Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.12.2016

34. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

34. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 23. nóvember 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Guðjón Guðmundsson, varamaður, D-lista.  Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1610164 - Gönguleiðakort um og yfir Ingólfsfjall
  Framkvæmda- og veitustjóra falið að koma á framfæri athugasemdum varðandi staðsetningu bílastæða við vatnsverndarsvæði vatnsveitu Árborgar. Framkvæmda- og veitustjórn fagnar frumkvæði á útgáfu gönguleiðakorts á og við Ingólfsfjall.
     
2. 1611070 - Athugasemd - umferðaröryggi við Vallaskóla
  Stjórnin þakkar fyrir erindið. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að undirbúa framkvæmdir í samræmi við drög að umferðarskipulagi við Vallaskóla.
     
3. 1605337 - Borun á ÞK-18
  Farið var yfir framgang verksins.
     
4. 1509124 - Selfossveitur - orkuöflun til framtíðar
  Rætt var um tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar heitavatnsöflunar frá Öndverðarnesi.
     
5. 1610003 - Neysluvatnsöflun- borun á vinnsluholu veturinn 2016-2017
  Nýlega var boruð vinnsluhola fyrir kalt vatn undir sunnanverðum hlíðum Ingólfsfjalls. Holan gefur um 7-8 l/sek í sjálfrennsli. Holan verður virkjuð og tengd við kerfið.
     
6. 1601147 - Ný dælustöð hita- og vatnsveitu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri
  Stjórnin samþykkir að setja verkið í útboð í samræmi við fjárfestingaráætlun 2017.
     
7. 1610152 - Stofnlögn við Suðurhóla 2017
  Stjórnin samþykkir að setja verkið í útboð í samræmi við fjárfestingaráætlun 2017.
     
8. 1611145 - Endurnýjun Kirkjuvegar 2017
  Stjórnin samþykkir að setja verkið í útboð í samræmi við fjárfestingaráætlun 2017.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Viktor Pálsson   Helgi Sigurður Haraldsson
Jón Tryggvi Guðmundsson   Guðjón Guðmundsson
                 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica