Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


12.10.2017

36. fundur fræðslunefndar

36. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 3. október 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30. Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, fulltrúi kennara Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Sandra Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra Leifur Viðarsson, fulltrúi kennara Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2.   1709223 - Starfsáætlun Jötunheima 2017-2018
  Lögð fram og fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
     
3.   1709224 - Áfalla- og slysaáætlun leikskóla í Árborg
  Áfallaáætlun leikskóla Árborgar er leiðarvísir um rétt viðbrögð við slysum og alvarlegum áföllum sem upp geta komið. Fræðslunefnd staðfestir þessa áætlun.
     
6.   1710001 - Sorpflokkun í skólum sveitarfélagsins
  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi fyrirspurn og greinargerð: 1) Hvernig er sorpflokkun háttað í skólanum? 2) Er auðvelt aðgengi að flokkunarílátum fyrir börn og starfsfólk í skólanum? 3) Hvaða markvissu skref hafa verið stigin í umhverfismálum í skólanum eins og t.d. að setja umhverfisnefnd á laggirnar, minnka plastnotkun, minnka matarsóun, draga úr sorpmyndun o.fl.? Greinargerð: Mikil vakning er í samfélaginu um mikilvægi sorpflokkunar ásamt aukinni meðvitund um neysluvenjur okkar til að draga megi sem mest úr sorpmyndun. Nú nýlega hóf Svf. Árborg að safna plasti til endurvinnslu við heimili í sveitarfélaginu og var það mikilvæg viðbót við flokkun á pappír og málmhlutum. Afar mikilvægt er að stofnanir sveitarfélagsins, sérstaklega skólarnir, gangi á undan með góðu fordæmi og leggi ríka áherslu á sorpflokkun og leiðir til að draga úr sorpmyndun til hagsbóta fyrir umhverfið.
  Fræðslustjóra falið að kalla eftir upplýsingum frá skólunum.
     
Erindi til kynningar
1.   1709225 - Skólaþjónusta Árborgar
  Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi, og Lucinda Árnadóttir, sálfræðingur, kynntu m.a. breytt verklag hjá skólaþjónustu Árborgar en með því er leitast við að efla ráðgjöf og fræðslu fyrir kennara, foreldra og nemendur og fækka um leið tímafrekum greiningum.
     
4.   1708117 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2016-2017
  Til kynningar. Birgir Edwald, skólastjóri, kynnti meginniðurstöður.
     
5.   1709222 - Umbótaáætlun Sunnulækjarskóla - maí 2017
  Birgir Edwald, skólastjóri, kynnti umbótaáætlunina en hún var unnin í tengslum við bókun 1 í kjarasamningi FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
     
7.   1708163 - Fjárhagsáætlun 2018
   
  Almenn umræða. Fræðslustjóri kynnti helstu áherslur skólastjóra leik- og grunnskóla.
     
8.   1702323 - Álfheimafréttir
  Álfheimafréttir frá september 2017 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 17. september 2017.
     
9.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurlandi
  Fundargerð undirbúningshóps frá 25. september 2017 til kynningar.
     
10.   1709252 - Forvarnir - skólaakstur sveitarfélaga
   
  Efni frá VÍS til kynningar.
     
11.     1709246 - Námskeið - Netið okkar um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun
  Ókeypis námskeiðstilboð frá SAFT til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.10
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Birgir Edwald   Kristín Eiríksdóttir
Kristín Fjóla Bergþórsd.   Málfríður Erna Samúelsd.
Sandra Guðmundsdóttir   Leifur Viðarsson
Þorsteinn Hjartarson    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica