Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.12.2017

35. fundur íþrótta- og menningarnefndar

35. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 6. desember 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30. Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.  Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1709219 - Uppskeruhátíð ÍMÁ 2017
  Farið yfir reglugerð um kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2017 og viðbætur sem komu fram milli funda. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglugerðinni varðandi þátttöku almennings í netkosningu og er starfsmanni falið að koma því Í framkvæmd. Dagskrá hátíðarinnar liggur fyrir og mun starfsmaður vinna áfram að skipulagningu hátíðarinnar sem fer fram fim. 28.desember nk. kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1712025 - Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2017
  Rætt um hvaða félag/deild fái hvatningarverðlaun ÍMÁ árið 2017. Valið er skráð í fundargerðabók en verður tilkynnt á uppskeruhátíð ÍMÁ þann 28. des. nk. í sal FSu. Samþykkt samhljóða.
     
3.   1711179 - Styrkbeiðni - forvarnarstarf SAMAN-hópsins 2018
  Lögð fram styrkbeiðni frá Saman hópnum sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarráði. Rætt um verkefni hópsins sem hafa verið mikilvæg fyrir samfélagið sl. ár. Nefndin leggur til við bæjarráð að Sveitarfélagið Árborg styrki samtökin um 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:30 Kjartan Björnsson                              Axel Ingi Viðarsson Helga Þórey Rúnarsdóttir                  Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir Estelle Burgel                                                Guðmunda Bergsdóttir Bragi Bjarnason                    

Þetta vefsvæði byggir á Eplica