Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.6.2017

35. fundur bæjarstjórnar

35. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.   Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir: Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, forseti bæjarstjórnar, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð. Forseti bæjarstjórnar setti fundinn. Dagskrá: I. Fundargerðir til staðfestingar 1. a) 1701029 Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                            30. fundur       frá 10. maí https://www.arborg.is/30-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/  b) 1701027 Fundargerð fræðslunefndar                                                  32. fundur       frá 11. maí https://www.arborg.is/32-fundur-fraedslunefndar-3/ c) 111. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 18. maí             https://www.arborg.is/111-fundur-baejarrads-2/   2. a) 112. fundur bæjarráðs ( 1701003 )                                                       frá 1. júní             https://www.arborg.is/112-fundur-baejarrads-2/ 3. a) 1701024       Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa                         36. fundur       frá 7. júní       https://www.arborg.is/36-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/ b) 113. fundur bæjarráðs ( 1701003 ) frá 8. júní              https://www.arborg.is/113-fundur-baejarrads-2/ Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber fundargerð 113. fund bæjarráðs til afgreiðslu:   -          liður 11, málsnr. 1703202 - Breyting á byggingarreit bílskúrs að Hulduhól 2, Eyrarbakka, Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. 4. a) 1701024        Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar                    37. fundur          frá 13. júní Úr fundargerð 37. fundar skipulags- og byggingarnefnda til afgreiðslu: -          liður 1, málsnr. 1504330 – Deiliskipulagsbreyting að Austurvegi 39 – 41 Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin að Austurvegi 39 – 42 verði samþykkt. -          liður 1 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. maí, lið 2,  málsnr. 1705187 – 17. júní hátíðarhöldin 2017. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, Eyrún Magnúsdóttir, Æ-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.   -          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 10. maí, lið 3, málsnr. 1705175 – Hreyfivika 2017. -          liður 1b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. maí, lið 5, málsnr. 1705059 – Ályktun – nýbygging eða stækkun við leikskólann Álfheima. Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls. -          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 11. maí, lið – 1, málsnr. 1705116 – Styrkur Sprotasjóðs til Jötunheima 2017 -2018. -          liður 1 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. maí, lið 13, málsnr. 1705235 – Foreldrarölt. Ásta Stefánsdóttir tók til máls og og leitaði afbrigða að taka á dagskrá 37. fundargerð skipulags- og byggingarnefndarf frá 13. júní. Var það samþykkt samhljóða. -          liður 2 a) Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. júní, lið 14, málsnr. 1705370 – Póstþjónusta í Árborg. Ásta Stefánsdóttir, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls. -          liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. júní, lið 13, málsnr. 1705016 – Útboð á sorphirðu í Árborg. Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista,  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. -          liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. júní, lið 1, málsnr. 1704014 -  Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2017.      -          liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. júní, liður 11, málsnr. 1703202 – Breyting á byggingarreit bílskúrs að Hulduhól 2, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  -          liður 4, a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 13. júní, liður 1, málsnr. 1504330 – Deiliskipulagsbreyting að Austurvegi 39 – 41 Selfossi. Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin að Austurvegi 39 – 42 verði samþykkt með eftirfarandi svörum við athugasemdum sem tilgreind voru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar: Athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a. Samantekt athugasemda: Í athugasemdum er byggt á því að nauðsynlegt sé að mæla fyrir um í deiliskipulaginu að um verði að ræða íbúðir sem séu skilyrtar fyrir íbúa 50 ára og eldri, sérstaklega vegna fjölgunar aldraðra íbúa á Selfossi.  Þá eru gerðar athugasemdir við hátt nýtingarhlutfall bygginganna á lóðinni og of mörg bílastæði sem leiði til þess að nánast ekkert rými sé fyrir gróður. Umsögn skipulags- og bygginganefndar: Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögunni frá því að hún var fyrst auglýst til þess að koma á móts við athugasemdir íbúa í Grænumörk 2 og 2a.  Í fyrsta lagi var frá upphafi ætlun eiganda lóðar að reisa íbúðir fyrir íbúa 50 ára og eldri, athugasemd þess efnis hefur verið færð inn í greinargerð með deiliskipulagstillögunni. Farið hefur verið yfir nýtingarhlutfall lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.  Nýtingarhlutfallið er 1,08 og er það í samræmi við skilmála aðalskipulags sem mælir fyrir um nýtingarhlutfall 1-2 fyrir lóðina.  Nýtingarhlutfallið er því í neðri mörkum þess sem heimilt er skv. aðalskipulagi og getur vart verið minna. Á lóðinni er gert ráð fyrir 50 bílastæðum og fleiri bílastæðum í neðanjarðar bílageymslu þannig að stæði verði 2 á hverja íbúð.  Heildarfjöldi íbúða verður á bilinu 32-35.  Telja verður að fjöldi bílastæða á lóð sé í samræmi við það sem almennt getur talist hæfilegt þegar um er að ræða fjölbýlishús.  Þá hefur athugasemd um gróður verið sett inn á deiliskipulagsuppdrátt um að gróður verði á þaki neðanjarðarbílageymslu.  Athugasemdir Skipulagsstofnunar og umsögn Vegagerðar. Í fyrsta lagi gerði Skipulagsstofnun athugasemd við það að ekki hefði verið rökstutt sérstaklega að meira en 6 mánuðir liðu frá lokum auglýsingarfrests þar til deiliskipulag var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.  Skýringar á þeim drætti eru þær að gera þurfti breytingar á auglýstum skipulagsgögnum auk þess sem breytingar urðu á eignarhaldi á lóðinni sem tafði fyrir skipulagsferlinu. Í öðru lagi gerði Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna fyrirliggjandi umsagnar Vegagerðarinnar við samþykkt deiliskipulag.  Eftir að athugasemdir Skipulagsstofnunar bárust var haft samráð við Vegagerðina og gerðar breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagsgögnum þannig að Vegagerðin gæti fallið frá athugasemdum.  Aðkoma á lóðinni verður einungis þegar ekið er í vestur átt eftir Austurvegi og útakstur af lóðinni verður einungis til vesturs.  Breytingarnar miðast þannig við bætt umferðaröryggi. Í þriðja lagi gerði Skipulagsstofnun athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki væri gerð grein fyrir því hvaða áhrif breytt fyrirkomulag hefði á umhverfið, hvað varðar skuggavarp á íbúðalóðir við Grænumörk 2a og 3.  Þegar skipulagsgögn voru send Skipulagsstofnun fórst fyrir að senda skuggavarpsteikningar með, sem hluti af skipulagsgögnum, úr því mun verða bætt. Varðandi aðrar ábendingar um ágalla á skipulagsgögnum:  breytingar á auglýstum skipulagsgögnum hafa verið færðar inn í greinargerð, heildregin lína utan um byggingar hefur verið felld út, skilmálar um sorpskýli hafa verið sett inn í greinargerð og sorpskýli færð til, ræma milli bílastæða á lóð Austurvegs 39-41 og Grænumarkar hefur verið felld út, akstursaðkoma er ekki frá Grænumörk enda engar akstursstefnuörvar inn á lóðina frá Grænumörk og ekki verður séð annað en að í nýtingarhlutfall hafi verið reiknuð bæði A og B rými. Gunnar Egilsson, D-lista og Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt.   Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður hafði verið samþykktir.  II. 1705375 Kosning í embætti innan bæjarstjórnar til eins  
  1. Kosning forseta til eins árs.
  2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
  3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.                                  
  4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.         
  5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
 
  1. Kosning forseta til eins árs Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
  Kjartan Björnsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar þakkaði bæjarfulltrúum gott samstarf.             Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók við stjórn fundarins.   
  1. Kosning 1. varaforseta til eins árs Lagt var til að, Ari Björn Thorarensen, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
  1. Kosning 2. varaforseta til eins árs Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
  1. Kosning tveggja skrifara til eins árs   Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosin skrifarar til eins árs. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
           
  1. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs Lagt var til að Kjartan Björnsson og Ari B. Thorarensen, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.                        III.       1705375 Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 1.tl. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum:                        Lagt var til að eftirtaldir yrðu aðal- og varmenn í bæjarráði: Aðalmenn:                                                     Varamenn: Gunnar Egilsson                                            Ari Björn Thorarensen Kjartan Björnsson                                          Sandra Dís Hafþórsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir                                   Eggert Valur Guðmundsson Tillagan um aðalmenn var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 greiddum atkvæðum, Ari Björn Thorarensen sat hjá. Tillagan um varamenn var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   III. 1705375             Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. 2. tl. A-liðs 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum: 
  1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
  4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
  5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
  6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
  7. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.  Aðalmenn:                                                Varamenn: Ingimundur Sigurmundsson                Þórarinn Sólmundarson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir              Anna Ingadóttir Bogi Karlsson                                           Þórunn Jóna Hauksdóttir
       
  1. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara Aðalmenn:                                                     Varamenn: Erlendur Daníelsson                                      Þorgrímur Óli Sigurðsson Gunnar Gunnarsson                                      Hólmfríður Einarsdóttir Ólafur Bachmann Haraldsson                       Inger Schiöth
 
  1. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara Aðalmenn:                                                     Varamenn: Magnús Jóhannes Magnússon                       Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir Ingibjörg Jóhannesdóttir                               Ingveldur Guðjónsdóttir Valdemar Bragason                                       Gunnar Þorkelsson
 
  1. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara Aðalmenn:                                                     Varamenn: Elvar Ingimundarson                                     Sigríður Anna Guðjónsdóttir Hafdís Kristjánsdóttir                                   Steinunn Jónsdóttir Jónína Halldóra Jónsdóttir                            Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir                      
  2. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara Aðalmenn:                                                     Varamenn: Ingibjörg Ársælsdóttir                                   Helga Björg Magnúsdóttir Björn Harðarson                                            Bjarkar Snorrason Ragnhildur Jónsdóttir                                   Guðni Kristjánsson
 
  1. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara Aðalmenn:                                                     Varamenn: Lýður Pálsson                                                Arnar Freyr Ólafsson María Gestsdóttir                                          Þórarinn Ólafsson Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir
            Tilaga að fulltrúum í kjörstjórnir var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. IV. 1705376 Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála  Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 23. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   V. 1705376 Tillaga um að bæjarráði verði falin útfærsla fundartíma í sumar            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   VII.     1701077             Lántökur 2017, ábyrgð vegna láns Brunavarna Árnessýslu                         Ásta Stefánsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 44.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2024 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri slökkvibifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   VIII.    1706069 Breyting á lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fylgi úr hlaði breytingu á lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu.   Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:35   Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir Eyrún Björg Magnúsdóttir                                 Rósa Sif Jónsdóttir, ritari      

Þetta vefsvæði byggir á Eplica