37. fundur bæjarráðs
37. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 22.03.2007 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, B-lista, bæjarfulltrúi
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, bæjarfulltrúi
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá þrjú eftirfarandi mál: veitingu umboðs til setu á aðalfundi Eignarhaldsfélags Suðurlands, tillögu um deiliskipulag lands austan og norðan sjúkrahúss og breytingu á reglum um íþróttastyrki.
Var það samþykkt samhljóða.
Á fundinn komu gestir frá MS.
Dagskrá:
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0701055 |
|
|
b. |
0701012 |
|
c. |
0504050 |
|
1c) Bæjarráð vísar til umfjöllunar skólanefndar beiðni bygginganefndarinnar um að tekin verði afstaða til þeirrar hugmyndar þverfaglegs vinnuhóps að breyting verði gerð á aldursskiptingu nemenda milli skólahúsa á Eyrarbakka og Stokkseyri, þannig að 1. til 4. bekkur verði á Stokkseyri og 5. til 10. bekkur á Eyrarbakka.
Bæjarráð samþykkir að skólahverfi búgarðabyggðarinnar, Tjarnabyggðar, verði Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Bæjarráð frestar að taka afstöðu til þess hvort stærð kennslustofa verði miðuð við að 20 eða 25 nemendur verði í bekk og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.
2. Fundargerðir til kynningar:
0701067 |
|
|
b. |
0703085 |
|
c. |
0703084 |
|
d. |
0701073 |
|
2a) -liður 9, meirihluti bæjarráðs gerir alvarlega athugasemd við að aðalfundur SASS sé ráðgerður á fimmtudegi og föstudegi enda sinna flestir fundarmenn sveitarstjórnarstörfum sem aukastarfi.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, benti á að láðst hefur að rita í fundargerð að hún yfirgaf fund eftir afgreiðslu 7. liðar og óskar eftir að því verði bætt inn í fundargerð.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði að hún styðji ákvörðun stjórnar SASS um fundartíma aðalfundar.
Lagðar fram.
3. 0703095
Beiðni um aðkomu sveitarfélagsins að samtökunum Ungir frumkvöðlar -
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar til umfjöllunar.
4. 0703083
Menningarsamningur Suðurlands og samstarfssamningur sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál - drög að samningum og beiðni SASS um að sveitarfélagið veiti fulltrúa sínum umboð til undirritunar -
Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samstarfssamninginn.
5. 0703094
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um að fjármunir sem sparist vegna útboðs á tryggingum verði nýttir til að halda menningarhátíðina Vor í Árborg -
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista úr hlaði:
Bæjarstjórn samþykkir að hluti af þeim sparnaði sem til varð vegna útboðs á tryggingum fyrir sveitarfélagið milli áranna 2006-2007, verði nýttir til að halda menningarhátíðina “Vor í Árborg” árið 2007. Þremur milljónum króna verði veitt í verkefnið.
Greinargerð:
Fulltrúar D-listans lýsa ánægju sinni yfir þeim sparnaði sem til varð vegna útboðs á tryggingum sveitarfélagsins sem fyrrverandi meirihluti stóð að. Ágóða slíks sparnaðar ætti að nýta til handa íbúum Árborgar og veita þremur milljónum króna til að halda þessu stóru menningarhátíð sem hefur tilheyrandi margfeldisáhrif út í samfélagið, félagsleg sem og hagræn.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa meirihluta bæjarráðs:
Meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að menningarhátíðin Vor í Árborg verði næst haldin vorið 2008, og síðan árlega, eins og sjá má í frumvarpi að 3ja ára áætlun. Undirbúningur fyrir hátíðina Vor í Árborg þarf að hefjast strax að hausti ef vel á að vera. Það var ekki gert s.l. haust meðan D listinn sat í meirihluta og fjarstæðukennt að ætla að sá tími sem nú er til stefnu nægi til að halda hátíð á borð við þá sem verið hefur undanfarin fjögur ár.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Rétt er að íbúar Árborgar njóti góðs af því þegar sparast í rekstri. Hátíðin Vor í Árborg er uppskeruhátíð menningar í sveitarfélaginu og vilji íbúa er að fella ekki hátíðina niður í ár.
Allt er hægt ef vilji er fyrir hendi og meirihlutinn ætti jafnvel að íhuga aðkomu félagasamtaka og hagsmunaaðila að verkefninu.
6. 0703051
Selfossþorrablót 2008 - beiðni Kjartans Björnssonar um afnot af íþróttahúsi o.fl. -
Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldumiðstöðvar að ræða við umsækjanda og gera bæjarráði grein fyrir niðurstöðu viðræðna.
7. 0701025
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista vegna úrræða fyrir alzheimersjúklinga í Árborg
Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista vegna úrræða fyrir alzheimersjúklinga, í Árborg
Hvaða viðræður hafa farið fram við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga (FAAS) af hendi meirihluta B-, S- og V-lista?
-Hvenær fóru viðræðurnar fram?
-Hverjir tóku þátt í viðræðunum fyrir hönd Árborgar?
-Hverjar voru niðurstöður viðræðnanna?
-Hefur verið kannað með aðkomu annarra sveitarfélaga að verkefninu?
-Hvert er áætlað að framhaldið á viðræðunum verði?
Svör verða lögð fram á næsta fundi.
8. 0703097
Fundir bæjarráðs í apríl og maí -
Bæjarráð samþykkir að fella niður fund í dymbilvikunni. Fundur í 16. viku verði föstudaginn 20. apríl og í 20. viku föstudaginn 18. maí.
9. 0703098
Ákvörðun bæjarstjórnar um fela bæjarráði að taka saman yfirlit yfir söfn og lista- og menningartengda starfsemi í Árborg -
Með vísan til ákvörðunar bæjarstjórnar frá 14. mars 2007 og 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, felur bæjarráð framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um fasteignir þar sem fram fer menningarstarfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
10. 0703096
Boðun aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja og beiðni um tilnefningu fulltrúa á fundinn -
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sinn á fundinn.
11. 0703029
Tillaga um lækkun á gjaldi fyrir mat í mötuneytum á skólavist og í leik- og grunnskólum í Árborg -
Bæjarráð samþykkir að gjald fyrir mat í mötuneytum á skólavist og í grunn- og leikskólum Árborgar lækki um 5,5%. Tillagan kemur til vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Lækkunin gildir frá 1. mars 2007.
12. 0608004
Frumvarp að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2008-2010, A- og B-hluti -
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi breytingu á frumvarpi til 3ja ára áætlunar:
Framkvæmdir vegna Fjörustígs færist af árinu 2010 til ársins 2008, samtals 35 m.kr.
Bæjarráð samþykkir framangreint og vísar áætluninni til bæjarstjórnar.
13. 0703118
Veiting umboðs vegna hluthafafundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. -
Jón Hjartarson fer með umboð til setu á fundi Eignarhaldsfélagsins í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 7. desember 2006. Varamaður hans er Helgi S. Haraldsson. Umboð þess efnis var útfyllt.
14. 0611068
Tillaga um deiliskipulag lands norðan og austan sjúkrahúss - áður frestað -
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar frá 28.02.07 um auglýsingu deiliskipulags lands norðan og austan sjúkrahúss með þeirri breytingu sem gerð hefur verið á tillögunni vegna vegtengingar við Árveg vestan við Hörðuvelli á móts við hús nr. 6 við Árveg. Bæjarráð vísar til minnisblaðs um áætlaða umferðarsköpun á svæðinu og gerir kröfu um að vegtenging við Laugardælaveg verði frágengin. Bæjarráð tekur undir þann fyrirvara sem skipulags- og byggingarnefnd setti, að hlutfall opinna svæða sem fer yfir 1/3 af flatarmáli byggingarhæfra lóða ( sbr. 24 gr. laga nr. 73 frá 1997 ) skapi sveitarfélaginu ekki fjárhagsskuldbindingar.
15. 0703088
Tillaga ÍTÁ um breyttar reglur um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja -
Lögð var fram fundargerð ÍTÁ frá 22.03.07 ásamt tillögu að breytingu á 2. gr. reglna um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, þannig að 2. gr. reglnanna hljóði svo: Styrkir eru ætlaðir til sérstakra verkefna, nýbreytni í starfi, þróunarvinnu o.þ.h.
16. Erindi til kynningar:
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:32
Jón Hjartarson
Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir