37. fundur Skólanefndar
37. fundur Skólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar 10. apríl 2006 kl. 17:00.
Mættir kjörnir fulltrúar: Margrét K. Erlingsdóttir, Elín Karlsdóttir, Gísli Skúlason, Sigríður Jensdóttir, Ari Thorarensen.
Aðrir fulltrúar: Birgir Edwald, Eyjólfur Sturlaugsson, Arndís Harpa Einarsdóttir (skólastjórar), Kristinn M. Bárðarson, Sædís Ósk Harðardóttir (fltr. kennara), Rannveig Anna Jónsdóttir (fltr. foreldra), Anne Biehl Hansen (fltr. Flóahreppa), Sigurður Bjarnason.
Margrét setti fund og stýrði honum.
1. Kennslukvótar grunnskólanna 2006-2007. Samþykkt án athugasemda.
2. Stærðfræðiátak í Vallaskóla. Eyjólfur greindi frá. Verkefn í samstarfi við Meyvant Þórólfsson. Skýrsla hefur verið gerð og á grunni hennar verða aðgerðir skipulagðar. Skólanefnd fagnar þessari vinnu og óskar starfsfólki skólans góðs gengis í henni.
3. Námskrá Sunnulækjarskóla 2005-2006 lögð fram og blessuð í bak og fyrir.
4. Tilnefning í vinnuhóp um flutning nemenda í Sunnulækjarskóla í ágúst 2007. Margrét K. Erlingsdóttir fulltrúi skólanefndar. Samþykkt samhljóða
5. Önnur mál
a. Eyjólfur vildi koma því á framfæri að sveitarstjórn markaði stefnu um það hve margir nemendur eigi að vera á hvern námsráðgjafa. Skólanefnd tekur undir þetta sjónarmið.
Fundi slitið kl. 17:50
Gísli Skúlason fundarritari
Margrét Erlingsdóttir
Sigríður Jensdóttir
Elín Karlsdóttir
Anne Biehl Hansen
Ari B. Thorarensen
Eyjólfur Sturlaugsson
Birgir Edwald
Sigurður Bjarnason
Kristinn M. Bárðarson
Sædís Óska Harðardóttir