37. fundur bæjarstjórnar
37. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða að taka á dagskrá kosningu varamanns á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og einnig kosningu fulltrúa í hverfisráð Eyrarbakka. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1.
a) 1201019
Fundargerð félagsmálanefndar 23. fundur frá 5. desember
b) 1201020
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 48. fundur frá 5. desember
c) 120. fundur bæjarráðS ( 1201001 ) frá 13. desember
2.
a) 1201022
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 11. fundur frá 10. desember
b) 1201021
Fundargerð fræðslunefndar 27. fundur frá 13. desember
c) 121. fundur bæjarráðs ( 1201001 ) frá 20. desember
3.
a) 1201024
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 32. fundur frá 21. desember
b) 1201019
Fundargerð félagsmálanefndar 24. fundur frá 19. desember
c ) 122. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 10. janúar
- liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 13. desember, lið 7, málsnr. 1212026 – Reglur um afslátt til nýsköpunarfyrirtækja vegna orkunotkunar.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
- liður 2 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. desember, lið 1, málsnr. 1211068 – Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2012
- liður 2 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 10. desember, lið 3, málsnr. 1212038 – Yfirbygging yfir KSÍ sparkvelli.
Kjartan Björnsson, D-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
- liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 20. desember, lið 12, málsnr. 1210015 – Erindi frá vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
- liður 2 b) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 13. desember, lið 1, málsnr. 1208041 – Vinnuhópur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla í Árborg.
Eggert Valdur Guðmundsson, S-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.
- liður 2 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, lið 7, málsnr. 1110006 – Endurskoðun – starfsmannastefna Árborgar.
- liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 20. desember – liður 11, málsnr. 1212091 – Kaup á Álftarima 2 og Gagnheiði 39. Lagt er til að ákvörðun bæjarráðs um kaup á fasteignunum verði staðfest ásamt lántöku að fjárhæð kr. 89.850.000.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, lið 2, málsnr. 1201019 – Fundargerð félagsmálanefndar.
Eyþór Arnalds, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.
- liður 3 c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, lið 5, málsnr. 1201041 – Beiðni Kaþólsku kirkjunnar um úthlutun lóðar, svonefnds sýslumannstúns.
Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur.
II. 1301020
Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar
Gunnar Egilsson tók til máls.
Ari Björn Thorarensen lagði til að þessu máli verði frestað og vísað til framkvæmda- og veitustjórnar og skipulags- og byggarnefndar til umsagnar.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
III. 1301051
Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar
Ari Björn Thorarensen tók til máls og lagði til að þessu máli verði frestað og vísað til íþrótta- og menningarnefndar til umsagnar.
Kjartan Björnsson, D-lista, og Helgi S.Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
IV. 1111075
Skipan fulltrúa D-lista í starfshóp um skipulag mjólkurbúshverfis
Lagt er til að Eyþór Arnalds taki sæti í starfshópi um skipulag mjólkurbúshverfisins í stað Elfu Daggar Þórðardóttur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
V. 1301016
Lántaka fyrir Listasafn Árnesinga
Ari Björn Thorarensen gerði grein fyrir erindinu.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Listasafns Árnesinga, kt. 511076-0729, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.500.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt, sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga sem er eigandi Listasafns Árnesinga. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að að endurfjármagna óhagstæðari lán sem tekin voru árið 2003 til að fjármagna húsnæði listasafnsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórnin samþykkir jafnframt að eignarhald að Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila á meðan lánið er ekki að fullu greitt.
Fari svo að Árborg framselji eignarhlut í Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt: 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
VI. 1201103
Breyting á fulltrúum í hverfisráði Eyrarbakka
Lagt er til að Guðlaug Einarsdóttir komi í stað Þórs Hagalín og að Ívar Örn Gíslason verði aðalmaður í stað Örnu Aspar Magnúsdóttur og Siggeir Ingólfsson verði varamaður. Lagt er til að Arnar Freyr Ólafsson verði formaður í stað Þórs Hagalín.
Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
VII. 1301099
Kosning varamanns á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt er til að Þórdís Erla Sigurðardóttir verði varamaður í stað Söndru Dísar Hafþórsdóttur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15
Eyþór Arnalds
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari