35. fundur skipulags- og byggingarnefndar
35. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 26. mars 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15.
Mætt: Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður D-lista, Ólafur H. Jónsson, varaformaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður B-lista, Grétar Zóphoníasson, nefndarmaður S-lista, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra, Birkir Pétursson, starfsmaður, Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður.
Samþykkt að taka 3, mál með afbrigðum, mál um fuglafriðland nr. 1111015, deiliskipulag Austurbyggðar nr: 1302259 og skiltamál í Sveitarfélaginu Árborg nr: 1302259.
Dagskrá:
Samþykktir byggingarfulltrúa |
||
1. |
1303199 – Byggingarleyfisumsókn um breytt innra skipulag - Hafnargata 9 |
|
Samþykkt. |
||
|
||
2. |
1303172 - Byggingarleyfisumsókn - Tjaldsvæði Eyrarbakka |
|
Samþykkt. |
||
|
||
3. |
1303134 - Byggingarleyfisumsókn fyrir dæluskúr - Austurvegur 65 |
|
Samþykkt. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
4. |
1108086 - Jafnréttisstefna Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Lögð fram og kynnt. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1205364 - Skipulagslýsing deiliskipulags miðbæjarins á Selfossi, lagðar fram umsagnir til frekari afgreiðslu frá nefndinni. |
|
Lagðar fram og kynntar umsagnir frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust. Nefndin óskar eftir því við höfunda deiliskipulagstillögunnar að fullvinna tillöguna til kynningar fyrir íbúa. |
||
|
||
6. |
0504045 - Lega Suðurlandsvegar norðan ár. Tillögur til umræðu. |
|
Farið var yfir möguleg áhrif á færslu þjóðvegarins norðan ár. |
||
|
||
7. |
1302194 - Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu að Nýjabæ 3, áður á fundi 26. febrúar sl. |
|
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi Nýjabæjar 3 úr landbúnaðarsvæði í landbúnaðar og íbúðarsvæði. Nefndin vill taka fram að allur kostnaður við skipulagsbreytinguna verður greiddur af eigendum Nýjabæjar. |
||
|
||
8. |
1303185 - Framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á rafmagnsskáp við skolpdælubrunn við Hótel Selfoss |
|
Samþykkt. |
||
|
||
9. |
1301221 - Fyrirspurn um að fjölga íbúðum að Berghólum 14-16 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist. |
|
Hjalti Jón Kjartansson, íbúi við Berghóla, vék af fundi. Lagðar fram og kynntar athugasemdir átján íbúa við Berghóla þar sem þeir leggjast gegn því að íbúðum að Berghólum 14-16 verði fjölgað úr tveim í þrjár. Á grundvelli fram kominna athugasemda hafnar skipulags- og byggingarnefnd umsókn um fjölgun lóða að Berghólum 14-16. |
||
|
||
10. |
1303095 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu og malbikun á göngustígum. |
|
Samþykkt. |
||
|
||
11. |
1302258 - Umsókn um land til leigu fyrir loðdýrabú |
|
Nefndin felst ekki á erindið þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. |
||
|
||
12. |
1302170 - Bætt aðgengi að Stað og sjóvarnargarði fyrir hjólastóla, áður á fundi 26. febrúar sl. |
|
Samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda. |
||
|
||
13. |
1302260 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Tjaldhólum 6 Selfossi |
|
Erindinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við eiganda. |
||
|
||
14. |
1303186 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Búðarstíg 21 Eyrarbakka |
|
Frestað. |
||
|
||
15. |
1303189 - Fyrirspurn um viðbyggingu (sólstofu) að Spóarima 4 Selfossi. |
|
Skipulags- byggingarfulltrúa falið að ræða við eiganda. |
||
|
||
16. |
1303213 - Fyrirspurn um byggingu húsvarðarhús á svæði Gesthúsa, Selfossi |
|
Tekið er jákvætt í erindið og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjendur um framhald málsins. |
||
|
||
17. |
1111015 - Friðlýsing landsvæða í Flóa |
|
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullvinna auglýsingu um friðland í landi Óseyrarness og Flóagaflsmýrar í Sveitarfélaginu Árborg fyrir næsta fund. |
||
|
||
18. |
1302259 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Austurbyggð |
|
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Allar kostnað, sem fellur til við deiliskipulagið, þarf landeigandi að bera. |
||
|
||
19. |
1303235 - Skiltamál í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Nefndin áréttar að leyfi þarf fyrir uppsetningu skilta í sveitarfélaginu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fjærlægja öll skilti sem ekki er leyfi fyrir. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Bárður Guðmundsson |
|
Eyþór Arnalds |
Hjalti Jón Kjartansson |
|
Ólafur H. Jónsson |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Grétar Zóphóníasson |
Snorri Baldursson |
|
Birkir Pétursson |
Ásdís Styrmisdóttir |
|
|