35. fundur bæjarstjórnar
35. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 11. júní 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Margrét K. Erlingsdóttir, B listi
Helgi Haraldsson, varamaður, B listi
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi,
Snorri Finnlaugsson, D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar:
•1. a) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 8.05.08
b) 92. fundur bæjarráðs 0801020 frá 15.05.08
•2. a) 0805058
Fundargerð stjórnar almenningsbókasafna frá 17.04.08
b) 0805082
Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf. frá 13.05.08
c) 0801026
Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 15.05.08
d) 93. fundur bæjarráðs 0801020 frá 22.05.08
•3. a) 0801043
Fundargerð lista- og menningarnefndar frá 21.05.08
b) 0801044
Fundargerð umhverfisnefndar frá 21.05.08
c) 0801042
Fundargerð leikskólanefndar frá 21.05.08
d) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 22.05.08
e) 0801039
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.05.08
f) 94. fundur bæjarráðs 0801020 frá 29.05.08
•4. a) 0801047
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23.05.08
b) 0801040
Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 26.05.08
c) 0801034
Fundargerð félagsmálanefndar frá 26.05.08
d) 95. fundur bæjarráðs 0801020 frá 5.06.08
•5. a) 96. fundur bæjarráðs 0801020 frá 29.05.08
•6. a) 97. fundur bæjarráðs 0801020 frá 30.05.08
3f),94. fundur bæjarráðs, liður 11, 0803048 - erindi frá trúnaðarmanni KÍ í Sunnulækjarskóla, málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði. Tillaga um afgreiðslu málsins var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista, sátu hjá.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim lið sem þegar hafði verið borinn undir atkvæði og staðfestar samhljóða.
II. 0806044
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
1. Kosning forseta til eins árs.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, kjörin með 5 atkvæðum, fulltrúar D lista sátu hjá.
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar tók við stjórn fundarins.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Jón Hjartarson, V-lista, kjörinn með 5 atkvæðum, fulltrúar D lista sátu hjá.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Helg S. Haraldsson, B- lista, kjörinn með 5 atkvæðum, fulltrúar D lista sátu hjá
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
Elfa Dögg Þórðardóttir og Gylfi Þorkelsson, kjörin með 9 atkvæðum.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Snorri Finnlaugsson og Helgi S. Haraldsson, kjörnir með 9 atkvæðum.
•III. 0806044
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum
Aðalmenn: Varamenn:
Jón Hjartarson Sigrún Þorsteinsdóttir
Margrét K. Erlingsdóttir Helgi S. Haraldsson
Eyþór Arnalds Þórunn Jóna Hauksdóttir
Samþykkt samhljóða.
IV. 0806044
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:
1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson Hróðný Hauksdóttir
Bogi Karlsson Guðrún Edda Haraldsdóttir
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigurbjörg Gísladóttir
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Erlendur Daníelsson Ása Líney Sigurðardóttir
Ingunn Sigurjónsdóttir Gunnar Gunnarsson
Valey Guðmundsdóttir Ólafur Bachmann Haraldsson
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Margrét Ingþórsdóttir Björg Þ. Sörensen
Ingibjörg Jóhannesdóttir Sigríður Ólafsdóttir
Ingvar Jónsson Ólafur H. Jónsson
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Björnsdóttir Kristinn Ásmundsson
Magnús Gunnarsson Gunnar Þórðarson
Valgerður Gísladóttir Ragnhildur Benediktsdóttir
5. Undirkjörstjórn 4, (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir Helga Björg Magnúsdóttir
Einar Sveinbjörnsson Guðrún J. Valdimarsdóttir
Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Kristjánsson
6. Undirkjörstjórn 5, (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Lýður Pálsson Sverrir Geirmundsson
María Gestsdóttir Anna María Tómasdóttir
Svanborg Oddsdóttir Birgir Edwald
Kjör í kjörstjórnir var samþykkt samhljóða.
V. Önnur mál:
•a) Jarðskjálftar 29. maí 2008
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
Þórunn Jóna Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, D-lista, og Jón Hjartarson, V-lista, tóku til máls.
Jón Hjartarson lagði fram tillögu að sameiginlegri bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Árborg sendir kærar kveðjur og þakkir til starfsmanna sveitarfélagsins fyrir óeigingjarnt starf í kjölfar jarðskjálftans þann 29. maí s.l.. Vinnudagar margra starfsmanna hafa verið langir síðustu tvær vikur og álag á fjölskyldur þeirra þar með orðið meira en ella. Bæjarstjórn sendir fjölskyldum starfsmanna bestu kveðjur og óskir um bjarta framtíð.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b) 0806040
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um úttekt á veitum
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu um úttekt úr hlaði:
Bæjarstjórn samþykkir að fá óháðan aðila til að gera gagngera úttekt á öflun og dreifingu neysluvatns og hitaveituvatns Árborgar. Ennfremur verði gerð úttekt á afrennslismálum.
Greinargerð
Ljóst er að grugg í neysluvatni hefur verið verulegt að undanförnu í kjölfar jarðskjálftanna. Ekki er fulljóst hvað veldur. Þá hefur borið á gruggugu neysluvatni fyrir jarðskjálftana í Árborg og er þetta því ekki í fyrsta sinn þó nú sé það í mun meira mæli.
Nokkuð hefur borið á hitavatnsskorti síðustu daga, enda er þrýstingur á heitavatnskerfinu lágur. Telja má líklegt að tap í kerfinu hafi aukist í jarðskjálftunum, en það var talsvert fyrir. Á síðastliðnum vetri varð alvarlegur hitavatnsskortur sem olli því að hitastig í híbýlum var fyrir neðan ásættanleg mörk. Þá þurfti að loka sundlaugunum vegna hitavatnsskorts. Afrennslismál Árborgar hafa ekki farið varhluta af jarðhræringunum og gildir það sama við um þann þátt veitustarfsseminnar að hennar var ábótavant fyrir skjálftana og því enn brýnni ástæða til að gera úttekt á þeim lið en ella.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Jón Hjartarson, V-lista, og Helgi Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Miðað við umræður fundarins er bæjarstjórn sammála um að öflun og dreifing neysluvatns og hitaveituvatns hefur ekki verið eins og best verðu á kosið nú um nokkra hríð, né hafa afrennslismál verið í lagi. Íbúar Árborgar hafa reynt þetta á eigin skinni bæði fyrir og eftir jarðskjálftann 29. Maí sl. Neysluvatn, hitaveita og frárennsli eru grunnþjónustu þættir sveitarfélaga.
Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Vatnsveita Selfoss hefur þjónað íbúum vel og oftast hefur verið nægt vatn til miðlunar. Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar athuganir á möguleikum vatnsveitunnar á að afla meira vatns og jafnframt að nýta vatnið betur. Ástæða er til að ætla að veitan muni geta þjónað byggðinni enn betur í framtíðinni. Næsta haust verður tekin í notkun ný heitavatnshola við Ósabotna, sem gefur 50 l/sek á 90 gráðu heitu vatni. Með þessu verða Selfossveitur vel í stakk búnar til að anna svæðinu. Á síðasta ári var farið í umfangsmikla skoðun á elsta hluta fráveitukerfis sveitarfélagsins. Fyrir liggur að fara í ákveðna skoðun nú í kjölfar jarðskjálftans.
ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, hafa verið ráðgefandi við öflun vatns (bæði neysluvatns og hita) en fyrirtækið er í fremstu röð á sínu sviði hér á landi. Þá hefur Sveitarfélagið keypt þjónustu nokkurra verkfræðistofa á undanförnum mánuðum og árum í sambandi við dreifikerfi og fráveitu þar sem leitast er við að nýta sér þá sem besta þekkingu hafa til verksins. Ekki verður séð að tillaga D lista um úttekt muni bæta neinu við það sem þegar er gert og áformað á næstunni. Meirihlutinn telur því ekki ástæðu til að fara í frekari úttektir og fjárútlát af þeim ástæðum á þessu stigi málsins, þegar er stuðst við þekkingu og rannsóknir færustu aðila og strax í kjölfar jarðskjálftans þann 29. maí s.l. var málið tekið þeim tökum sem þörf var á.
c) 0806046
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um verndun Pakkhússins
Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu um verndun Pakkhússins:
"Bæjarstjórn samþykkir að falla frá öllum áformum um að gamla Pakkhúsið víki."
Greinargerð: Mikilvægt er að eyða óvissu um framtíð Pakkhússins sem nú hýsir Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands. Ekki hefur komið fram nýtt húsnæði fyrir stofnunina auk þess sem núverandi húsnæði er talið henta vel fyrir starfssemina. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi starf Jarðskjálftamiðstöðvar Háskólans á Selfossi og best er að tryggja það með því að eyða allri óvissu um sérhannað húsnæði það sem stofnunin nýtir.
Elfa Dögg Þórðardóttir, Eyþór Arnalds, Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Gylfi Þorkelsson, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Sú óvissa sem er um framtíð Jarðskjálftamiðstöðvar Háskóla Íslands er ólíðandi. Mikilvægt er að Jarðskjálftamiðstöðin verði áfram á Selfossi og besta leiðin til þess er að tryggja áframhaldandi veru hennar í sögufrægu húsi gamla Pakkhússins sem enn og aftur hefur sannað styrk sinn. Húsnæðið er sérhannað fyrir stofnunina.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Engin óvissa er um framtíð Pakkhússins, þegar nýtt skipulag miðbæjar á Selfossi kemur til framkvæmda á svæði Pakkhússins mun það víkja. Það hefur ekki að gera með framtíð Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Bæjaryfirvöld í Árborg munu tryggja starfseminni aðstöðu þegar að því kemur að Pakkhúsið víki og hefur það áður komið fram í fjölmiðlum og í bæjarstjórn. Háskólarektor og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar eru upplýstir um þessi áform og hefur það komið fram bæði í bréfi háskólarektors til bæjarstjóra og í fjölmiðlum s.l. sumar. Ráðrúm mun gefast til að finna starfsemi Jarðskjálftamiðstöðvar það húsnæði sem henni ber áður en að því kemur að Pakkhúsið víki. Það kann að vera að minnihlutanum þyki það við hæfi að strá fræjum óvissu meðal íbúanna um framtíð Jarðskjálftamiðstöðvarinnar hér á Selfossi nú þegar nýafstaðinn er Suðurlandsskjálfti. Meirihlutinn telur hins vegar að slíkt sé óþarft, óviðeigandi og algjörlega úr lausu lofti gripið.
Bæjarfulltrúar B, S og V lista
Gert var fundarhlé.
d) 0806047
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um áskorun um lágmörkun eigin áhættu í tjóni
Lögð var fram svohljóðandi tillaga um áskorun vegna eigin áhættu
"Bæjarstjórn skorar á stjórn Viðlagatryggingar og Viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að lágmarka eða afnema eigin áhættu sem skilgreind er í 10. gr. laga 55/1992 og í 1. og 2. mgr. 5. gr. sömu laga."
Greinargerð: Ljóst er að tjón af völdum jarðskjálftans 29. 5. 2008 er mikið á innanstokksmunum og fjöldi tjóna er mjög mikill. Ætla má að hlutfall eigin áhættu af heildartjóni verði tiltölulega hátt, auk þess sem kostnaður af nýjum kaupum innanstokksmuna verður alltaf hærri en matsverð eldri muna. Ríkisstjórn Íslands hefur gefið til kynna frekari stuðning við þá sem hlotið hafa skaða af jarðskjálftanum og er hér um að ræða færa leið sem jafnframt er jafnræðisleg.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og dró tillöguna til bak