Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.2.2007

33. fundur bæjarráðs

 

33. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 22.02.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, bæjarfulltrúi
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, bæjarfulltrúi
Snorri Finnlaugsson, D-lista, bæjarfulltrúi
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri, boðaði veikindaforföll.
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701012
Fundargerð félagsmálanefndar



frá 12.02.07


b.


0603066
Fundargerð atvinnuþróunarnefndar



frá 15.02.07


c.


0701055
Fundargerð skólanefndar grunnskóla



frá 12.02.07

 

1a) - liður 4, Snorri Finnlaugsson, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Tekið er undir það sjónarmið sem fram kemur í fundargerð Félagsmálanefndar að forvarnarmál þurfi stöðuga umræðu og því lögð áhersla á að forvarnarhópur komi saman sem allra fyrst.

-liður 6, bæjarráð samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

1c) - liður 3, bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar vegna skólaþróunarsjóðs Árborgar.
- liður 4, Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég tek undir bókun fulltrúa D-lista í skólanefnd og hafna frekari bráðabirgðaúrræðum við skólabyggingar sveitarfélagsins og legg áherslu á að byggja til framtíðar utan um þróttmikið innra starf skólanna. Jafnframt hvet ég til þess að þrýst verði á um að framkvæmdum við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri verði hraðað svo hægt verði að standa við framkvæmdaáætlun sem ákveðin var á síðasta ári en ljóst er að hún hefur dregist um fjóra mánuði.

Meirihluti bæjarráðs minnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á að nú er í gangi undirbúningsvinna við byggingu nýs skólahúsnæðis á Eyrarbakka og Stokkseyri og að framkvæmdir munu hefjast á Eyrarbakka síðar á þessu ári. Nýjar útistofur á Eyrarbakka eru settar til að bæta aðstæður þar til nýtt húsnæði verður tekið í notkun. Reiknað er með verklokum á sama tíma og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Tal um að hafna frekari bráðabirgðaúrræðum í þessu samhengi er því óskiljanlegt.

 

- liður 5, bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá verkefnisstjóra fræðslumála um kostnað við verkefnið og frestar staðfestingu á þessum lið þar til sá útreikningur liggur fyrir.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0702049
Fundargerð héraðsnefndar Árnesinga



frá 26.01.07


b.


0702053
Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga



frá 01.02.07


c.


0701067
Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands



frá 06.02.07


d.


0701073
Fundargerð stjórnar SASS



frá 07.02.07

 

2b) -liður 6, bæjarráð Árborgar tekur undir með skólanefnd Tónlistarskóla Árnesinga vegna kynningarferðar til Englands og lýsir sérstökum áhuga á samþættingu grunnskóla og tónlistarskóla.

 

2c) - liður 4, bæjarráð samþykkir að fela framkvæmda- og veitustjórn að fara sem fyrst yfir skýrslu Línuhönnunar og í framhaldi af því verði rætt við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi fráveitukerfi Árborgar og fráveituáætlun.

 

Lagðar fram.

 

3.  0504050
Skýrsla um starf þverfaglegs vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri -

Bæjarráð þakkar þverfaglegum vinnuhópi fyrir vel unnin störf og beinir því til bygginganefndar BES að hún taki mið af niðurstöðum hópsins í sinni vinnu. Einnig samþykkir bæjarráð að skýrslan fylgi útboðsgögnum líkt og skólanefnd ályktar.

4. 0702055
Lóðarumsókn frá Set hf- Svæði milli Eyrarbakkavegar og Selfossflugvallar -

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að ræða við fulltrúa fyrirtækisins og leysa málið fljótt og vel.

5.  0610003
Umsókn KFC ehf. um kaup á fasteigninni Austurvegi 52, Selfossi -

Bæjarráð hefur áform um að auglýsa umrædda lóð til sölu. Bæjarráð þakkar bréfritara áhuga á uppbyggingu fyrirtækisins í sveitarfélaginu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6. 0702042
Styrkbeiðni - Vinafélag Ljósheima -

Í gangi er vinna við flokkun og afgreiðslu styrkbeiðna hjá sveitarfélaginu og er afgreiðslu erindisins frestað þar til því vinnuferli lýkur.

7.  0512067
Forkaupsréttur hluthafa í Hitaveitu Suðurnesja að hlutum -

Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt að hlutum í Hitaveitu Suðurnesja.

8. 0701018
Tillaga fulltrúa D-lista um viðræður við eigendur Hagalands og fyrirtækið Kögunarhól ehf. um ný búsetuúrræði fyrir aldraða -

Snorri Finnlaugsson, D-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:
Bæjarráð samþykkir að nýta nú þegar þau tækifæri sem fyrir hendi eru varðandi ný búsetuúrræði fyrir aldraða í Árborg og hefja nú þegar undir forystu bæjarstjóra viðræður við eigendur Hagalands og fyrirtækið Kögunarhól ehf. um mögleika í þeim málum.

Greinargerð:
Eins og margsinnis hefur komið fram er brýn þörf á því að búsetuúrræðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu Árborg verði fjölgað hið fyrsta.
Í Hagalandi er tilbúið deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir húsnæði fyrir aldraðra og því ekki eftir neinu að bíða með að sveitarfélagið taki upp viðræður við áðurnefnda aðila um að leysa úr búsetuvanda aldraðra í Árborg. Önnur ný svæði eru ekki með samþykkt deiliskipulag fyrir slíka starfsemi og engir samningar eru til um samvinnu við nýja aðila um málið.

Formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu frá meirihluta bæjarráðs:
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar leggur áherslu á að byggðir verði upp fjölbreyttir búsetukostir fyrir aldraða í sveitarfélaginu og fagnar áformum framkvæmdaaðila um slíkt. Eins og margoft hefur komið fram þá liggur fyrir viljayfirlýsing um samstarf milli sveitarfélagsins og Fossafls ehf. þar sem gert er ráð fyrir samstarfi um uppbyggingu fjölbreyttrar þjónustu við aldraða. Staðsetning sú er heppileg vegna nálægðar við þá þjónustu við aldraða sem fyrir hendi er í Grænumörk 1-3-5. Gert er ráð fyrir að innan skamms muni fást niðurstaða í þeirri vinnu sem liggja þarf fyrir til að unnt sé að taka ákvörðun um umfang slíks samstarfs og meirihlutinn telur ekki skynsamlegt að binda hendur sveitarfélagsins frekar að svo stöddu. Meirihlutinn leggur áherslu á að ekkert samþykki liggur enn fyrir frá ríkisvaldinu um leyfi til framkvæmda eða reksturs á nýjum þjónustuíbúðum, þjónustumiðstöð eða hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Selfossi, hvorki í Hagalandi né við Austurveg. Því er lagt til að tillögu D-lista verði vísað frá.

 

Frávístunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista, sem lagði fram svohljóðandi bókun:
Það er með ólíkindum að meirihluti bæjarstjórnar Árborgar skuli ekki strax vilja skoða alla þá möguleika sem fyrir hendi eru til aukningar á búsetuúrræðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu.
Það dugar lítt að hafa stór orð uppi um að bæta þurfi aðbúnað aldraðra í sveitarfélaginu ef síðan gerist ekkert í málunum og ekki eru nýtt þau tækifæri sem fyrir hendi eru.

9.  Erindi til kynningar:

 

a) 0702051
21. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga -

b) 0702046
Bjartari framtíð; safn 13 alþjóðasamninga -

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:18.

Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica