Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.3.2007

36. fundur bæjarráðs

 

36. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 15.03.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, V-lista, formaður
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, varaformaður
Snorri Finnlaugsson D-lista, bæjarfulltrúi, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari boðaði forföll

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá upplýsingar um biðlista eftir íbúðum fyrir aldraða. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0703038
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar



frá 07.03.07


b.


0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar



frá 08.03.07

 

1b) -liður 19, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar vegna Nýja-Bæjar, lands 202077.
-liður 20, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur henni jafnframt að kanna möguleika á að endurskoða deiliskipulag vegna Heiðarvegar 2-4-6-8-10-12, í samráði við íbúa viðkomandi húsa, þar sem miðað verði við tveggja hæða byggingar með nýtingarhlutfall 0,5.
-liður 21, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að lóðir í Einarshafnarhverfi á Eyrarbakka fari í úthlutunarferil.
-liður 22, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að svæði norð-austan Dvergasteina á Stokkseyri verði deiliskipulagt sem íbúðalóðir.
-liður 23, bæjarráð samþykkir að breyta úthlutunarreglunum í samræmi við tillögu sem lögð var fram á fundi 18. janúar s.l.
-liður 24, Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun: Bæjarráð Árborgar er framkvæmdaráð sveitarfélagsins og hefur

 

lokaorð í öllum stórum framkvæmdum og fjárútlátum. Þó að afgreiðslu mála hjá nefndum sé frestað hefur það ekkert með vantraust að gera til formanna. Meirihluti bæjarráðs ber fullt traust til formanns og nefndarmanna skipulags- og byggingarnefndar og vísar bókun D-listans á bug.

 

Bæjarráð vekur athygli á því að á fundi skipulags- og byggingarnefndar var úthlutað 13 lóðum í sveitarfélaginu.

Fundargerðir staðfestar samhljóða

 

2.  Fundargerðir til kynningar:

 

 


 


 


 

 

Engar.

 

3.  0703016
Beiðni Póst- og fjarskiptastofnunar um umsögn um beiðni Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu á Stokkseyri og Eyrarbakka -

Bæjarráði þykir miður að Pósturinn skuli draga úr þjónustu í sveitarfélaginu án samráðs við bæjaryfirvöld og bendir á að aðstaða kann að vera til að sinna þessari þjónustu ef áhugi er fyrir hendi. Sveitarfélagið er reiðubúið til samvinnu um lausn málsins og óskar bæjarráð eftir viðræðum þar að lútandi.

4. 0703011
Beiðni Fræðslunets Suðurlands um áframhaldandi samstarf vegna Vísinda- og rannsóknarsjóðs FnS. -

Jón Hjartarson, V-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, kom inn á fundinn sem varamaður.

 

Bæjarráð samþykkir að framlengja samning um þetta mikilvæga verkefni til næstu 5 ára og hækka árlegt framlag úr 100 þus.kr. í 150 þus.kr.  Bæjarráð felur bæjarstjóra af ganga frá samningi í samræmi við þessa ákvörðun.

 

Jón Hjartarson kom aftur inn á fundinn að afgreiðslu málsins lokinni og Þorvaldur Guðmundsson vék af fundi.

 

5.  0703053
Áskorun Félags eldri borgara á Selfossi um aðstöðu til vistunar á dvalarheimilum í heimabyggð.

 

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Bæjarráð tekur undir áskorun félagsins og mun áfram beita sér fyrir uppbyggingu og bættri aðstöðu fyrir aldraða sem þurfa á verndaðri búsetu og hjúkrunarþjónustu að halda.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Snorri Finnlaugsson fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tek undir það sjónarmið sem fram kemur í ályktun frá aðalfundi FEB Selfossi um nauðsyn þess að stjórnvöld skapi fólki aðstöðu til vistunar á dvalarheimilum í heimabyggð, þannig að fólk þurfi ekki að leita skjóls fjarri sínum nánustu.

 

Því skora ég enn og aftur á meirihluta bæjarstjórnar Árborgar að nýta nú öll tækifæri sem bæjarstjórn eru opin til að knýja á með öðrum aðilum um stuðning ríkisins til fjölgunar búsetuúrræða fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.  Hátt í ársgömul ónýtt viljayfirlýsing við byggingaverktaka eða samstarf við ríkið vegna nokkurra hjúkrunarrýma má ekki draga úr okkur viljann til þess að knýja á um enn frekari úrbætur meðan við erum undir landsmeðaltali í framboði á vistunarmöguleikum fyrir aldraðra og eftirspurnin er knýjandi.

 

5.  Upplýsingar um biðlista eftir íbúðum fyrir aldraða lagðar fram.

 

6. Erindi til kynningar:

 

a) 0703037
Afkomutilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2006. –

 


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með atkvæði á stofnfundinum og undirriti stofnsamning f.h. sveitarfélagsins.


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08.38

Jón Hjartarson                                    
Margrét K. Erlingsdóttir
Snorri Finnlaugsson                             
Ragnheiður Hergeirsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica