21.5.2015
37. fundur bæjarráðs
37. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 21. maí 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1501029 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
11. fundur haldinn 6. maí |
|
Bæjarráð þakkar FEB fyrir vandaða og góða ársskýrslu. Fundargerðin staðfest.1501029 |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
2. |
1505170 - Erindi Flugklúbbs Selfoss, dags. 12. maí 2015, um framtíðaráætlun fyrir flugvöllinn á Selfossi, beiðni um skipan starfshóps |
|
Bæjarráð samþykkir að skipa Ara B. Thorarensen og Eggert Val Guðmundsson til setu í starfshópnum um framtíðarhlutverk og uppbyggingu Selfossflugvallar.1505170 |
|
|
|
3. |
1505181 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 12. maí 2015, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi- Bakki Hostel & Apartments |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.1505181 |
|
|
|
4. |
1408010 - Tillaga vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna |
|
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi: Með hliðsjón af hvatningu ríkisstjórnar Íslands til vinnuveitenda, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum til að gera starfsmönnum sínum kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann 19. júní nk. vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna samþykkir bæjarráð að starfsmönnum sveitarfélagins verði veitt frí eftir hádegi þann 19. júní, eins og kostur er. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu leikskólastjóra í Árborg um að halda hátíðarfund leikskólanna í Árborg þann 19. júní, þar sem rætt verði um hvernig hægt sé að auka lýðræði í leikskólum. Fundurinn verði öllum opinn og er starfsfólk sveitarfélagsins hvatt til að taka þátt í honum eða öðrum viðburðum sem í boði verða víðs vegar um land á þessum degi.1408010 |
|
|
|
5. |
1505163 - Beiðni Auðar I. Ottesen, dags. 11. maí 2015, f.h. Sumarhússins og garðsins um leyfi fyrir umferðartakmörkunum vegna Stefnumóts við Múlatorg 2015 dagana 18. til 19. júlí nk. |
|
Bæjarráð samþykkir lokun á Fossheiði frá hringtorgi að gatnamótum Fossheiðar og Gagnheiðar frá kl. 11-17 dagana 18. og 19. júlí nk. með þeim fyrirvara að fyrir liggi skriflegt samþykki rekstaraðila og nágranna.1505163 |
|
|
|
6. |
1504009 - Rekstraryfirlit fyrir janúar til mars 2015 |
|
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, kom inn á fundinn. Yfirlitið var lagt fram. |
|
|
|
7. |
1409093 - Svar við bréfi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga |
|
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, kom inn á fundinn. Bæjarráð felur henni að senda svarbréf til nefndarinnar. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
8. |
1505131 - Kynning Rafals ehf, dags. 5. maí 2015, á hönnun og uppbyggingu ljósleiðaraneta |
|
Lagt fram.1505131 |
|
|
|
9. |
1505141 - Orlof húsmæðra 2014, skýrsla um orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu fyrir árið 2014 |
|
Lagt fram.1505141 |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:35
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Viðar Helgason |
|
Rósa Sif Jónsdóttir |