35. fundur bæjarráðs
35. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Leitað var afbrigða að taka á dagskrá kauptilboð í lóðirnar Dranghóla 10 og 15. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 12. fundur haldinn 15. apríl Fundargerðin staðfest. 2. 1501028 - Fundargerð fræðslunefndar 9. fundur haldinn 15. apríl Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 3. 1502024 - Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi 11. fundur haldinn 8. apríl Fundargerðin lögð fram. 4. 1504203 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga 6. fundur haldinn 9.-10. apríl Fundargerðin lögð fram. 5. 1501157 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 240. fundur haldinn 20. apríl Fundargerðin lögð fram. Almenn afgreiðslumál 6. 1504175 - Erindi Huldu Gísladóttur, dags. 16. apríl 2015, varðandi afmörkun á skólalóð Barnaskólans á Stokkseyri og öryggismál við Löngudæl Viðar Helgason vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. 7. 1401397 - Kvörtun Jóns Lárussonar og Söndru Vachon, dags. 22. apríl 2015, vegna ónæðis af starfsemi gistiheimilis, sem stafar af því að gestir horfi inn í garðinn og taki myndir Gistiheimili (heimagisting) að Skólavöllum 7 er með gild leyfi til síns rekstrar. Bæjarráð telur að þau atvik sem athugasemdirnar lúta að séu ekki þess eðlis að gengið sé gegn grenndarrétti nágranna. 8. 1504209 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. apríl 2015, um umsögn um tækifærisleyfi - Saga Fest í Stokkseyrarseli 23. til 25. maí 2015 Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. 9. 1504099 - Kauptilboð Eðalbygginga ehf, dags. 29. apríl 2015, í lóðir að Dranghólum 10 og 15 Bæjarráð samþykkir tilboðið. Erindi til kynningar 10. 1504135 - Upplýsingar um aðalfund Veiðifélags Árnesinga Lagt fram til kynningar. 11. 1504094 - Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, skýrslan Helstu mál á vettvangi ESB 2015 Lagt fram. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir