33. fundur bæjarstjórnar
33. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason,varamaður,V-lista.
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingu í hverfisráði Stokkseyrar og breytingar á fulltrúum V-lista í félagsmálanefnd.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1. a) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 40. fundur frá 12. september
b) 109. fundur bæjarráðs ( 1201001) frá 20. september
2. a) 1201021
Fundargerð fræðslunefndar 24. fundur frá 20. september
b) 110. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 26. september
3. a) 1201020
Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 41. fundur frá 17. september
42. fundur frá 19. september
43. fundur frá 24. september
b) 1201023
Fundargerð menningarnefndar 21. fundur frá 25. september
c) 111. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 4. október
4. a) 1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 29. fundur frá 3. október
b) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 44. fundur frá 3. október
c) 112. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 11. október
- liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. september, lið 13, málsnr. 1209098 – Beiðni um flutning fjármagns á milli ára vegna brúargerðar yfir Hraunsá vegna göngustígs og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirrituð tekur undir bókun Eggerts Vals Guðmundssonar um mikilvægi þess að unnið sé samkvæmt samþykktri fjárfestingaráætlun ársins vegna fjárfestingarverkefna sem varða ekki nauðsynlega grunnþjónustu. Þó svo að ánægjulegt sé að vinna við göngustíginn sé hafin þá telst slíkt verkefni varla vera þess eðlis að nauðsyn sé að breyta samþykktri fjárfestingaráætlun. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að bæjaryfirvöld temji sér öguð vinnubrögð í fjármálum sveitarfélaga.“ Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista.
- liður 2 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 26. september, lið 7, málsnr. 1209167 – Hjúkrunar- og dvalarheimili í Árborg.
Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.
- liður 3 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. október, lið 6, málsnr. 1205061 – Ályktun Taums, hagsmunasamtaka hundaeigenda í Árborg og nágrenni um hundasleppisvæði í nágrenni Selfoss.
- liður 3 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 25. September, lið 1, málsnr. 1204155 – Menningarmánuðurinn október 2012.
- liður 3 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 25. September, lið 5, málsnr. 1202261 – Söfnun upplýsinga um sögu húsa í Sveitarfélaginu Árborg.
- liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 3. október, lið 4, málsnr. 1006066 – Selfossvirkjun- og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Þrátt fyrir ábendingar um að virkjun Ölfusár við Selfoss væri arfavitlaus hugmynd, hafa Sjálfstæðismenn haldið málinu til streitu allt kjörtímabilið. Vonandi taka þeir nú trúanlega skýrslu Verkfræðistofu Suðurlands sem fjallað er um, þar sem kemur fram að virkjun í Ölfusá við Selfoss sé fráleitur kostur út frá arðsemis- og umhverfissjónarmiðum. Söluverð raforku yrði að meira en tvöfaldast til að einhver glóra væri í verkefninu út frá arðsemissjónarmiði. Nú ítreka ég áður framkomna ósk mína um að framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði falið að skrifa Vegagerðinni formlegt bréf þar sem henni verði tilkynnt um að öll áform um virkjun í tengslum við nýja brú fyrir Ölfusá hafi verið slegnar af borðinu. Er það vegna yfirlýsingar sem skrifað var undir við Vegagerðina, á sínum tíma, um skoðun á hugsanlegum samlegðaráhrifum virkjunar og fyrirhugaðs vegar- og brúarstæði nýrrar brúar yfir Ölfusá.
Áður hefur komið fram að kostnaður við skoðun á virkjunarkostum var kominn upp í 10 milljónir og síðan hefur bætt í kostnaðinn. Því óska ég eftir að nú verði allur kostnaður við þessa skoðun Sjálfstæðismanna á virkjunarkostum í Ölfusá tekinn saman og upplýsingar um hann lagðar fram í bæjarráði, eigi síðar en 25.október nk. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.
Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tók undir bókun Helga S. Haraldssonar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, V-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Hugmyndir um hagkvæmni Ölfusárvirkjunar komu fram fljótlega eftir kosningar vorið 2010, í framhaldinu ákvað stjórn framkvæmda- og veitustjórnar samhljóða á 2. fundi stjórnar að láta fara fram hagkvæmnisathugun á þessum virkjanamöguleika. Fljótlega eftir að heildarmynd verkefnisins tók að skýrast tóku bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eindregna afstöðu gegn fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum. Í framhaldinu lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 8. júní 2011 um að hætta allri vinnu við virkjun Ölfusár við Selfoss, sú tillaga var felld. Þess í stað var samþykkt samhljóða tillaga sem borin var fram af oddvita D- lista um að vinna málið í nefndum innan stjórnkerfis sveitarfélagsins til þess að hraða niðurstöðu málsins, niðurstaða þeirrar vinnu hefur því miður ekki komið fram ennþá. Ákvörðun um að láta fara fram vinnu við þá skýrslu sem hér er til umfjöllunar var tekin af fulltrúum D- lista í stjórn framkvæmda- og veitusviðs þann 16. nóv. 2011 gegn mótatkvæði fulltrúa S lista í stjórninni. Niðurstaða þessarar lokaskýrslu er í samræmi við gagnrýni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á verkefnið sem komið hefur fram í bókunum um málið og blaðagreinum og er afstaða bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í takt við samhljóða ályktun frá 44. fundi stjórnar framkvæmda- og veitusviðs að virkjun Ölfusár við Selfoss sé óarðbær valkostur og umhverfislega óréttlætanleg.“ Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S lista
Gert var fundarhlé.
Ari B. Thorarensen lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
„Alþingi Íslendinga vinnur að rammaáætlun og var Selfossvirkjun sett þar sem valkostur nr. 38. Á fyrsta fundi F&V á kjörtímabilinu var samþykkt samhljóða að fela framkvæmdastjóra og formanni að leita til sérfræðinga varðandi kynningu á vænlegum virkjanakostum fyrir nefndina. Þessi ákvörðun var staðfest samhljóða í bæjarráði viku síðar og staðfest að nýju í bæjarstjórn 18. ágúst 2010. Aðrar söguskýringar standast því ekki skoðun, enda ekki rökstuddar. Allir flokkar stóðu að þessari ákvörðun. Nú liggur skýrsla Verkfræðistofu Suðurlands fyrir, samkvæmt skýrslunni er virkjunarkosturinn ekki arðbær.“
-liður 4 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. október, lið 3, málsnr. 0512065 – Deiliskipulag Austurvegi 51-59.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
- liður 4 a) Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. október, lið 4, málsnr. 1209194 – Afgreiðsla lóðarumsókna um Akurhóla 2,4, og 6 Selfossi.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 4 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. október, lið 6, málsnr. 1110130 – Hugmyndir Gatnamóta ehf. um uppbyggingu við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
II. 1201083
Samþykkt um hundahald – seinni umræða
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fór yfir breytingar á samþykkt um hundahald.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Andrés Rúnar Ingason, V-lista, tóku til máls.
Samþykktin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
III. 1201103
Breyting á fulltrúum í hverfisráði Stokkseyrar
Lagt var til að Vigfús Helgason verði fulltrúi í hverfisráði Stokkseyrar í stað Láru Halldórsdóttur.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
IV. 1202231
Breyting á fulltrúum V-lista í félagsmálanefnd
Lagt var til að Margrét Magnúsdóttir verði aðalmaður í stað Kristbjargar Gísladóttur og Andrés Rúnar Ingason verði varamaður.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:51
Eyþór Arnalds
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari