn Guðmundsson, Steinar Sigurðsson og Þórhallur Sigurðsson og kynntu hugmyndir sínar um breytingu á skipulagi og uppbyggingu með vistvænum hætti á lóðum nr. 1-3, 5-7, 9 og 11 við Álalæk. Óska þeir eftir að fá vilyrði fyrir lóðunum til sex mánaða skv. 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Árborg. Skipulags- og byggingarnefnd vísar beiðni um vilyrði til bæjarráðs til afgreiðslu í samræmi við úthlutunarreglur.
     
l3. 1608009 - Tillaga að skipulagslýsingu og umferðargreiningu fyrir lóðina Hörðuvelli 1 og Austurveg 37,Selfossi
  -áður frestað á 31. fundi.
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagslýsingin og umferðargreining verði kynnt og send umsagnaraðilum.
     
4. 1702173 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluskýli að Gagnheiði 59, Selfossi. Umsækjendur: Meindýravarnir Suðurlands ehf og G.S. fasteignafélag ehf
    Afgreiðslu frestað og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:45.  
Ásta Stefánsdóttir   Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson   Ragnar Geir Brynjólfsson
Bárður Guðmundsson   Sveinn Ægir Birgisson
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica