30.11.2017
34. fundur íþrótta- og menningarnefndar
34. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 8. nóvember 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1709219 - Uppskeruhátíð ÍMÁ 2017 |
|
Farið yfir reglugerð um kjör íþróttakonu og karls Árborgar.Fram kom að búið er að staðfesta hátíðarsal FSu fyrir hátíðina fimmtudaginn 28.desember nk. og hefst hátíðin kl. 19:30.
Rætt um hvort taka eigi upp rafræna kosningu í vali á íþróttakonu og karli Árborgar sem myndi hafa ákveðið vægi í heildarkosningunni. Samþykkt að starfsmaður nefndarinnar skoði með möguleikann á að setja upp rafrænar kosningar í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins og leggi fyrir nefndina á næsta fundi. Farið yfir atkvæðafjölda í reglugerðinni og starfsmanni falið að breyta reglugerðinni þannig að lyftingadeild Umf. Selfoss bætist við og eitt atkvæði fjölmiðla detti út þar sem eitt héraðsblaðið hætti á síðasta ári. |
|
|
|
2. |
1711058 - Jól í Árborg 2017 |
|
Farið yfir drög að skipulagi Jóla í Árborg 2017. Fram kom að kveikt verði á jólaljósunum við bókasafnið á Selfossi fim. 16. nóv. nk. kl. 18:00. Sveitarfélagið mun gefa út viðburðadagatal með öllum helstu viðburðum í desember sem sent verður inn á hvert heimili í lok nóvember ásamt því að setja upp jólagluggana með stofnunum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem opna frá 1. - 24. des. Þá skreyta stofnanir og fyrirtæki glugga hjá sér og fá úthlutaðan bókstaf sem setja á í gluggann. Þátttakendur í leiknum reyna svo að finna bókstafina og setja saman setningu sem hægt er að skila inn og vinna til verðlauna.
Rætt um að setja upp jólagjafatré í samstarfi við Sjóðinn góða og félagsþjónustu Árborgar þar sem hægt er að setja lítin jólapakka undir fyrir barn á ákveðinum aldri sem yrði síðan dreift til þeirra sem þurfa fyrir jólin. Samþykkt að starfsmaður nefndarinnar kanni möguleikann á þessu samstarfi og kom fram hugmynd að jólatréð væri staðsett í Bókasafninu á Selfossi. |
|
|
|
3. |
1711059 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2018 |
|
Rætt um helstu hátíðar í sveitarfélaginu 2018 og ákveðið að halda fund með hátíðarhöldurum í janúar nk. Starfsmanni nefndarinnar falið að boða fundinn um miðjan janúar.
Ein af þeim hátíðum sem sveitarfélagið heldur á hverju ári er Vor í Árborg og verður hún haldin 19 - 22.apríl 2018. Sveitarfélagið Árborg verður 20 ára á næsta ári og leggur nefndin til að afmælishátíðin verði haldin á Vori í Árborg. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. |
1711057 - Málefni tómstundahúsa Árborgar |
|
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, forvarna- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn til að ræða málefni tómstundahúsanna, ungmennaráðs og forvarna í sveitarfélaginu. Fram kom hjá Gunnari að ungmennaráðið væri mjög virkt og fjölbreytt verkefni í gangi. Mjög ánægjulegt að alþjóðlegt verkefni sem ungmennaráðið tók þátt í er tilnefnt til verðlauna sem besta verkefnið hjá Erasmus . Ungmennaráðið mun einnig vera með nokkra litla viðburði í sveitarfélaginu á næsta ári og má nefna vasaljósaferð, kakóhittingur við sleðabrekkuna á Stóra hól og fjölskyldudag næsta sumar.
Félagsmiðstöðin Zelsíuz gengur mjög vel og mæting verið með allra besta móti hjá unglingunum. Klúbbastarfið er með því virkara á landinu en um 10 klúbbar eru í gangi ásamt sérstöku Z-ráði sem hjálpar til við skipulagningu viðburða í félagsmiðstöðinni. 10-12 ára starfið hefur farið vel af stað og er bæði klúbbastarf og sérstakir viðburðir í gangi fyrir þennan hóp.
Ungmennahúsið hefur líkt og félagsmiðstöðin farið mjög vel af stað eftir sumarfríið og ungmennin nýta húsið vel á opnunartíma sem og á sérstökum viðburðum sem eru utan almenns opnunartíma. Hljómsveitarherbergið er ágætlega nýtt og nokkrar hljómsveitir að æfa í húsinu. Ungmennin fá traust til að nýta húsið utan opnunartíma og hefur það fyrirkomulag gengið vel og ekkert komið uppá sem kallar á endurskoðun á því. Umgengni er fín en alltaf má gera betur og þá nefnir Gunnar líka nánasta umhverfi hússins. Klúbbastarf í ungmennahúsinu er mest tengt svokölluðum roleplay spilum og er sterkur kjarni sem spilar reglulega og hefur m.a. tekið þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni.
Forvarnamálin eru alltaf í gangi og núna í nóvember var settur upp sérstakur forvarnamánuður til að vekja aukna athygli á forvarnarmálum almennt. Forvarnarhópur Árborgar hittist mánaðarlega og setur upp verkefnadagskrá fyrir hvert starfsár þannig að í hverjum mánuði sé einhver fræðsla í gangi fyrir mismunandi aldurshópa. Þar skiptir miklu máli gott samstarf við foreldra og skóla.
Ein nýjung sem gerð var í fyrsta skipti í haust var "Tómstundamessan" þar sem flestar tómstundir í sveitarfélaginu gátu kynnt sig fyrir börnum og foreldrum. Messan gekk vonum framar og er planið að halda svona viðburði 2x á ári í maí til að kynna sumarstarfið og ágúst til að kynna vetrarstarfið.
Nefndin þakkar Gunnar kærlega fyrir gott spjall.
Gunnar Eysteinn víkur af fundi. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1710064 - Heilsueflandi samfélag |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. |
1710153 - Dagur gegn einelti 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
7. |
1711019 - Rekstraráætlun Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2018 |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að beiðnin væri í farvegi í fjárhagsáætlunarvinnunni fyrir árið 2018. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:17
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |
Guðmunda Bergsdóttir |
|
|