33. fundur skipulags- og byggingarnefndar
33. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15.
Mætt: Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Grétar Zóphoníasson, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birkir Pétursson, starfsmaður, Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður.
Leitað var afbrigða til að taka fyrir tillögu að breyttu skipulagi lóðar að Byggðarhorni.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1301313 - Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli hringtorga |
|
Þráinn Hauksson kynnti tillöguna. Þráni er falið að endurvinna tillöguna í samræmi við athugasemdir sem komu fram á fundinum. Leitað verður umsagnar framkvæmda- og veitusviðs og í framhaldi af því verði haldinn samráðsfundur með Vegagerðinni. |
||
|
||
2. |
1205364 - Deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagslýsingu deiliskipulagstillögunnar. |
|
Lagt er til við bæjarráð að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. Mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. |
||
|
|
|
3. |
1207067 - Aðalskipulagsbreyting göngustígs meðfram Holta- og Helluhverfi. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipulagslýsingu á breytingunni. |
|
Lagt er til við bæjarráð að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og leitað verði eftir umsögn umsagnaraðila í samræmi við 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. |
||
|
||
4. |
1301287 - Ástráður Guðmundsson, matsmaður, ræðir skemmdir á húsum af völdum Suðurlandsskjálfta. |
|
Ástráður Guðmundsson, matsmaður, gerði grein fyrir tjónum á mannvirkjum af völdum Suðurlandsskjálfta og málum tengdum tjónamati. Samþykkt að koma ábendingum Ástráðs um brunabótamat húsa á framfæri við Þjóðskrá. |
||
|
||
5. |
1208123 - Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni. |
|
Farið var yfir fram komnar athugasemdir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að hafa samráð við Vegagerð og hönnuð Austurvegar um framhaldið. |
||
|
||
6. |
1202229 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Hafnargötu Stokkseyri. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. |
|
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. |
||
|
||
7. |
1301227 - Fyrirspurn um leyfi fyrir skiltum fyrir Hamborgarabúllu Tómasar Selfossi |
|
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á staðsetningu umræddra skilta. |
||
|
||
8. |
1301221 - Fyrirspurn um að fjölga íbúðum að Berghólum 14-16, Selfossi |
|
Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt í Berghólum. |
||
|
||
9. |
1301284 - Umsókn um breyttra notkun verslunarrýmis að Eyravegi 2, Selfossi, í kaffi og bar rekstur |
|
Nefndin samþykkir breytta notkun fyrir sitt leyti. |
||
|
||
10. |
1301283 - Umsókn um breytingu á notkun bílskúrs að Hrísholt 19, Selfossi |
|
Nefndin felst á breytta notkun og óskar eftir fullnægjandi teikningum. |
||
|
|
|
11. |
1301020 - Óskað er umsagnar um erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar |
|
Nefndin gerir ekki sérstakar athugasemdir við erindisbréfið. |
||
|
||
12. |
1301314 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu strætóbiðskýlis við Austurveg 1-5, Selfossi |
|
Samþykkt. |
||
|
||
13. |
1106045 - Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi búgarðabyggðar í Byggðarhorni |
|
Lagt er til við bæjarstjórn að óska heimildar Skipulagsstofnunar á að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:40
Bárður Guðmundsson |
|
Eyþór Arnalds |
Hjalti Jón Kjartansson |
|
Tómas Ellert Tómasson |
Grétar Zóphoníasson |
|
Íris Böðvarsdóttir |
Birkir Pétursson |
|
Ásdís Styrmisdóttir |