36. fundur bæjarráðs
36. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 7. maí 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, boðaði forföll, Viðar Helgason, Æ-lista, boðaði forföll, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 4. lið í fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 9. apríl. Heimild til að veita forstöðumanni Héraðsskjalasafns Árnesinga heimild til að ganga frá kaupum á iðnaðarhúsnæði og aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands og 10. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
13. fundur haldinn 29. apríl | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
10. fundur haldinn 6. maí | ||
-liður 4, 1502006 tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 69. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 5, 1502005 tillaga að deiliskipulagi við Hótel Selfoss. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 6, 1504327, tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst og kynnt. -liður 7, 1407045 aðgerðaráætlun gegn hávaða. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1503251 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka | |
18. fundur haldinn 28. apríl | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
4. | 1502151 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
164. fundur haldinn 30. apríl | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
5. | 1504272 - Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna 2015 | |
Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur að sækja fundinn. | ||
6. | 1504271 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. apríl 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Tryggvagötu 18 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
7. | 1504209 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. apríl 2015, um umsögn um tækifærisleyfi - Saga Fest í Stokkseyrarseli maí 2015 | |
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. | ||
8. | 1504331 - Styrkbeiðni strengjasveitar Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. apríl 2015, vegna utanlandsferðar | |
Bæjarráð hafnar erindinu. | ||
9. | 1505048 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016 | |
Lögð var fram eftirfarandi tillaga: "Undirritaður leggur til að undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016 hefjist á reglulegum fundum fagnefnda sveitarfélagsins í maí mánuði. Fagnefndirnar leggi hver fyrir sig fram sínar áherslur og forgangsröðun verkefna í samræmi við þær stefnur og áætlanir sem unnið er eftir í hverjum málaflokki fyrir sig. Greinargerð: Því miður hefur ekki verið hefð fyrir því í Svf. Árborg að fagnefndir hafi komið að fjárhagsáætlanagerð svo neinu nemi. Fjárhagsáætlun hefur yfirleitt verið lögð fram til kynningar á nefndarfundum á síðustu metrunum og á þeim tímapunkti vinnunnar hefur ekki verið tækifæri til neinna breytinga á áætluninni. Undirritaður telur að með aukinni aðkomu fagnefnda að fjárhagsáætlunarvinnunni munum við sjá enn lýðræðislegri og vandaðri vinnubrögð við fjárhagsáætlunargerðina heldur en verið hefur. " Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-listaTillagan var samþykkt. Bæjarráð felur formönnum nefnda að setja liðinn "Fjárhagsáætlun 2016" á dagskrá nefndarfunda í maí eða júní. | ||
10. | 1501125 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa S-lista - Staðan á stofnun öldungaráðs í Sveitarfélaginu Árborg | |
Á fundi bæjarstjórnar þann 20.janúar sl. lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að stofnað yrði öldungaráð í sveitarfélaginu. Nú er komið vel á 4 mánuð frá því að tillagan leit dagsins ljós og því er eðlilegt að spyrja hvar vinnan við undirbúning að stofnun öldungaráðs sé stödd? Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.Svar: Unnið er að undirbúningi, rætt hefur verið við félög eldri borgara á Selfossi og Eyrarbakka. Á næstunni verður rætt við eldri borgara á Stokkseyri. Bæjarráð óskar eftir að endanleg tillaga um skipan ráðsins verði lögð fyrir félagsmálanefnd í sumar. | ||
11. | 1504336 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 29. apríl 2015, um umsögn - frumvarp til laga um lögræðislög, réttindi fatlaðs fólks, sviptingu lögræðis o.fl. | |
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra. | ||
12. | 1504337 - Fyrri hluti - seinni hluti Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 30. apríl 2015, um umsögn - frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, réttarstaða leigjanda og leigusölu | |
Lagt fram. | ||
13. | 1505052 - Auglýsing Ungmennafélags Íslands eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórum um að taka að sér undirbúning Unglingalandsmót UMFÍ 2018 | |
Bæjarráð óskar eftir viðræðum við HSK um að sótt verði um að halda Unglingalandsmót 2018 á Selfossi. | ||
14. | 1505054 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 4. maí 2015 um umsögn - frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta | |
Lagt fram. | ||
15. | 1505065 - Erindi menningarfulltrúa Ölfuss um að kynna nýja gönguleið, Pílagrímagöngu milli kirkna, beiðni um tilnefningu fulltrúa í verkefnisstjórn | |
Bæjarráð tilnefnir Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, til setu í verkefnisstjórninni. | ||
16. | 1504203 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2015, liður 4 í fundargerð frá 9. apríl | |
Bæjarráð Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti kaup á iðnaðarhúsnæði í Gagnheiði til að nota fyrir geymslu fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga og veitir forstöðumanni safnsins, Þorsteini Tryggva Mássyni, heimild til að rita undir kaupsamning. | ||
17. | 1505109 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf - Þekkingarnets Suðurlands 2015 | |
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að sækja fundinn. | ||
Erindi til kynningar | ||
18. | 1504308 - Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2014 | |
Lagt fram. | ||
19. | 1504247 - Hjólað í vinnuna 2015 | |
Lagt fram. Bæjarráð hvetur til þátttöku í verkefninu. | ||
20. | 1411113 – Skýrsla SASS um stöðugreiningu hjúkrunarheimila á Suðurlandi | |
Lagt fram. | ||
21. | 1502002 - Íbúafjöldi í Árborg 2015 | |
Íbúafjöldi 1. maí | ||
Íbúar eru nú 8.119 í sveitarfélaginu, en voru 8.035 um síðustu áramót. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:24.
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Eggert V. Guðmundsson | Íris Böðvarsdóttir | |
Ásta Stefánsdóttir | ||