Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.3.2006

36. fundur Skólanefndar Árborgar

 

36. fundur Skólanefndar Árborgar  haldinn í Ráðhúsi Árborgar 22. mars 2006 kl. 17:10.

 

Mættir kjörnir fulltrúar: Margrét K. Erlingsdóttir, Elín Karlsdóttir, Gísli Skúlason, Sigríður Jensdóttir.

 

Aðrir fulltrúar: Birgir Edwald (skólastjóri), Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Sædís Ósk Harðardóttir (fltr. kennara), Rannveig Anna Jónsdóttir (fltr. foreldra), Anne Biehl Hansen (fltr. Flóahreppa), Sigurður Bjarnason.

 

Margrét setti fund. Hún byrjaði á að biðja fulltrúa foreldra afsökunar á því að fundarboð fyrir síðasta fund rataði ekki rétta leið í pósti. Einnig þakkaði Margrét viðtökurnar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, en þangað fór skólanefnd í heimsókn 9. mars sl.

 

1. Margrét kynnti fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Árborgar. Nokkuð rætt um uppeldis- og fræðslukafla stefnunnar. Hjá Margréti kom fram að æskilegt væri að gefa út bækling þar sem saman kæmi stefna sveitarfélagsins í málum er varða fjölskylduna. Nefndin lýsir sig sátta við fjölskyldustefnuna en leggur til að orðin “að öðru leyti” verði felld út í síðasta lið fjölskyldu- og fræðslumálakaflans.

 

2. Sigurður kynnti fjárhagsáætlun fyrir grunnskólana 2006, með samanburði við árin 2003-2005. Fram kom að erfitt er að bera kostnað í Árborg saman við önnur sveitarfélög þar sem ekki er alltaf ljóst hvaða kostnaðarliðir eru inni í opinberum tölum. Í grunnskólum sveitarfélagsins eru líka ólíkar aðstæður sem gera samanburð þeirra á milli erfiðan.

 

Sigurður lagði einnig fram gögn frá Eignadeild um viðhaldskostnað í grunnskólunum 2005 og áætlun 2006. Fram kom að enn er stefnt að því að setja upp biðskýli á Eyrarbakka og Stokkseyri þó þær framkvæmdir séu ekki komnar á opinbera áætlun. Nokkuð rætt um hvort ekki sé tímabært að auka fjárhagslegt sjálfstæði skólanna með því að setja þá á rammafjárlög. Sigurður taldi að nú væru að skapast aðstæður til að gera slíkt mögulegt.

 

3. Kennslukvóti. Sigurður lagi fram gögn til kynningar. Rætt á næsta fundi.

 

4. Um stærðfræðiátak í Vallaskóla, frestað til næsta fundar vegna forfalla.

 

5. Sigurður greindi frá fundahöldum vegna samstarfs grunn- og framhaldsskóla. Sigurður hefur fundað með stjórnendum í FSu. Þar eru hugmyndir um að taka valinn hóp 10. bekkinga inn í skólann um næstu áramót sem tilraunaverkefni, en enn óljóst um ýmis atrið þessu tengd, t.d. afstöðu menntamálaráðuneytis, breytingar í grunnskólunum þessu tengdar og annað slíkt. Einnig rætt um hóp nemenda í Vallaskóla sem kynni að stunda nám í völdum greinum í FSu næsta vetur, verandi enn í grunnskóla. Einnig rætt um möguleika á fjarnámi í FSu fyrir grunnskólanema.

 

6. Önnur mál
a. Byggingarmál í Sunnulækjarskóla. Margrét kynnti. Búið að bjóða út 2. áfanga hússins.

 

b. Vinnuhópur um skipan mötuneytismála í sveitarfélaginu er að störfum. Stórar breytingar ekki áætlaðar á næsta skólaári, hvað sem síðar verður.

 

c. Minnt á skóladagatöl 2006-2007 og námskrár skólanna fyrir núverandi skólaár. Birgir lagði fram námskrá fyrir Sunnulækjarskóla.

 

Næsti fundur áætlaður mánudaginn 10. apríl.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:10.

 

Gísli Skúlason, fundarritari.
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Sigríður Jensdóttir
Margrét Erlingsdóttir
Sigurður Bjarnason
Gísli Skúlason
Birgir Edwald

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica