Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.5.2015

36. fundur bæjarráðs

36. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 7. maí 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, boðaði forföll, Viðar Helgason, Æ-lista, boðaði forföll, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 4. lið í fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 9. apríl. Heimild til að veita forstöðumanni Héraðsskjalasafns Árnesinga heimild til að ganga frá kaupum á iðnaðarhúsnæði og aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands og 10. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1501031 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  13. fundur haldinn 29. apríl
  Fundargerðin staðfest.
     
2. 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  10. fundur haldinn 6. maí
  -liður 4, 1502006 tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 69.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 5, 1502005 tillaga að deiliskipulagi við Hótel Selfoss. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 6, 1504327, tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst og kynnt. -liður 7, 1407045 aðgerðaráætlun gegn hávaða. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3. 1503251 - Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka
  18. fundur haldinn 28. apríl
  Fundargerðin lögð fram.
     
4. 1502151 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
  164. fundur haldinn 30. apríl
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5. 1504272 - Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna 2015
  Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur að sækja fundinn.
     
6. 1504271 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. apríl 2015, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - heimagisting að Tryggvagötu 18
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
     
7. 1504209 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. apríl 2015, um umsögn um tækifærisleyfi - Saga Fest í Stokkseyrarseli maí 2015
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
     
8. 1504331 - Styrkbeiðni strengjasveitar Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 28. apríl 2015, vegna utanlandsferðar
  Bæjarráð hafnar erindinu.
     
9. 1505048 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga: "Undirritaður leggur til að undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2016 hefjist á reglulegum fundum fagnefnda sveitarfélagsins í maí mánuði. Fagnefndirnar leggi hver fyrir sig fram sínar áherslur og forgangsröðun verkefna í samræmi við þær stefnur og áætlanir sem unnið er eftir í hverjum málaflokki fyrir sig. Greinargerð: Því miður hefur ekki verið hefð fyrir því í Svf. Árborg að fagnefndir hafi komið að fjárhagsáætlanagerð svo neinu nemi. Fjárhagsáætlun hefur yfirleitt verið lögð fram til kynningar á nefndarfundum á síðustu metrunum og á þeim tímapunkti vinnunnar hefur ekki verið tækifæri til neinna breytinga á áætluninni. Undirritaður telur að með aukinni aðkomu fagnefnda að fjárhagsáætlunarvinnunni munum við sjá enn lýðræðislegri og vandaðri vinnubrögð við fjárhagsáætlunargerðina heldur en verið hefur. " Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-listaTillagan var samþykkt. Bæjarráð felur formönnum nefnda að setja liðinn "Fjárhagsáætlun 2016" á dagskrá nefndarfunda í maí eða júní.
     
10. 1501125 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa S-lista - Staðan á stofnun öldungaráðs í Sveitarfélaginu Árborg
  Á fundi bæjarstjórnar þann 20.janúar sl. lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að stofnað yrði öldungaráð í sveitarfélaginu. Nú er komið vel á 4 mánuð frá því að tillagan leit dagsins ljós og því er eðlilegt að spyrja hvar vinnan við undirbúning að stofnun öldungaráðs sé stödd? Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista.Svar: Unnið er að undirbúningi, rætt hefur verið við félög eldri borgara á Selfossi og Eyrarbakka. Á næstunni verður rætt við eldri borgara á Stokkseyri. Bæjarráð óskar eftir að endanleg tillaga um skipan ráðsins verði lögð fyrir félagsmálanefnd í sumar.
     
11. 1504336 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 29. apríl 2015, um umsögn - frumvarp til laga um lögræðislög, réttindi fatlaðs fólks, sviptingu lögræðis o.fl.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra.
     
12. 1504337 - Fyrri hluti  - seinni hluti Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 30. apríl 2015, um umsögn - frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, réttarstaða leigjanda og leigusölu
  Lagt fram.
     
13. 1505052 - Auglýsing Ungmennafélags Íslands eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórum um að taka að sér undirbúning Unglingalandsmót UMFÍ 2018
  Bæjarráð óskar eftir viðræðum við HSK um að sótt verði um að halda Unglingalandsmót 2018 á Selfossi.
     
14. 1505054 - Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 4. maí 2015 um umsögn - frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta
  Lagt fram.
     
15. 1505065 - Erindi menningarfulltrúa Ölfuss um að kynna nýja gönguleið, Pílagrímagöngu milli kirkna, beiðni um tilnefningu fulltrúa í verkefnisstjórn
  Bæjarráð tilnefnir Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, til setu í verkefnisstjórninni.
     
16. 1504203 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2015, liður 4 í fundargerð frá 9. apríl
  Bæjarráð Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti kaup á iðnaðarhúsnæði í Gagnheiði til að nota fyrir geymslu fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga og veitir forstöðumanni safnsins, Þorsteini Tryggva Mássyni, heimild til að rita undir kaupsamning.
     
17. 1505109 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf - Þekkingarnets Suðurlands 2015
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að sækja fundinn.
     
Erindi til kynningar
18. 1504308 - Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2014
  Lagt fram.
     
19. 1504247 - Hjólað í vinnuna 2015
  Lagt fram. Bæjarráð hvetur til þátttöku í verkefninu.
     
20. 1411113 – Skýrsla SASS um stöðugreiningu hjúkrunarheimila á Suðurlandi
  Lagt fram.
     
21. 1502002 - Íbúafjöldi í Árborg 2015
  Íbúafjöldi 1. maí
  Íbúar eru nú 8.119 í sveitarfélaginu, en voru 8.035 um síðustu áramót.
     

  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:24.

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert V. Guðmundsson   Íris Böðvarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir    
     

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica