33. fundur bæjarráðs
33. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. apríl 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá styrkbeiðni vegna landsmóts grunnskólabarna í skák. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501030 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 9. fundur haldinn 24. mars Fundargerðin staðfest. 2. 1501029 - Fundargerðir félagsmálanefndar 9. fundur haldinn 26. mars og 10. fundur haldinn 27. mars Fundargerðirnar staðfestar. Fundargerðir til kynningar 3. 1409062 - Starfshópur um uppbyggingu húsnæðis í grunn- og leikskólum 5. fundur haldinn 23. mars 2015 Lagt fram. 4. 1501033 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 172. fundur haldinn 23. mars 2015 Lagt fram. 5. 1503251 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka 17. fundur haldinn 26. mars 2015 Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu. 6. 1502151 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 163. fundur haldinn 26. mars 2015 Lagt fram. 7. 1502042 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 827. fundur, haldinn 27. mars 2015 Lagt fram. Almenn afgreiðslumál 8. 1504009 - Rekstraryfirlit fyrir janúar 2015 Lagt fram. 9. 1504010 - Beiðni um afslátt af lóðaverði vegna Birkivalla 7 og 9, erindi dags. 4. apríl 2015 Bæjarráð hafnar erindinu. 10. 1504012 - Tillaga um að Sveitarfélagið Árborg kaupi 1% hlut í Borgarþróun ehf Bæjarráð samþykkir kaup á 1% hlut í Borgarþróun ehf. Hluturinn er í eigu Borgarþróunar ehf. 11. 1503274 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27. mars 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - River Apartments, gististaður í flokki I, heimagisting, Jórutúni 6, Selfossi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. 12. 1409093 - Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2015, fjárhagsáætlun 2015 og 3ja ára áætlun Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu. 13. 1504025 - Styrkbeiðni Aldísar Sigfúsdóttur, f.h. Fischerseturs - dags. 8. apríl 2015, Landsmót grunnskólabarna í skák, sem fyrirhugað er að halda á Selfossi Bæjarráð samþykkir að veita 50.000 kr styrk til verkefnisins. Erindi til kynningar 14. 1503295 - Ályktanir samþykktar á 93. þingi HSK sem haldið var 15. mars 2015 Lagt fram. 15. 1503302 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015, fundarboð Lagt fram. 16. 1504001 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 2015, fundarboð, ásamt ársreikningi Lagt fram. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir