Almenn afgreiðslumál |
2. |
1708108 - Tillaga UNGSÁ um sundtíma í grunnskólum Árborgar |
|
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir tillöguna og vísar henni til frekari skoðunar hjá skólastjórum sem bera ábyrgð á kennsluskipulagi. Nefndin hvetur þá til að taka tillit til ábendinga ungmennaráðs eins og frekast er kostur. |
|
|
|
3. |
1708104 - Tillaga UNGSÁ um stofnun ungbarnaleikskóla |
|
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir metnaðarfulla tillögu sem myndi örugglega stuðla að betri þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Árborg. Vegna mikillar fjölgunar íbúa í Árborg eru næstu skref í uppbyggingu skóla að stækka leikskólann Álfheima og undirbúa byggingu nýs grunnskóla. Framtíðarsýn fræðslunefndar er á þá leið að bæta aðstöðu leikskólanna og auka með því möguleika á að veita yngri börnum þjónustu. |
|
|
|
4. |
1708110 - Tillaga UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum Árborgar |
|
Fræðslunefnd beinir því til kennara og skólastjórnenda að fullt tillit verði tekið til vel rökstuddrar tillögu ungmennaráðs enda er hún í góðu samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Árborgar. |
|
|
|
6. |
1706046 - Athugasemd - tímaskortur fyrir starfsmannafundi á leikskólum |
|
Fræðslunefnd þakkar bréfritara fyrir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og vísar þeim til frekari skoðunar á samstarfsvettvangi leikskólastjóra og fræðslustjóra. |
|
|
|
7. |
1706138 - Tilfærsla á heimilisfræðistofu |
|
Fræðslunefnd þakkar bréfriturum fyrir þessar ábendingar og beinir því til skólastjóra og eignadeildar að m.a. verði leitað álits hjá kennurum þegar unnið er að breytingum á húsnæði í Vallaskóla. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
1. |
1708130 - Umbótaáætlun Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - maí 2017 |
|
Magnús J. Magnússon, skólastjóri og Páll Sveinsson, aðstoðarskólastjóri, kynntu umbótaáætlun BES en hún var unnin á vorönn 2017 í tengslum við bókun 1 í kjarasamningi FG og sveitarfélaga. |
|
|
|
5. |
1707124 - Athugasemd - ipad kaupleiga |
|
Fræðslunefnd þakkar bréfritara fyrir þær ábendingar og athugasemdir sem settar eru fram í bréfinu. Þar sem margt í bréfinu snýr að sjálfri framkvæmdinni í Vallaskóla er því einnig vísað til skólastjóra. |
|
|
|
8. |
1708171 - Lærum saman - heimanámsaðstoð í Árborg |
|
Til kynningar. - Fundargerð frá 23. ágúst 2017. - Helstu markmið verkefnisins. |
|
|
|
9. |
1706067 - Fyrirhuguð stækkun á Álfheimum |
|
Til kynningar. - Fundargerð hugarflugsfundar frá 8. júní 2017. - Teikning sem kynnt var á hugarflugsfundinum. - Afgreiðsla bæjarráðs 15. júní 2017. |
|
|
|
10. |
1708163 - Fjárhagsáætlun 2018 |
|
Fræðslustjóri kynnti tímaplan v/fjárhagsáætlunar 2018. Almenn umræða um fjárhagsáætlun m.a. vegna fjölgunar íbúa. |
|
|
|
11. |
1701099 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra |
|
Til kynningar. - Fundargerð frá 13. júní 2017. - Fundargerð frá 17. ágúst 2017. |
|
|
|
12. |
1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Til kynningar. - Fundargerð frá 8. júní 2017. - Fundargerð frá 15. ágúst 2017. |
|
|
|
13. |
1708124 - Ársskýrsla Brimvers/Æskukots 2016-2017 |
|
Til kynningar. |
|
|
|
14. |
1708137 - Fab Lab verkstæði á Selfossi |
|
Fundargerð frá 26. júní 2017 til kynningar. |
|
|
|
15. |
1706045 - Samræmd könnunarpróf skólaárið 2017-2018 |
|
Bréf Menntamálastofnunar, dags. 7. júní 2017, um endurskoðun dagsetninga samræmdra könnunarprófa til kynningar. |
|
|
|
16. |
1706283 - Drög að markmiðum og viðmiðum vegna starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn |
|
Til kynningar. Drög að markmiðum og viðmiðum um gæði v/starfs frístundaheimila. Opið samráð á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis til 15. september nk. |
|
|
|
17. |
1707232 - Tillaga - frí námsgögn fyrir grunnskólanemendur |
|
Til kynningar. Afgreiðsla bæjarráðs frá 3. ágúst 2017 og kynning á þeim tilboðum sem bárust. |
|
|
|
18. |
1708117 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2016-2017 |
|
Til kynningar. |
|
|
|
19. |
1706066 - Beiðni um stöðugildi vegna forstöðumanns Bifrastar |
|
Afgreiðsla bæjarráðs frá 15. júní 2017 til kynningar. |
|
|
|
20. |
1707080 - Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum á Akureyri |
|
Skýrsla frá júlí 2017 til kynningar. |
|
|
|
21. |
1706144 - Málþing - menntun fyrir alla á Íslandi |
|
Til kynningar. |
|
|
|