Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.2.2018

36. fundur íþrótta- og menningarnefndar

36. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 24. janúar 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 06:30.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Guðmunda Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs  Formaður leitar afbrigða fyrir að taka mál nr. 180118. Samþykkt samhljóða og fer það inn til kynningar sem liður nr. 8. Bragi Bjarnason ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1707234 - Hönnun Sigtúnsgarðs - undirbúningur framkvæmda
  Lögð fram bókun frá bæjarráði um stofnun samráðshóps vegna hönnunar á útivistarsvæði í Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Fjölbreyttar umræður um garðinn og hvað ætti að vera í boði í honum fyrir íbúa en um er að ræða hönnun svæðisins innst í Sigtúnsgarðinum ásamt Tryggvagarði og svokölluðum Heiðarvegsróló. Lagt til að formaður nefndarinnar, Kjartan Björnsson, D-lista, verði fulltrúi nefndarinnar í hópnum. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1711059 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2018
  Farið yfir helstu hátíðir árið 2018. Lagt til að nefndin bjóði hátíðarhöldurum og öðrum áhugasömum til fundar þri. 13. febrúar kl. 18:00 í Ráðhúsi Árborgar. Einnig rætt um kynningar á helstu viðburðum og leggur nefndin til að gefið verði út viðburðadagatal og því dreift um Suðurland líkt og sl. ár. Samþykkt samhljóða.
     
3.   1612036 - Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar
  Rætt um næstu skref við endurskoðun frístundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar. Ákveðið að fundur nefndarinnar í febrúar fari í endurskoðun á stefnunni og mun starfsmaður nefndarinnar senda drög á nefndarmenn fyrir fundinn. Samþykkt samhljóða.
     
4.   1709219 - Uppskeruhátíð ÍMÁ 2017
  Rætt um fyrirkomulag uppskeruhátíðar íþrótta- og menningarnefndar og hvernig hafi gengið. Góð þátttaka var í netkosningunni og allir sammála um að halda henni áfram. Dagskrá hátíðarinnar hefur gengið vel og nefndin sér ekki ástæðu til að breyta henni sérstaklega þótt lagfæra megi ákveðna liði til að allt gangi sem best fyrir sig. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
5.   1801149 - Samstarfssamningur við Kvenfélag Selfoss
  Lagt fram til kynningar. Nefndin vill koma fram þökkum til félagsins og annarra sjálfboðaliðafélaga fyrir þeirra framlag til samfélagsins.
     
6.   1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
  Lagt fram til kynningar. Nefndinni líst vel á þær hugmyndir sem koma fram í fundargerð starfshópsins.
     
7.   1801107 - Skákdagur Íslands 2018
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   1801184 - Upplýsingagátt á heimasíðu SSÍ - umræða um kynferðisofbeldi í íþróttum
  Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og menningarnefnd fagnar umræðunni og styður heilshugar að félög innan íþrótta- og menningargeirans setji sér skýra verkferla í tengslum við kynbundið ofbeldi.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 7:50  
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Estelle Burgel
Bragi Bjarnason   Guðmunda Bergsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica