Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.3.2007

34. fundur bæjarráðs

 

34. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 01.03.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, varaformaður
Snorri Finnlaugsson, D-lista, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Formaður leitaði afbrigða til að bæta við dagskrárlið varðandi skipan starfshóps varðandi nánari útfærslu á verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 

a.

0701117
Fundargerð menningarnefndar Árborgar

frá 20.02.07

b.

0701062
Fundargerð leikskólanefndar

frá 21.02.07

c.

0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

frá 22.02.07

 

1b) -liður 8, meirihluti bæjarráðs þakkar leikskólanefnd góðar ábendingar og mun kappkosta að starfa í anda þessara tilmæla.

 

1c) -liður 9, bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillaga vegna Hásteinsvegar 57-59 verði auglýst.
-liður 10, bæjarráð samþykkir að fresta auglýsingu deiliskipulagstillögunnar þar til fyrir liggja upplýsingar um eignarhald á landi undir veg. 

 

-liður 11, bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi að Kaðlastöðum, Stokkseyri, verði auglýst. Leitað verður lögboðins samráðs við Vegagerðina, Siglingamálastofnun og Umhverfisstofnun.
-liður 12, bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögu skipulags- og byggingarnefndar vegna Dísastaða þar til samningar eru frágengnir.
-liður 13, bæjarráð vísar deiliskipulagstillögu vegna Austurvegar 7 til vinnuhóps um miðbæjarskipulag og óskar eftir því að reiturinn verði tekinn fyrir sérstaklega og málinu hraðað.

 

-liður 14, bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillögu vegna Stóru-Sandvíkur 1B.
-liður 15, bæjarráð samþykkir skipti á skika úr landi Geirakots, landnr. 209 884, og sameiningu skikans við Hraunprýði.

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 

a.

0702070
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

frá 05.02.07

 

Lögð fram.

 

3. 0702078
Verksamningur um tilbúinn mat fyrir leikskólann Ásheima - til staðfestingar -

Bæjarráð staðfestir samninginn.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Ég samþykki samninginn en bendi þó á að hann hefur verulegan kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélagið þar sem húsnæðisaðstæður í Ásheimum eru algjörlega ófullnægjandi. Jafnframt hvet ég til þess að unnið verði nú þegar að því að koma húsnæðismálum sveitarfélagsins í það horf að ekki þurfi að reka leikskóla í húsnæði á undanþágu.

 

4. 0702090
Beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018 -

Bæjarráð gerir alvarlega athugasemd við að aðeins sé veittur sex daga frestur til að gefa umsögn um jafn veigamikið málefni og samgönguáætlun og áskilur sér rétt til að senda umsögn um tillöguna í næstu viku.

 

5. 0701144
Beiðni um leyfi til ART þjálfunar í Sunnulækjarskóla 2007 - bæjarráð frestaði afgreiðslu 22.02.07

Bæjarráð samþykkir erindið enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar ársins.

6. Skipan starfshóps til að vinna að nánari útfærslu verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag

 

Bæjarráð samþykkir að skipa 10 manna hóp sem vinni að nánari útfærslu verðlaunatillögu um miðbæjarskipulag á Selfossi.  Í hópnum verði framkvæmdastjóri Framkvæmda- og veitusviðs, skipulags- og byggingafulltrúi, bæjarritari, þrír fulltrúar frá hönnuðum tillögunnar og fjórir bæjarfulltrúar, einn frá hverjum flokki. 

 

Fulltrúar meirihlutans verða Jón Hjartarson, Ragnheiður Hergeirsdóttir og Þorvaldur Guðmundsson, til vara Hilmar Björgvinsson, Gylfi Þorkelsson og Margrét K. Erlingsdóttir. Fulltrúi minnihlutans verður Elfa Dögg Þórðardóttir og Grímur Arnarson til vara.

 

7. Erindi til kynningar:

 

a)  Engin.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:45

Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica