Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.5.2013

36. fundur skipulags- og byggingarnefndar

36. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2013  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15. 

Mætt: Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birkir Pétursson, starfsmaður, Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður, Ólafur Hafsteinn Jónsson, varaformaður, D-lista, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra.  

Dagskrá: 

Samþykktir byggingarfulltrúa

1.

1304363 - Umsókn um leyfi til að skipta út klæðningu á Stígprýði, Eyrargötu 4, Eyrarbakka.Umsækjandi: Arndís Reynisdóttir

 

Samþykkt.

 

   

2.

1211099 - Umsókn um leyfi fyrir fjarskiptarými í þakhúsi og loftnetasúlu á þak að Álftarima 11, Selfossi.Umsækjandi: Nova ehf

 

Samþykkt.

 

   

3.

1303186 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Búðarstíg 21, Eyrarbakka.Umsækjandi: Björgunarsveitin Björg.

 

Samþykkt.

 

   

4.

1304396 - Jákvæð umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I í Norðurheimum, Norðurgötu 4, 801Selfoss.Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi

 

Samþykkt.

 

   

5.

1304277 - Jákvæð umsögn um leyfi til reksturs veitingarstaðar í flokki I í Cafe Corazón, Austurvegi 40 B, Selfossi.Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi

 

Samþykkt.

 

   

6.

1304398 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Norðurbraut 7, Tjarnarbyggð.Umsækjandi: Arnar Elí Ágústsson

 

Samþykkt.

 

   

Almenn afgreiðslumál

7.

1205364 - Lögð fram tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi til frekari afgreiðslu frá nefndinni

 

Nefndin samþykkir að kynna deiliskipulagstillöguna almenningi og kynningin fari fram 13. maí nk. kl. 16,00 í Ráðhúsi Árborgar. Einnig leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

 

   

8.

1302218 - Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs og nágrennis ásamt athugasemdum við skipulagslýsingu. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni

 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst.

 

   

9.

1207067 - Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Árborgar vegna reiðstígs frá hesthúsahverfi á Selfossi í suðvestur að Suðurhólum. Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa á skipulagslýsingu. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting er til frekari afgreiðslu frá nefndinni.

 

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar ábendingarnar og leggur til við bæjarstjórn að hætt verði við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu.

 

   

10.

0704037 - Lögð fram tillaga að umferðarskipulagi í Árborg. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni

 

Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

 

   

11.

1110130 - Umsókn um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar undir ferðamanna- og þjónustumiðstöð. Um er að ræða 10 - 12000 m2 lóð.Umsækjandi: Gatnamót ehf

 

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að þær lóðir sem til greina koma eru annars vegar lóð upp á 4,3 ha, staðsett austan Biskupstungnabrautar og norðan Suðurlandsvegar, og hins vegar lóð upp á 6 til 8 ha, staðsett vestan áðurnefndrar lóðar. Þetta er miðað við hugmyndir Vegagerðarinnar um breytta legu Suðurlandsvegar.

 

   

12.

1111015 - Tillaga að auglýsingu um friðlýsingu Fuglafriðlands í Flóa. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni

 

Nefndin samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyfi. Umhverfisstofnun annast undirbúning friðlýsingarinnar, sbr. 1. mgr. 58.gr laga nr. 44/1999, og kynnir hana sveitarfélaginu, öðrum landeigendum og þeim sem hagsmuna eiga að gæta.

 

   

13.

1304283 - Umsókn um leyfi fyrir skilti að Austurvegi 69c Selfossi. Umsækjandi: Árfoss efh

 

Samþykkt, enda verði einungis auglýst sú starfsemi sem fram fer innan lóðar Austurvegar 69.

 

   

14.

1304282 - Umsókn um lóð fyrir grjóthögg til listsköpunar austan við Vegagerðar lóð. Umsækjandi: Lúðvík Karlsson

 

Samþykkt til eins árs.

 

   

15.

1304273 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir uppgreftri vegna ljósnets símans. Umsækjandi: TRS. ehf

 

Samþykkt.

 

   

16.

1304271 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Suðurbraut 14, Tjarnarbyggð. Fyrirspyrjandi: Jean Remi Chareyre

 

Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.

 

   

17.

1302260 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Tjaldhólum 6, Selfossi, áður á fundi 26. mars sl. Fyrirspyrjandi: Sigurður Wiium

 

Samþykkt að grenndarkynna erindið.

 

   

18.

1304348 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Háeyrarvöllum 56, Eyrarbakka. Fyrirspyrjandi: Sveitarfélagið Árborg

 

Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.

 

   

19.

1304275 - Óskað er umsagnar um rekstarleyfisumsókn um gistingu í flokki II, Heiðmörk 1a, Selfossi.    Sýslumaðurinn á Selfossi.

 

Samþykkt.

 

   

20.

1304362 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hundasleppisvæði í landi Bjarkar.Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg

 

Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

 

   

21.

1304274 - Umsókn um leyfi fyrir hænum að Ártúni 5, Selfossi. Umsækjandi: Estelle M Burgel

 

Samþykkt til eins árs, ekki leyfilegt að hafa hana.

 

   

22.

1304318 - Umsókn um leyfi til hænsnahalds að Baugstjörn 26, Selfossi, Bæjarráð vísaði umsókninni til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar. Umsækjandi:Eyrún Olsen

 

Samþykkt tileins árs, ekki leyfilegt að hafa hana.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10.20

Bárður Guðmundsson

 

Eyþór Arnalds

Hjalti Jón Kjartansson

 

Íris Böðvarsdóttir

Birkir Pétursson

 

Ásdís Styrmisdóttir

Ólafur Hafsteinn Jónsson

 

Snorri Baldursson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica