36. fundur skipulags- og byggingarnefndar
36. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15.
Mætt: Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birkir Pétursson, starfsmaður, Ásdís Styrmisdóttir, starfsmaður, Ólafur Hafsteinn Jónsson, varaformaður, D-lista, Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra.
Dagskrá:
Samþykktir byggingarfulltrúa |
||
1. |
1304363 - Umsókn um leyfi til að skipta út klæðningu á Stígprýði, Eyrargötu 4, Eyrarbakka.Umsækjandi: Arndís Reynisdóttir |
|
Samþykkt. |
||
|
||
2. |
1211099 - Umsókn um leyfi fyrir fjarskiptarými í þakhúsi og loftnetasúlu á þak að Álftarima 11, Selfossi.Umsækjandi: Nova ehf |
|
Samþykkt. |
||
|
||
3. |
1303186 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Búðarstíg 21, Eyrarbakka.Umsækjandi: Björgunarsveitin Björg. |
|
Samþykkt. |
||
|
||
4. |
1304396 - Jákvæð umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I í Norðurheimum, Norðurgötu 4, 801Selfoss.Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi |
|
Samþykkt. |
||
|
||
5. |
1304277 - Jákvæð umsögn um leyfi til reksturs veitingarstaðar í flokki I í Cafe Corazón, Austurvegi 40 B, Selfossi.Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Selfossi |
|
Samþykkt. |
||
|
||
6. |
1304398 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Norðurbraut 7, Tjarnarbyggð.Umsækjandi: Arnar Elí Ágústsson |
|
Samþykkt. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
7. |
1205364 - Lögð fram tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi til frekari afgreiðslu frá nefndinni |
|
Nefndin samþykkir að kynna deiliskipulagstillöguna almenningi og kynningin fari fram 13. maí nk. kl. 16,00 í Ráðhúsi Árborgar. Einnig leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. |
||
|
||
8. |
1302218 - Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sandvíkurseturs og nágrennis ásamt athugasemdum við skipulagslýsingu. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni |
|
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst. |
||
|
||
9. |
1207067 - Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Árborgar vegna reiðstígs frá hesthúsahverfi á Selfossi í suðvestur að Suðurhólum. Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa á skipulagslýsingu. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting er til frekari afgreiðslu frá nefndinni. |
|
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar ábendingarnar og leggur til við bæjarstjórn að hætt verði við fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu. |
||
|
||
10. |
0704037 - Lögð fram tillaga að umferðarskipulagi í Árborg. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni |
|
Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna. |
||
|
||
11. |
1110130 - Umsókn um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar undir ferðamanna- og þjónustumiðstöð. Um er að ræða 10 - 12000 m2 lóð.Umsækjandi: Gatnamót ehf |
|
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að þær lóðir sem til greina koma eru annars vegar lóð upp á 4,3 ha, staðsett austan Biskupstungnabrautar og norðan Suðurlandsvegar, og hins vegar lóð upp á 6 til 8 ha, staðsett vestan áðurnefndrar lóðar. Þetta er miðað við hugmyndir Vegagerðarinnar um breytta legu Suðurlandsvegar. |
||
|
||
12. |
1111015 - Tillaga að auglýsingu um friðlýsingu Fuglafriðlands í Flóa. Tillagan er til frekari afgreiðslu frá nefndinni |
|
Nefndin samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyfi. Umhverfisstofnun annast undirbúning friðlýsingarinnar, sbr. 1. mgr. 58.gr laga nr. 44/1999, og kynnir hana sveitarfélaginu, öðrum landeigendum og þeim sem hagsmuna eiga að gæta. |
||
|
||
13. |
1304283 - Umsókn um leyfi fyrir skilti að Austurvegi 69c Selfossi. Umsækjandi: Árfoss efh |
|
Samþykkt, enda verði einungis auglýst sú starfsemi sem fram fer innan lóðar Austurvegar 69. |
||
|
||
14. |
1304282 - Umsókn um lóð fyrir grjóthögg til listsköpunar austan við Vegagerðar lóð. Umsækjandi: Lúðvík Karlsson |
|
Samþykkt til eins árs. |
||
|
||
15. |
1304273 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir uppgreftri vegna ljósnets símans. Umsækjandi: TRS. ehf |
|
Samþykkt. |
||
|
||
16. |
1304271 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Suðurbraut 14, Tjarnarbyggð. Fyrirspyrjandi: Jean Remi Chareyre |
|
Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum. |
||
|
||
17. |
1302260 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Tjaldhólum 6, Selfossi, áður á fundi 26. mars sl. Fyrirspyrjandi: Sigurður Wiium |
|
Samþykkt að grenndarkynna erindið. |
||
|
||
18. |
1304348 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Háeyrarvöllum 56, Eyrarbakka. Fyrirspyrjandi: Sveitarfélagið Árborg |
|
Óskað er eftir fullnægjandi aðaluppdráttum. |
||
|
||
19. |
1304275 - Óskað er umsagnar um rekstarleyfisumsókn um gistingu í flokki II, Heiðmörk 1a, Selfossi. Sýslumaðurinn á Selfossi. |
|
Samþykkt. |
||
|
||
20. |
1304362 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hundasleppisvæði í landi Bjarkar.Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg |
|
Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna. |
||
|
||
21. |
1304274 - Umsókn um leyfi fyrir hænum að Ártúni 5, Selfossi. Umsækjandi: Estelle M Burgel |
|
Samþykkt til eins árs, ekki leyfilegt að hafa hana. |
||
|
||
22. |
1304318 - Umsókn um leyfi til hænsnahalds að Baugstjörn 26, Selfossi, Bæjarráð vísaði umsókninni til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar. Umsækjandi:Eyrún Olsen |
|
Samþykkt tileins árs, ekki leyfilegt að hafa hana. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10.20
Bárður Guðmundsson |
|
Eyþór Arnalds |
Hjalti Jón Kjartansson |
|
Íris Böðvarsdóttir |
Birkir Pétursson |
|
Ásdís Styrmisdóttir |
Ólafur Hafsteinn Jónsson |
|
Snorri Baldursson |