16.2.2018
37. fundur íþrótta- og menningarnefndar
37. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn mánudaginn 5. febrúar 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista
Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, nefndarmaður, S-lista
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi
Kjartan Björnsson, D-lista býður Sigríði Maríu Jónsdóttur, nýjan fulltrúa ungmennaráðs, velkomna í nefndina.
Bragi Bjarnason ritar fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1802011 - Afmælistónleikar á Vori í Árborg |
|
Kjartan Björnsson D-lista víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð fram hugmynd að afmælistónleikum í tilefni 20 ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar sem er núna í ár og 70 ára afmælis Selfoss í fyrra. Hugmyndin er að vera með afmælistónleikana í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi miðvikudaginn 18. apríl sem hluta af bæjarhátíðinni Vor í Árborg. Málið rætt og farið yfir útfærsluna og nafn á viðburðinn og nafnið "Árvakan 2018" nefnt sem hugmynd í því samhengi. Eftir umræðu leggur nefndin til við bæjarráð að fyrirliggjandi áætlun verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Kjartan Björnsson, D-lista, kemur aftur inn á fundinn. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
2. |
1802012 - Aðsókn í Sundlaugar Árborgar 2017 |
|
Lagt fram til kynningar. Fram kom að aðsókn í sundlaugar Árborgar hefur aukist milli ára en heildarfjöldi gesta í Sundhöll Selfoss var um 312 þúsund gestir á móti 280 þúsund árið 2016 og í sundlaug Stokkseyrar um 14 þúsund árið 2017 á móti 12 þúsund árið 2016. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:40
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir |
|
Estelle Burgel |
|
Bragi Bjarnason |
|