35. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
35. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 6. júní 2012 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Bjarni Harðarson, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, tækni- og veitustjóri, Gunnar Egilsson. formaður, D-lista.
Dagskrá:
1. |
1206006 - Málefni framkvæmda- og veitustjórnar |
|
Nýr formaður,Gunnar Egilsson, boðinn velkominn til starfa. Rætt um umhverfismál í sveitarfélaginu, umræður um hverning best verði staðið að fegrun sveitarfélagsins í sumar. Tækni- og veitustjóra falið að afla gagna og ákvörðun tekin á næsta fundi. |
||
|
||
2. |
1202309 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka 2012 |
|
Varðar lið 1 og 2. Stjórnin tekur ákvörðun um breytingar á framkvæmdaröðun við skólahúsnæði á Eyrarbakka í samræmi við óskir skólastjórnenda og hverfisráðs Eyrarbakka. Varðar lið 5. Ákveðið að ráðast í lagfæringar á grjótgarði við Sjóminjasafnið skv. ábendingum hverfisráðs. Í framhaldinu verði garðhleðslur á Eyrarbakka skoðaðar í heild sinni m.t.t. lagfæringa og varðveislu. Varðar lið 6. Útboði á endurnýjun gangstéttar og götulýsingar er lokið. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum. |
||
|
||
3. |
1206007 - Víðivellir - gangstétt |
|
Stjórnin samþykkir að sækja um fjárheimild til endurnýjunar gangstétta á Víðivöllum. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 5,0 millj. Stjórnin felur tækni- og veitustjóra að kalla eftir framkvæmdaáætlun frá HS-veitum vegna allra jarðvinnuframkvæmda næstu ára í Sveitarfélaginu Árborg. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Tómas Ellert Tómasson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Bjarni Harðarson |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Gunnar Egilsson |