Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.3.2007

35. fundur bæjarráðs

 

35. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 08.03.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, varaformaður
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, bæjarfulltrúi
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri, boðaði veikindaforföll.
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Formaður bæjarráðs leitaði afbrigða til að taka á dagskrá þrjú mál, varðandi lækkun virðisaukaskatts í mötuneytum, viðræður við forsvarsmenn MS og ráðningu regluvarðar. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701013
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra



frá 22.02.07

 

1a) Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Bæjarstjóra var í desember sl. falið að taka saman samsetningu biðlista aldraðra eftir húsnæði í Grænumörk. Ósk þessi var ítrekuð óformlega eftir áramót. Ég óska eftir að þessi samsetning liggi fyrir á fundi bæjarráðs í næstu viku.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Vinna við umbeðnar upplýsinga hefur verið í gangi hjá fjölskyldumiðstöð sveitarfélagsins. Niðurstöður munu liggja fyrir í næstu viku.

 

Fundargerðin staðfest.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0702070
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands



frá 22.02.07


b.


0702120
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga



frá 26.02.07


c.


0603067
Fundargerð fagráðs sérdeildar Vallaskóla



frá 13.02.07

 

2a) -liður 1, bæjarráð leggur áherslu á að leitað verði allra leiða til að koma í veg fyrir að sláturúrgangur sé urðaður beint í jörðu og hvetur stjórn Sorpstöðvarinnar og aðra sem hlut eiga að máli til að finna farsæla lausn á málinu hið fyrsta.
-liður 2, bæjarráð tekur undir áskorun Sorpstöðvar Suðurlands um að stjórnvöld finni án tafar lausn á eyðingu smitaðs úrgangs og móti framtíðarstefnu þar um á landsvísu.

 

Lagðar fram.

 

3. 0703008
Kjarasamningar kennara við sveitarfélög, staða mála -

Meirihluti bæjarráðs Árborgar óskar eftir að Launanefnd sveitarfélaga boði til fundar sem opinn verði öllum kjörnum fulltrúum sveitarfélaga til að kynna og ræða stöðu mála í kjaraviðræðum Launanefndar og Kennarasambands Íslands.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram bókun:
Í gangi eru viðræður milli Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Ég tel ótímabært að sveitarfélagið grípi inn í viðræður á viðkvæmu stigi, það er engum til góðs. Ég teldi gott ef LS upplýsti kjörna fulltrúa sveitarfélaga um gang viðræðna þegar LS þykir tímabært.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram bókun:
Meirihluti bæjarráðs hafnar þeirri fullyrðingu að bókun hans sé inngrip í kjaraviðræður. Bókunin er eðlileg beiðni um upplýsingar og viðræður við starfsnefnd sveitarfélaga.


4. 0611140
Beiðni dagmæðra á Selfossi um frágang gæsluvallarins við Dælengi -

Bæjarráð þakkar bréfið. Tryggilega mun verða gengið frá girðingu í kringum völlinn sem áfram mun þjóna hlutverki sínu sem hverfisleikvöllur.

5. 0702090
Umsögn um samgönguáætlun 2007-2018 -

Bæjarráð Árborgar lýsir ánægju sinni með þá fjárveitingu sem áætluð er til uppbyggingar Suðurlandsvegar. Bæjarráð ítrekar fyrri kröfur sínar um að Suðurlandsvegur milli Reykjavíkur og Selfoss verði fjögurra akreina vegur enda er um það algjör samstaða meðal sunnlenskra sveitarstjórnamanna.

Umferð um Suðurlandsveg hefur vaxið verulega undanfarin ár og ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Því er nauðsynlegt að framkvæmdir gangi hratt fyrir sig til að bæta öryggi vegfarenda og til að koma í veg fyrir að núverandi ástand Suðurlandsvegar hafi hamlandi áhrif á þá gríðarlegu uppbyggingu sem verið hefur á Suðurlandi undanfarin misseri. Bæjarráð leggur áherslu á að um leið og tillagan hefur verið samþykkt verði hafist handa og auglýst eftir tilboðum í samræmi við þá heimild til einkafjármögnunar sem felst í tillögunni.

Þá vill bæjarráð Árborgar taka fram að það telur algjörlega óásættanlegt að ekki sé gert ráð fyrir uppbyggingu vegar norðan byggðar á Selfossi með nýrri Ölfusárbrú fyrr en á þriðja tímabili samgönguáætlunar 2015 til 2018. Það er eindregin krafa bæjarráðs að verkefnið hefjist á árinu 2008.

6. 0702094
Umsögn um samgönguáætlun 2007-2010 -

Sjá afgreiðslu við 5. lið.

7. 0607050
Bréf Zeppelin arkitekta vegna deiliskipulags á Sigtúnsreit -

Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps um miðbæjarskipulag.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Zeppelin arkitektar fara fram á að ljúka deiliskipulagningu Sigtúnsreitar í fullu samráði við ASK arkitekta, sem eru vinningshafar í samkeppni um miðbæjarskipulag. Ég treysti því að fullt tillit verði tekið til þessarar beiðni í starfshóp um miðbæjarskipulag.


8. 0408077
Bréf Flugklúbbs Selfoss vegna framkvæmda við Selfossflugvöll -

Formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna í málinu og leggja fyrir bæjarráð.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að afla frekari gagna í málinu og leggja fyrir bæjarráð. Jafnframt vísar bæjarráð erindinu í starfshóp um framtíð Selfossflugvallar.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Þórunnar Jónu Hauksdóttur, D-lista.

Þórunn Jóna gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Eðlilegt er að mál er varða Selfossflugvöll séu rædd í starfshóp um framtíð Selfossflugvallar eins og einstökum málum er vísað í viðeigandi faghópa.

Tillaga formanns bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Þórunnar Jónu Hauksdóttur.

9. 0703028
Flutningur starfa frá MS Selfossi -

Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum MS sem fyrst vegna flutnings starfa frá starfstöð fyrirtækisins á Selfossi.

10. 0703029
Lækkun virðisaukaskatts á mat í mötuneytum -

Bæjarráð samþykkir að fela verkefnisstjóra fræðslumála að reikna út áhrif lækkunar virðisaukaskatts á matarkostnað í mötuneytum á skólavist og í leik- og grunnskólum og gera tillögu til bæjarráðs um samsvarandi lækkun til foreldra vegna þessa, fyrir 37. fund bæjarráðs. Einnig felur bæjarráð framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að ganga eftir því að tilbúinn matur sem sveitarfélagið kaupir af öðrum þjónustuaðilum lækki samsvarandi. Upplýsingar óskast lagðar fyrir bæjarráð fyrir lok mars.

11. 0703033
Ráðning regluvarðar og staðgengils skv. 26. gr. reglna nr. 987/2006 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja -

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, kt. 251070-3189, verði regluvörður og Guðlaug Sigurðardóttir, kt. 100966-3879, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, verði staðgengill regluvarðar skv. reglum nr. 987/2006 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.

12. Erindi til kynningar:

 

a) 0703001
Málþing - félagsauður sem hluti af stefnumörkun -

Til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:31

Jón Hjartarson                                    
Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir
                    
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica