37. fundur félagsmálanefndar
37. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 9. mars 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Sigrún Þorsteinsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar ritar fundagerð. Félagsmálanefnd býður Þórunni Elvu Bjarkadóttur (S) velkomna aftur til starfa en hún hefur verið í fæðingarorlofi. Einnig bíður nefndin velkomna inn í nefndina Sigrúnu Þorsteinsdóttur (v).
Dagskrá:
•1. 0412036 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, kynnti tillögur að breytingum á reglum sveitarfélagsins um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur en þær felast meðal annars í seinkun á endurnýjun umsækjenda um félagslegt leiguhúsnæði frá apríl fram í ágúst vegna þeirrar einföldu ástæðu að ekki eru allir búnir að skila inn framtali fyrir tilskyldan aprílmánuð (15.gr.). Þá er um að ræða breytingu á 19.gr. er varðar ósk íbúa um milliflutning, en við greinina bætist að komi til breyting á fjölskyldustærð getur Fjölskyldumiðstöð Árborgar óskað eftir að leigutaki flytjist í minni íbúð. Náist ekki samkomulag um flutning milli íbúða er heimilt að segja upp leiguíbúð og bjóða aðra minni. Að lokum eru tekjuviðmið hækkuð samkvæmt grunngreiðslum frá TR í matsblaði sem er í viðauka með reglunum.
Félagsmálanefnd Árborgar samþykkir tillögurnar.
•2. 0801066 - Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða, kynnti breytingar í gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg. Viðmiðunartekjur í gjaldskrá eru reiknaðar út samkvæmt grunngreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og uppfærast hér með. Ný reglugerð nr. 1216/2008 um daggjöld dvalarheimila og dagvista og húsnæðisgjald vegna viðhalds öldrunarstofnana fyrir árið 2009 tók gildi þann 1. janúar 2009 og á sama tíma féll úr gildi reglugerð nr. 1032/2004. Meðal breytinga í reglugerðinni er hækkun á dagvistunargjaldi notenda og daggjöld frá Tryggingastofnun ríkisins.
Félagsmálanefnd Árborgar samþykkir tillögurnar.
•3. 0901042 - Reglur um lögmannskostnað í barnaverndarmálum
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar kynnti tillögu að reglum um lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum. Reglur þessar eru settar samkvæmt 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Meirihluti félagsmálanefndar þau Þorgrímur Óli Sigurðsson (B), Þórunn Elva Bjarkardóttir (S) og Sigrún Þorsteinsdóttir (V) samþykkir reglurnar eins og þær koma fyrir en þau Guðmundur B. Gylfason (D) og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir (D) sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Erindi til kynningar:
•4. 0903034 - Sískráning janúar og febrúar 2009
Lagt fram til kynningar
•5. 0812021 - Smiðjan - þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð á Selfossi
Anný Ingimarsdóttir, sagði frá opnum húsnæðis að Austurvegi 36 (þar sem leikskólinn Ásheimar var til húsa. Smiðjan er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Árborgar, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Vinnumálastofnun Suðurlands, stéttarfélaga á svæðinu, Fræðslunet Suðurlands, Rauða krossins Árnesingadeildar og fleiri aðila. Tilgangur Smiðjunnar er að skapa aðstöðu og vera vettvangur fyrir fólk sem leita nýrra tækifæra og leiða í atvinnu og námi. Smiðjan tekur til starfa þriðjudaginn 10. mars nk. og verður opið þrjá daga í viku til að byrja með.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Anný Ingimarsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Þórunn E. Bjarkadóttir
Guðmundur B. Gylfason