12.6.2017
36. fundur skipulags- og byggingarnefndar
36. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 7. júní 2017 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista
Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista
Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista
Ragnar Geir Brynjólfsson, nefndarmaður, B-listi
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Sveinn Ægir Birgisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi
Formaður leitaði afbrigða til að taka inn mál: Beiðni um að stofna lóð úr landi Kumbaravogs.
Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1. 1705388 - Umsókn um lóðina Hulduhól19 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Erling Gunnarsson
Samþykkt að úthluta lóðinni.
2. 1705417 - Umsókn um lóðina Hulduhól 47-49 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Leiguíbúðir Vestmanneyjum
Óskað eftir að umsækjandi leggi fram vottorð um búsforræði og skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
3. 1705413 - Umsókn um lóðina Hulduhól 59-61 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Leiguíbúðir Vestmanneyjum
Óskað eftir að umsækjandi leggi fram vottorð um búsforræði og skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
4. 1705414 - Umsókn um lóðina Hulduhól 55-57 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Leiguíbúðir Vestmanneyjum
Óskað eftir að umsækjandi leggi fram vottorð um búsforræði og skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
5. 1705415 - Umsókn um lóðina Hulduhól 39-41 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Leiguíbúðir Vestmanneyjum
Óskað eftir að umsækjandi leggi fram vottorð um búsforræði og skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
6. 1706015 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir súpuvagn inná tjaldsvæði Gesthúsa Engjavegi 56 Selfossi.
Umsækjandi: Greenkey slf
Samþykkt til sex mánaða með fyrirvara um að lagt verði fram samþykki eiganda Gesthúsa.
7. 1705411 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Suðurleið 37 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Friðfinnur Freyr Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
8. 1705372 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðara að Eyrargötu 53 Eyrarbakka.
umsækjandi: TRS ehf
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
9. 1705373 - Umsókn um leyfi fyrir hænsnahaldi að Kálfhólum 21 Selfossi.
Umsækjandi: Eyja Björk Hjaltesed
Samþykkt leyfi fyrir allt að fjórum hænum. Tekið er fram að hanahald er bannað.
10. 1705345 - Fyrirspurn um undanþágu frá deiliskipulagi vegna reksturs gistiheimilis að Eyrargötu 77 (Káragerði) Eyrarbakka.
Fyrirspyrjandi: Íslenska Lögfræðistofan
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu, samræmist ekki aðalskipulag.
11. 1703202 - Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit bílskúrs að Hulduhól 2 Eyrarbakka, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Fyrirspyrjandi: Arkadiusz Figlarski
Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
12. 1706017 - Fyrirspurn um stækkun á lóð að Furugrund 4 Selfossi.
Fyrirspyrjendur: Sveinn Þórðarson og Inger Schiöth
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu.
13. 1704198 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi að Laxabakka 4 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Umsækjandi: Helgi Jónsson
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu.
14. 1704014 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss 2017
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindin. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lögreglu breytingu á hægrireglu við Móaveg.
15. 1703300 - Fyrirspurn um stækkun á húsi að Nauthólum 26 Selfossi, áður á fundi 5. apríl sl.
Fyrirspyrjandi: Gestur Már Þráinsson
Fyrir liggur, að á lóðinni er gróðurhús á útrunnu stöðuleyfi. Óskað er eftir að lóðarhafi geri grein fyrir hver framtíðaráform hans eru varðandi gróðurhúsið. Sú viðbygging sem fyrirspurnin snýr að fellur ekki undir skipulagsskilmála lóðarinnar miðað við þau mannvirki sem á lóðinni eru.
16. 1507134 - Miðbæjarskipulag á Selfossi frá 2015
Farið var yfir stöðu mála.
17. 1705007 - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
17.1 1706004 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi fyrir heimagistingu að Suðurbraut 14 Tjarnarbyggð.
Leyfisveitandi : Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn enda um íbúðarhús í notkunarflokki 3 að ræða.
17.2 1705119 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi fyrir heimagistingu að Túngötu 8a Eyrarbakka.
Leyfisveitandi : Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn enda um íbúðarhús í notkunarflokki 3 að ræða.
17.3 1705387 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi fyrir heimagistingu að Birkivöllum 31 Selfossi.
Leyfisveitandi : Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn enda um íbúðarhús í notkunarflokki 3 að ræða.
17.4 1705371 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi fyrir heimagistingu að Tryggvagötu 4a Selfossi.
Leyfisveitandi : Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn enda um íbúðarhús í notkunarflokki 3 að ræða.
17.5 1705367 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi fyrir heimagistingu að Tjarnarmóa 2 Selfossi.
Leyfisveitandi : Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn enda um íbúðarhús í notkunarflokki 3 að ræða.
17.6 1705368 - Óskað er umsagnar um starfsleyfi fyrir fótaaðgerðarstofa að Byggðarhorni 32 801 Selfoss.
Leyfisveitandi : Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
17.7 1705234 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingarstað í flokki III Frón veitingar ehf að Eyravegi 35, Selfossi.
Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
17.8 1705366 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingarstað í flokki II Kaktus restaurant ehf að Austurvegi 22, Selfossi.
Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
17.9 1705342 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Þrastarima 13 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Þórarinn Ágúst Pálsson
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
17.10 1705109 - Fyrirspurn um byggingaráform að Birkivöllum 9 Selfossi.
Fyrirspyrjendur: Bjarki Rafn Kristjánsson og Erna Karen Óskarsdóttir
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Skipulags - og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
17.11 1705386 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun á húsnæði að Kumbaravogi Stokkseyri.
Umsækjandi: Welcome Apartments ehf
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum, byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits.
17.12 1612265 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Norðurtröð 16 Selfossi.
Umsækjandi: Ásgeir Símonarson
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
17.13 1705399 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbótum á bílskúr að Eyravegi 10 Selfossi.
Umsækjandi: Keipur ehf
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Óskað er eftir fullgildum útlitsteikningum.
17.14 1705369 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Suðurleið 3 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi:Valdimar Kjartansson
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Óskað eftir fullgildum aðaluppdráttum.
17.15 1705374 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hraunhellu 12 Selfossi.
Umsækjendur: Guðjón Smári Guðjónsson og Sylvía Karen Heimisdóttir
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt.
17.16 1705340 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Mýrarlandi 6-8 Selfossi.
umsækjandi: Vigri ehf
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt.
17.17 1705341 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir vélageymslu að Norðurgötu 16 tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Sigurður Ingvar Ólafsson
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt með fyrirvara að brugðist verði við athugasemdum.
17.18 1703315 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir hús undir bænda gistingu að Norðurbraut 13 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Logandi ehf
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Hafnað, samræmast ekki gildandi deiliskipulagi.
17.19 1705398 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Bleikjulæk 14-18 Selfossi.
Umsækjandi. Vörðufell ehf
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt.
17.20 1705397 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Bleikjulæk 10-12 Selfossi.
Umsækjandi. Vörðufell ehf
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt.
17.21 1705396 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Lækjarbakka 8 Selfossi.
Umsækjandi: Stefán Guðmundsson
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
17.22 1705395 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hraunhellu 17 Selfossi.
Umsækjandi: Sverrir Rúnarsson
Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
18. 1706031 - Beiðni um leyfi til að stofna lóð út úr landi Kumbaravogs
Samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Ásta Stefánsdóttir
Magnús Gíslason
Gísli Á. Jónsson
Ragnar Geir Brynjólfsson
Bárður Guðmundsson Sveinn Ægir Birgisson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson