36. fundur fræðslunefndar
36. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 12. september 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, varaformaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Hildur Bjargmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá vetraráætlun Strætó frá Eyrarbakka og Stokkseyri á Selfoss vegna kvörtunar sem hefur borist.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1303061 - Leikskóladagatal 2013-2014 |
|
Erindi frá leikskólastjóra Jötunheima um að breyta starfsdegi sem settur er mánudaginn 18. nóvember kl. 8−12. Óskað er eftir að hann verði færður til mánudagsins 25. nóvember. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1308122 - Styrkbeiðni - leikrit um umferðarfræðslu í skólum |
|
Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til fræðslunefndar sem mælir með að styrkbeiðnin verði samþykkt. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
3. |
1306038 - Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla |
|
Formaður bauð Þórdísi H. Ólafsdóttur, kennsluráðgjafa, velkomna sem kom inn á fundinn til að kynna sig, m.a. starfsreynslu og menntun. |
||
|
||
4. |
1309049 - Starfsáætlun Vallaskóla 2013-2014 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
|
|
5. |
1308056 - Upplýsingatækni og skólastarf |
|
- Minnisblað fræðslustjóra lagt fram. - Niðurstöður könnunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um upplýsingatækni í grunnskólum. Fræðslunefnd minnir á mikilvægi þess að halda áfram endurnýjun tölvubúnaðar í skólunum. |
||
|
||
6. |
1301027 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 10. september 2013 til kynningar. Þar kemur m.a. fram að margir starfsmenn leikskólanna í Árborg eru í námi, þ.e. bæði grunnnámi og framhaldsnámi. |
||
|
||
7. |
1309037 - Námskeið - Verndum þau |
|
Lagt fram til kynningar. Fræðslustjóra falið að kynna erindið og skoða nánar með leikskólastjórum og skólastjórum. |
||
|
||
8. |
1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013 |
|
Lagðar fram til kynningar. - 152. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands frá 23. ágúst 2013. - 153. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands frá 28. ágúst 2013. - Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands frá 23. ágúst 2013. |
||
|
||
9. |
1309076 - Vetraráætlun Strætó |
|
Kvörtun hefur borist til fræðslunefndar vegna tímasetninga ferða eftir hádegi frá Eyrarbakka og Stokkseyri á Selfoss. Þegar hefur verið samþykkt að gera umræddar breytingar sem óskað var eftir og taka þær gildi 15. september nk. Í kjölfarið munu ferðirnar nýtast fleiri börnum sem sækja íþróttaæfingar og tómstundastarf á Selfoss eftir að skóla lýkur. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Grímur Arnarson
Brynhildur Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Magnús J. Magnússon
Eygló Aðalsteinsdóttir
Hildur Bjargmundsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir
Þorsteinn Hjartarson