33. fundur landbúnaðarnefndar
33. fundur landbúnaðarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2002 til 2006 haldinn fimmtudaginn 17. maí 2006 kl. 17.00 í fundarsal Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar að Austurvegi 67.
Mættir:
Gísli Geirsson, formaður
Jóhannes Bjarnason
Ólafur Auðunsson
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð
Fyrir tekið.
1. Erindi frá bæjarráði – umsögn um landaskipti.
Bæjarráð óska umsagnar nefndarinna vegna skiptingar jarðarinnar Hólar landnr. 165547.
Svohljóðandi tillaga lögð fram:
“Landbúnaðarnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti að spildunni Hólar land, landnr. 206363 að stærð 126,1 ha. verði skipt út úr jörðinni Hólar landnr. 165547, samkvæmt meðfylgjandi kaupsamningi og uppdrætti unnum af Verkfræðistofu Suðurlands dagsettum
21. febrúar 2006.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um beitarland – Eyði Mörk 3.
Landið var auglýst í Glugganum 9. mars sl.
Ein umsókn barst frá Páli E Benediktssyni, Starengi 18 Selfossi.
“Samþykkt að úthluta landinu til umsækjenda.”
3. Beitarlönd á Eyrarbakka.
Guðmundur Sigurjónsson hefur sagt lausu beitarlöndunum “Blikastykki” 13,6 ha. og hluta “Veitunnar” 7,4 ha.
Heppilegt er að skipta “Blikastykki” í tvær skákir 6,8 ha. hvorri.
Nefndin samþykkir að taka til endurskoðunar úthlutun frá 32. fundi þannig að ábendum á Sólvangi verði leigt landið “Akurtunga” sem er slægjuland en Elín Ósk fái beitarland í stað “Akurtungu” sem henni var úthlutað á 32. fundi.
Samþykkt að auglýsa “Blikastykki II , 6,8 ha. og Veitan II, 7,5 ha. til leigu.
3. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál, rætt á fundinum.
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 18.00
Gísli Geirsson
Ólafur Auðunsson
Jóhannes Bjarnason
Þorsteinn G. Þorsteinsson
Grétar Zóphóníasson