34. fundur bæjarráðs
34. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2015, tækifærisleyfi frá Mundubúð og kauptilboð Eðalbygginga ehf í Dranghóla 10 og 15. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 2015 9. fundur haldinn 8. apríl -liður 5, mál nr. 1503193, framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á jarðstreng. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 9, mál nr. 1503168, framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringu á vegi og aðveitulögnum að Geitanesi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 15, mál nr. 1503075, tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Gráhellu, Selfossi. Bæjarráð leggur til að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest. Almenn afgreiðslumál 2. 1504027 - Beiðni Unnar Þórðardóttur um að taka á leigu samkomuhúsið Gimli til reksturs á kaffihúsi Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda. 3. 1504023 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 8. apríl 2015, um umsögn um tækifærisleyfi, Komið og dansið, Staður, Eyrarbakka Bæjarráð samþykkir erindið. 4. 1504067 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 8. apríl 2015, um umsögn um tækifærisleyfi, gististaðurinn Rein, Þykkvaflöt 4 Bæjarráð samþykkir erindið. 5. 1504009 - Rekstraryfirlit fyrstu tveggja mánaða ársins 2015 Yfirlitið var lagt fram. 6. 1504072 - Samstarf um skáknámskeið sumarið 2015, beiðni Birkis Karls Sigurðssonar um stuðning við að halda skáknámskeið í sumar Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, sveitarfélagið er í samstarfi við Fischersetur og Skákfélag Selfoss og nágrennis um námskeiðahald af þessu tagi. 7. 1503176 - Fundartími bæjarráðs 2015 Bæjarráð samþykkir að fella niður fund í næstu viku. 8. 1503302 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015 Bæjarráð Árborgar samþykkir að Ásta Stefánsdóttir, kt: 251070-3189 fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 17. apríl nk. 9. 1504084 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um tækifærisleyfi - tónleikahátíð á Eyrum, Eyrarbakka Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. 10. 1504099 - Kauptilboð Eðalbygginga ehf. í lóðir með sökklum að Dranghólum 10 og 15 Bæjarráð telur tilboðið ekki ásættanlegt og hafnar því. 11. 1504001 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 2015 Bæjarráð veitir Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Erindi til kynningar 12. 1504073 - Afmæli Tónlistarskóla Árnesinga vor 2015 Lagt fram til kynningar. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30 Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir