Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.3.2006

32. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

 

32. fundur íþrótta- og tómstundanefndar haldinn fimmtudaginn 30. mars 2006, kl. 17:15 í Ráðhúsi Árborgar.

 

Mætt: Gylfi Þorkelsson, Elvar Gunnarsson,  Guðmundur Karl Sigurdórsson,Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Grímur Hergeirsson. Halldór Valur Pálsson boðaði forföll.

1. Auglýsing eftir styrkjum til íþrótta- og tómstundastarfs, fyrri úthlutun 2006.

Auglýst verður í næstu viku. Umsóknarfrestur verður til 28. apríl.

2. Staða framkvæmda við íþróttamannvirki í Árborg.

Verkefnisstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við gervigrasvöllinn við Engjaveg.

3. Fræðsluráðstefna FÍÆT og Sambands ísl.sveitarfélaga “Frítímaþjónusta í sveitarfélögum”. Kynning.

Verkefnisstjóri gerði grein fyrir ráðstefnu FÍÆT sem hann sótti dagana 23. og 24. mars síðastliðinn.

4. Önnur mál.
a)Erindi frá Nautilíus á Íslandi.
Nautilíus ehf. ókar eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins vegna hugmynda um heilsuræktaraðstöðu í kjallaranum á Sundhöll Selfoss. Formaður og verkefnisstjóri ræða við bréfritara.

Fundi slitið 18:30.

Elvar Gunnarsson                                           
Guðmundur Karl Sigurdórsson
Gylfi Þorkelsson                                            
Sigríður Guðjónsdóttir
Grímur Hergeirsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica