Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.5.2008

33. fundur bæjarstjórnar

33. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 21. maí 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson B listi,
Helgi Haraldsson, varamaður, B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Snorri Finnlaugsson D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi,
Ari B. Thorarensen, D listi,

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi dagskrártillögu:

Tillaga um frestun fundar:

Ekki náðist samkomulag um afgreiðslu ársreiknings Selfossveitna á fundi framkvæmda- og veitustjórnar fyrr í dag vegna formgalla við boðun fundarins. Lagt er til að fundi verði framhaldið kl. 17 miðvikudaginn 28. maí n.k.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Forseti frestaði fundi kl. 17:20 til miðvikudagsins 28. maí n.k. kl. 17:00.

Fleira ekki gert.

33. fundi bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, framhaldið samkvæmt dagskrá miðvikudaginn 28. maí 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Mætt:
Jón Hjartarson  , forseti,          V listi,
Margrét K. Erlingsdóttir            B listi, 
Helgi S. Haraldsson                B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir        S listi,
Böðvar Bjarki Þorsteinsson       S listi,  varamaður
Eyþór Arnalds                         D listi
Ari B. Thorarensen                  D listi varamaður
Grímur Arnarson                     D listi, varamaður
Elfa Dögg Þórðardóttir             D listi

Dagskrá:

I.          Önnur mál::

  • a) 0803088

Ársreikningur - seinni umræða

Lagt var fram svohljóðandi svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 32. fundi:
Skammtímalán Selfossveitna mynduðust á seinni hluta árs 2007 og voru meðalvextir þeirra um 15,44%.

Meðal ársávöxtun peningamarkaðsbréfa hjá Landsbanka Íslands var um 14,3% á ársgrundvelli á árinu 2007. Bréf Sveitarfélagsins Árborgar voru keypt á seinni helmingi ársins og voru vextir þá hækkandi og enduðu í 15,7% vöxtum. 

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, Framkvæmdastjóri fjármála og stjórnsýslusviðs.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tóku til máls.

Ársreikningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Hér er lagður fram til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2007. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins vegna ársins 2007 er jákvæð og sýnir hagnað um 658,8 milljónir króna og er það 94,3 milljónum króna hagstæðara en áætlun gerði ráð fyrir. 

Rekstur sveitarfélagsins er með svipuðu móti og fyrri ár, fjölgun íbúa fylgja aukin umsvif og þjónusta hjá stofnunum sveitarfélagsins auk stórra fjárfestinga í skólahúsnæði, gatna- og veitukerfi svo dæmi séu tekin.  Heildartekjur bæjarsjóðs námu 3.903 millj.kr. og er það rúmum 239 millj.kr. yfir áætlun.  Skatttekjur sveitarfélagsins hafa hækkað að raungildi um 256,4 millj. kr. frá árinu 2006 sem svarar til 10 % hækkunar milli ára.  Handbært fé frá rekstri sýnir hvaða fjárhæðir sveitarfélagið hefur til fjárfestinga og afborgana af lánum. Á árinu 2007 var handbært fé frá rekstri 966,6 milljónir kr. og afborganir lána voru um 374 milljónir kr. 

Heildareignir sveitarfélagsins aukast um 1.881 millj.kr. frá fyrra ári.  Eignir á íbúa hækkuðu úr 684.693 kr. árið 2006  í 888.570 kr. árið 2007 eða um 29,8 %  og skuldir á íbúa hækkuðu úr 400.279 kr. í 475.368 kr. á sama tíma sem nemur 18.8 %.  Helstu fjárfestingar ársins 2007 voru við leikskólann við Norðurhóla 86 millj.kr., við Sunnulækjarskóla 664 millj.kr. auk innréttinga og áhalda í Sunnulækjarskóla að upphæð 67,6 millj.kr., kaup á Pakkhúsinu 57 millj.kr. og endurbætur á skólum og leikskólum fyrir 92,6 millj.kr..  Framkvæmdir við vatnsveitu og fráveitu nema 107,8 millj.kr. og fjárfestingar Selfossveitna 233,7 millj.kr.. Þessar fjárfestingar styrkja sveitarfélagið til framtíðar og skapa betri búsetuskilyrði og sóknarfæri í nútíð og framtíð. 

Reikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins og að það er vel í stakk búið til að takast á við fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Sveitarfélagið Árborg nýtur trausts í fjármálum og býr við góða afkomu og efnahag.  Fjölgun íbúa er langt umfram landsmeðaltal og mikill áhugi er meðal fjárfesta og eigenda fyrirtækja á uppbyggingu í Árborg.

Starfsfólki eru færðar bestu þakkir fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins.

Bæjarfulltrúar B, S og V lista.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:

Afkoma sveitarfélagsins er vel viðunandi en þess ber að geta að þyngst vegur sala á hlutabréfum til Geysir Green Energy ehf. sem átti sér stað þegar einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja fór fram. Samstaða var um einkavæðinguna og sölu bréfanna í bæjarstjórn og stóðu allir flokkar að þeirri ákvörðun.

Í fréttatilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnar um afkomu sveitarfélagsins sem send var út í síðustu viku hefur gleymst að geta þess mikilvæga þáttar sem salan hefur á niðurstöðu ársreikningsins. Hér er um að ræða sölu á öllum eignarhlut Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja sem seld voru með einkavæðingu til Geysir Green Energy á síðasta ári fyrir 730 milljónir. Munar um minna. Ekki má búast við sambærilegri sölu eigna á kjörtímabilinu og hefur þetta veruleg áhrif á niðurstöðu reikningsins á síðasta ári og getur seint talist til reglulegra tekna. Þrátt fyrir þessa sölu jukust skuldir á íbúa um 75 þúsund krónur á síðasta ári, eða úr 400 þúsundum í 475 þúsund eða um 18%.

Fram kemur í ársreikningi að Selfossveitur eru fjármagnaðar með skammtímaláni upp á 126,6 milljónir króna. Þá fara skuldir sveitarfélagsins ört hækkandi á yfirstandandi ári. Á samdráttartímum er brýnt að gæta að skuldsetningu enn frekar en áður og ekki má búast við hvalreka á borð við þann sem salan á bréfum Hitaveitunnar var á síðasta ári.

Bæjarfulltrúar D-lista

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:30.

Jón Hjartarson                                     
Margrét K. Erlingsdóttir
Helgi S. Haraldsson                                         
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Böðvar Bjarki Þorsteinsson                             
Eyþór Arnalds
Grímur Arnarson                                              
Snorri Finnlaugsson
Ari B. Thorarensen                                         
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari


Þetta vefsvæði byggir á Eplica