Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.9.2017

34. fundur fræðslunefndar

34. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 31. ágúst 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30. Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista Guðrún Þóranna Jónsdóttir, varamaður, B-lista Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra Leifur Viðarsson, fulltrúi kennara Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Sandra Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2.   1708108 - Tillaga UNGSÁ um sundtíma í grunnskólum Árborgar
  Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir tillöguna og vísar henni til frekari skoðunar hjá skólastjórum sem bera ábyrgð á kennsluskipulagi. Nefndin hvetur þá til að taka tillit til ábendinga ungmennaráðs eins og frekast er kostur.
     
3.   1708104 - Tillaga UNGSÁ um stofnun ungbarnaleikskóla
  Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir metnaðarfulla tillögu sem myndi örugglega stuðla að betri þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Árborg. Vegna mikillar fjölgunar íbúa í Árborg eru næstu skref í uppbyggingu skóla að stækka leikskólann Álfheima og undirbúa byggingu nýs grunnskóla. Framtíðarsýn fræðslunefndar er á þá leið að bæta aðstöðu leikskólanna og auka með því möguleika á að veita yngri börnum þjónustu.
     
4.    1708110 - Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum Árborgar
  Fræðslunefnd beinir því til kennara og skólastjórnenda að fullt tillit verði tekið til vel rökstuddrar tillögu ungmennaráðs enda er hún í góðu samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Árborgar.
     
6.    1706046 - Athugasemd - tímaskortur fyrir starfsmannafundi á leikskólum
  Fræðslunefnd þakkar bréfritara fyrir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og vísar þeim til frekari skoðunar á samstarfsvettvangi leikskólastjóra og fræðslustjóra.
     
7.   1706138 - Tilfærsla á heimilisfræðistofu
  Fræðslunefnd þakkar bréfriturum fyrir þessar ábendingar og beinir því til skólastjóra og eignadeildar að m.a. verði leitað álits hjá kennurum þegar unnið er að breytingum á húsnæði í Vallaskóla.
     
Erindi til kynningar
1.   1708130 - Umbótaáætlun Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - maí 2017
  Magnús J. Magnússon, skólastjóri og Páll Sveinsson, aðstoðarskólastjóri, kynntu umbótaáætlun BES en hún var unnin á vorönn 2017 í tengslum við bókun 1 í kjarasamningi FG og sveitarfélaga.
     
5.   1707124 - Athugasemd - ipad kaupleiga
  Fræðslunefnd þakkar bréfritara fyrir þær ábendingar og athugasemdir sem settar eru fram í bréfinu. Þar sem margt í bréfinu snýr að sjálfri framkvæmdinni í Vallaskóla er því einnig vísað til skólastjóra.
     
8.   1708171 - Lærum saman - heimanámsaðstoð í Árborg
  Til kynningar. - Fundargerð frá 23. ágúst 2017. - Helstu markmið verkefnisins.
     
9.   1706067 - Fyrirhuguð stækkun á Álfheimum
  Til kynningar. - Fundargerð hugarflugsfundar frá 8. júní 2017. - Teikning sem kynnt var á hugarflugsfundinum. - Afgreiðsla bæjarráðs 15. júní 2017.
     
10.   1708163 - Fjárhagsáætlun 2018
  Fræðslustjóri kynnti tímaplan v/fjárhagsáætlunar 2018. Almenn umræða um fjárhagsáætlun m.a. vegna fjölgunar íbúa.
     
11.   1701099 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Til kynningar. - Fundargerð frá 13. júní 2017. - Fundargerð frá 17. ágúst 2017.
     
12.   1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra
  Til kynningar. - Fundargerð frá 8. júní 2017. - Fundargerð frá 15. ágúst 2017.
     
13.   1708124 - Ársskýrsla Brimvers/Æskukots 2016-2017
  Til kynningar.
     
14.   1708137 - Fab Lab verkstæði á Selfossi
  Fundargerð frá 26. júní 2017 til kynningar.
     
15.   1706045 - Samræmd könnunarpróf skólaárið 2017-2018
  Bréf Menntamálastofnunar, dags. 7. júní 2017, um endurskoðun dagsetninga samræmdra könnunarprófa til kynningar.
     
16.    1706283 - Drög að markmiðum og viðmiðum vegna starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn
  Til kynningar. Drög að markmiðum og viðmiðum um gæði v/starfs frístundaheimila. Opið samráð á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis til 15. september nk.
     
17.   1707232 - Tillaga - frí námsgögn fyrir grunnskólanemendur
  Til kynningar. Afgreiðsla bæjarráðs frá 3. ágúst 2017 og kynning á þeim tilboðum sem bárust.
     
18.   1708117 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2016-2017
  Til kynningar.
     
19.   1706066 - Beiðni um stöðugildi vegna forstöðumanns Bifrastar
  Afgreiðsla bæjarráðs frá 15. júní 2017 til kynningar.
     
20.   1707080 - Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum á Akureyri
  Skýrsla frá júlí 2017 til kynningar.
     
21.   1706144 - Málþing - menntun fyrir alla á Íslandi
  Til kynningar.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15  
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Guðrún Þóranna Jónsdóttir   Magnús J. Magnússon
Kristín Eiríksdóttir   Leifur Viðarsson
Málfríður Erna Samúelsd.   Sandra Guðmundsdóttir
Brynja Hjörleifsdóttir   Þorsteinn Hjartarson
     

Þetta vefsvæði byggir á Eplica