33. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
33. fundur íþrótta- og tómstundanefndar haldinn fimmtudaginn 11. maí 2006, kl. 16:15 í Ráðhúsi Árborgar.
Mætt: Gylfi Þorkelsson, Elvar Gunnarsson, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Halldór Valur Pálsson, Ármann Ingi Sigurðsson í forföllum Guðmundar Karls Sigurdórssonar, og Grímur Hergeirsson.
1. mál: Úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja, fyrri úthlutun 2006.
Alls bárust 24 umsóknir um íþrótta-og tómstundastyrki frá 12 aðilum sem sóttu samtals um styrki að upphæð um 8,5 milljónir. Úthlutað var að þessu sinni kr. 873.536,- Samþykkt var að styrkja eftirfarandi aðila / verkefni:
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss, unglingaráð vegna mótahalds og ráðningar yfirþjálfara kr. 130.000,-
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss, unglingaráð vegna þjálfara- og dómaranámskeiða kr. 71.000,-
Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss vegna útbreiðslustarfs kr. 100.000,-
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss vegna Brúarhlaups Selfoss 2006 kr. 150.000,-
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss vegna Grýlupottahlaups og grunnsólamóts kr. 57.000,-
Knattspyrnufélag Árborgar vegna æfingasóknar utan sveitarfélagsins kr. 168.000,-
Fimleikadeild Umf. Selfoss vegna þjálfaranámskeiðs og mótahalds kr. 72.536,-
Mótorcrossfélag Árborgar Vegna uppbyggingar á braut kr. 100.000,-
Sigurborg Kjartansdóttir vegna keppnis- og æf.ferða Daníels Kjartanssonar skíðamanns. kr. 25.000,-
2. mál: Sparkvöllur við Barnaskólann á Eyrarbakka.
KSÍ hefur samþykkt umsókn Sveitarfélagsins Árborgar um sparkvöll við Barnaskólann á Eyrarbakka. Bæjarráð hefur samþykkt fjárheimild til að hefja framkvæmdir við völlinn verður hann lagður nú í sumar.
3. mál: Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 17:15
Elvar Gunnarsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Gylfi Þorkelsson
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Halldór Valur Pálsson
Grímur Hergeirsson