12.10.2017
33. fundur íþrótta- og menningarnefndar
33. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 27. september 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og menningarfulltrúi
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1709218 - Fjárhagsáætlun menningar- og frístundasviðs 2018 |
|
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun menningar- og frístundasviðs fyrir árið 2018. Farið yfir minnisblöð um styrki, rekstrarkostnað og tillögur að gjaldskrárbreytingum sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn í fjárhagsáætlunarvinnunni. Starfsmanni falið að vinna áfram að áætluninni með þeim áherslum sem lagðar voru til á fundinum. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1703030 - Menningarmánuðurinn október 2017 |
|
Farið yfir dagskrá menningarmánaðarins sem stendur frá lok september og fram í miðjan nóvember. Fjölbreyttir viðburðir í gangi svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi og hvetur nefndin íbúa til þátttöku. Dagskráin er komin í auglýsingu og á næstu dögum fá íbúar senda sérstaka litabók með dagskrá hátíðarinnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1709219 - Uppskeruhátíð ÍMÁ 2017 |
|
Rætt um skipulag uppskeruhátíðar ÍMÁ sem fram fer í lok desember ár hvert. Ákveðið að hátíðin fari fram fimmtudaginn 28. desember í hátíðarsal FSu og er starfsmanni nefndarinnar falið að bóka salinn og halda áfram undirbúningi. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1709221 - Afreksstyrkir íþróttafélaga í samningum |
|
Lagður fram listi yfir íþróttafélög sem hafa afreksstyrki í samningum við Sveitarfélagið Árborg. Rætt um fyrirkomulagið og lagt til að félögin sem hafa þessa styrki mæti á uppskeruhátíð ÍMÁ á hverju ári og tilkynni um úthlutun úr þeirra sjóði. Starfsmanni falið að ræða við félögin og setja þetta inn sem ákvæði í samninga. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:45
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |