Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.11.2017

37. fundur fræðslunefndar

37. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. nóvember 2017 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Guðrún Þóranna Jónsdóttir, nefndarmaður, B-lista Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, varamaður, S-lista Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra Kristrún Hafliðadóttir, fulltrúi leikskólastjóra Haukur Gíslason, fulltrúi kennara Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Sandra Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.    1711003 - Reglur um þjónustu frístundaheimila Sveitarfélagsins Árborgar
  Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, kynnti reglurnar sem eru afrakstur af vinnu samstarfshóps. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarráðs en samþykkir að taka út d lið í 4. kafla. Einnig þarf að bæta inn fjölda undirbúningstíma hjá forstöðumönnum sem ekki eru í 100% stöðuhlutfalli og að lagfæra lítillega kaflann um innheimtu dvalargjalda.
     
2.   1711010 - Starfsáætlun Brimvers/Æskukots 2017-2018
  Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
     
Erindi til kynningar
3.   1701014 - Samstarfsfundur leikskólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 3. október 2017 til kynningar.
     
4.   1701099 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 18. október 2017 til kynningar.
     
5.   1708171 - Lærum saman - heimanámsaðstoð í Árborg
  Fundargerð frá 26. október 2017 til kynningar.
     
6.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Fundargerð frá 30. október 2017 til kynningar.
     
7.   1710071 - Ytra mat á leikskólum árið 2018
  Samþykkt að sækja um ytra mat á leikskólanum Hulduheimum. Áhugi er til staðar hjá leikskólastjóra og foreldraráði.
     
8.   1702314 - Foreldraráð Árbæjar
  Fundargerð frá 30. október 2017 til kynningar.
     
9.   1711008 - Ársskýrsla Álfheima 2016-2017
  Til kynningar.
     
10.   1710175 - Fræðslufundur - Hvernig líður börnunum okkar?
  Auglýsing til kynningar en fundurinn var haldinn í gær. Fundurinn var góður og mæting ágæt.
     
11.   1710118 - Ráðstefna - læsi í leik- og grunnskólum
  Auglýsing til kynningar.
     
12.     1711017 - Lokaskýrsla Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla á íslensku (ísl. þýðing)
  Til kynningar.
     
13.   1710059 - Skólaþing sveitarfélaga 2017
  Til kynningar en þingið var afar vel heppnað. Hægt er að nálgast erindin á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
     
14.   1711018 - Fréttabréf Erasmus+
  Til kynningar. Á 30 ára afmælishátíð Erasmus 8. nóvember sl. fékk skólaþjónusta Árborgar gæðaviðurkenningu fyrir verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag í flokknum leik-, grunn- og framhaldsskólastig. Þá var verkefni ungmennaráðs Árborgar, Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi, eitt þriggja verkefna sem var tilnefnt í flokknum æskulýðsstarf. Fræðslunefnd óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju með frábæran árangur.
     
15.    1710077 - Ályktanir frá samráðsnefnd FSL 2017 - staða leikskólabarna
  Til kynningar.
     
16.   1711004 - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017
  Til kynningar.
     
17.   1710153 - Dagur gegn einelti 2017
  Til kynningar.
     
18.   1710100 - Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018
  Til kynningar.
     
    Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:45  
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Brynhildur Jónsdóttir
Guðrún Þóranna Jónsdóttir   Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir
Magnús J. Magnússon   Kristrún Hafliðadóttir
Haukur Gíslason   Málfríður Erna Samúelsd.
Sandra Guðmundsdóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Þorsteinn Hjartarson    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica