35. fundur bæjarstjórnar
35. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010 - 2014, haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Grímur Arnarson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
a) 1201021 Fundargerð fræðslunefndar 25. fundur frá 10. október
b) 1201019 Fundargerð félagsmálanefndar 22. fundur frá 16. október
c) 113. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 25. október
2.
a) 1201020 Fundargerð framkvæmda- og veitusviðs 45. fundur frá 23. október
b) 114. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 1. nóvember
3.
a) 1201024 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 30. fundur frá 30. október
b) 115. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 8. nóvember
Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, til afgreiðslu:
- liður 8, málsnr. 1208123 – Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
- liður 12, málsnr. 1207092 – Deiliskipulagstillaga að Heilbrigðisstofnum Suðurlands, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
- liður 13, málsnr. 1207066 – Deiliskipulagstillaga að Eyrarbraut 49-57, Stokkseyri, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum.
4.
a) 1201021 Fundargerð fræðslunefndar 26. fundur frá 8. nóvember
b) 1201020 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 46. fundur frá 14. nóvember
c) 116. fundur bæjarráðs (1201001 ) frá 15. nóvember
- liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 25. október, lið 20, málsnr. 1210108 – Lyfta í íþróttahúsi Vallaskóla.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.
- liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. október, lið 1, málsnr. 1210025 – Fjárfestingaráætlun fyrir leikskóla og grunnskóla.
- liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 23. október, málsnr. 1207083 – Fjárfestingaráætlun 2013.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
- liður 3 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. nóvember, lið 2, málsnr. 1202238 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss og lið 3, málsnr. 1210175 - Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar – liður 8, málsnr. 1208123 -
Tillaga að deiliskipulagi Austurvegar milli Rauðholts og Langholts. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar - liður 12, málsnr. 1207092 – Deiliskipulagstillaga að Heilbrigðisstofnum Suðurlands, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar - liður 13, málsnr. 1207066 – Deiliskipulagstillaga að Eyrarbraut 49-57, Stokkseyri, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 4 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember, lið 1, málsnr. 1201021 – Fundargerð fræðslunefndar, niðurstöður úr samræmdum prófum.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 14. nóvember, lið 1, málsnr. 1211055, - Snjómokstur í Árborg 2012-2013.
Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.
- liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, frá 14. nóvember, lið 3, málsnr. 1006066 – Selfossvirkjun.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
- liður 4 b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 14. nóvember, lið 5, málsnr. 1210108 – Lyfta í íþróttahúsi Vallaskóla.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
- liður 4 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember, lið 9, málsnr. 1210117 – Niðurgreiðsla vegna daggæslu barna, minnisblað fræðslustjóra.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.
II. 1208139
Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2013 – síðari umræða
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Ari B. Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Grímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa D-, S- og V-lista, Helgi S. Haraldsson B-lista sat hjá.
III. 1204195
Breyting á fulltrúum D-lista í nefndum
Lagt er til að Steinunn Pálmadóttir taki sæti sem varamaður á aðalfundi SASS, aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, aðalfundi Skólaskrifstofu Suðurlands og aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, í stað Guðmundar B. Gylfasonar.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
IV. 1210118
Viðauki við fjárhagsáætlun 2012
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði viðauka við fjárhagsáætlun 2012.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.
Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:11
Eyþór Arnalds
Grímur Arnarson
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari