36. fundur félagsmálanefndar
36. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 12. janúar 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, varamaður S-lista
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritar fundargerð. Þorgrímur Óli Sigurðsson formarður óskaði eftir að nefndarmenn risu úr sætum og minntust Guðjóns Ægis Sigurjónsonar fyrrum formanns félagsmálanefndar.
Dagskrá:
•1. 0712027 - Reglur Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar um fjárhagsaðstoð
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 er lagt til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 16.15%. Það þýðir að framfærsla einstaklinga hækkar úr kr. 97.714 krónum á mánuði í 113.498 krónur. Sé miðað við hjón/fólk í sambúð hækkar framfærslan úr 156.342 krónum í 181.595 krónur. Ef fjárhagsáætlun verður samþykkt mun 1. og 2. málgrein 11. gr.reglna um fjárhagsaðstoð frá 2007 breytast frá og með 1. febrúar í eftirfarandi:
11. gr.
Grunnfjárhæð og réttur til fjárhagsaðstoðar
Fjárhagsaðstoð til einstaklings, 18 ára og eldri, getur numið allt að 113.498 kr. á mánuði, svonefnd grunnfjárhæð.
Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur numið allt að 181.595 kr. á mánuði (113.498 x 1,6). Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu.
Félagsmálanefnd samþykkir ofangreindar breytingar.
•2. 0810096 - Barnaverndarmál - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
Erindi til kynningar:
•3. 0901033 - Félagslegar leiguíbúðir - uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða
Lagt fram til kynningar
•4. 0901032 - Húsaleigubætur - uppreiknuð eignamörk
Lagt fram til kynningar
•5. 0901035 - Boð á jafnréttisþing
Lagt fram til kynningar
•6. 0901040 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra 2009
Lagt fram til kynningar
•7. 0901042 - Reglur um lögmannskostnað í barnaverndarmálum
Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Anný Ingimarsdóttir
Sæunn Ósk Harðardóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir