34. fundur bæjarstjórnar
34. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn mánudaginn 2. júní 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Margrét K. Erlingsdóttir, B listi
Helgi Haraldsson, varamaður, B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Grímur Arnarson, D listi
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
1. Tillaga um að fundurinn verði haldinn fyrir luktum dyrum
Lögð var fram tillaga um að fundurinn verði haldinn fyrir luktum dyrum.
Greinargerð: Á fundinum verður fjallað um viðkvæm einkamál manna og er því lagt til að fundurinn verði haldinn fyrir luktum dyrum í samræmi við 17. g. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Jón Hjartarson, V-lista, lagði til að fyrirhuguðum hátíðarfundi sem halda átti laugardaginn 7. júní n.k. í tilefni af 10 ára afmæli sveitarfélagsins verði frestað til hausts.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Jarðskjálfti á Suðurlandi, afleiðingar og staða mála
Bæjarstjórn Árborgar sendir íbúum sveitarfélagsins góðar kveðjur og þakkir fyrir yfirveguð og rökrétt viðbrögð við þær erfiðu aðstæður sem þeir standa frammi fyrir vegna jarðskjálftanna þann 29. maí sl. Sú festa og samstaða sem íbúarnir sýna er aðdáunarverð. Bæjarstjórn Árborgar sendir öllum þeim fjölmörgu aðilum sem koma að hjálparstarfinu eða bjóða fram aðstoð hugheilar þakkir. Það sýnir sig að stjórnsýsla björgunaraðgerða, bæði af hálfu hins opinbera og sjálfboðaliðasamtaka, er afar vel skipulögð og fyllilega fær um að takast á við viðamikil verkefni með fumlausum hætti.
Ríkisstjórn Íslands eru þökkuð skjót viðbrögð með því að veita sérstökum fjármunum til að tryggja nauðsynlega aðstoð og uppbyggingu sem hér þarf að fara fram.
Bæjarstjórn Árborgar leggur nú mikla áherslu á að kortleggja afleiðingar hamfaranna og að virkja stofnanir sveitarfélagsins til aðstoðar við íbúana. Íbúarnir eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina í Tryggvaskála. Þar eru að störfum fulltrúar frá sveitarfélaginu, Rauða krossinum, björgunarsveitum og Viðlagatryggingu Íslands.
Starfsmönnum sveitarfélagsins, sem unnið hafa hörðum höndum frá fyrstu stundu hamfaranna eru færðar sérstakar þakkir fyrir mikilvæg störf. Það er hverju sveitarfélagi ómetanlegt að hafa á að skipa hæfu og dugmiklu fólki sem er reiðubúið að leggja eigin hagsmuni til hliðar í þágu almannaheilla.
Bæjarstjórn óskar íbúum velfarnaðar í því mikla uppbyggingarstarfi sem fram undan er.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um bókhaldslega aðgreiningu vegna jarðskjálftanna
Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra fjármálasviðs að tryggja bókhaldslega merkingu þeirra útgjaldaliða sem beinlínis verða vegna jarðskjálftans 29. maí sl.
Greinargerð
Mikilvægt er að aðgreina og halda til haga þeim útgjöldum sem beinlínis lúta að skaða þeim sem sveitarfélagið varð fyrir vegna jarðskjálftans. Þetta er ekki síst mikilvægt til að tryggja endurkröfurétt sveitarfélagsins á hendur tryggingaraðilum svo sem Viðlagatryggingu sem og ríkissjóði vegna þess sem hann kann að tryggja eða endurgreiða.
Gert var fundarhlé.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Þegar er unnið eftir þeirri reglu að öll útgjöld vegna jarðskjálftans og afleiðinga séu sérstaklega færð í bókhaldi.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:30.
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Helgi S. Haraldsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Eyþór Arnalds
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Grímur Arnarson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari