37. fundur bæjarstjórnar
37. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson, B listi,
Helgi S. Haraldsson, B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Grímur Arnarson D listi, varamaður
Ari B. Thorarensen, D listi, varamaður
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar:
•1. a) 0801042
Fundargerð leikskólanefndar frá 20. ágúst 2008
b) 105. fundur bæjarráðs 0801020 frá 28. ágúst 2008
•2. a) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. ágúst 2008
b) 0801047
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 28. ágúst 2008
c) 106. fundur bæjarráðs 0801020 frá 4. sept. 2008
-liður 2b) fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, 5. mál, 0808094, staða mála vegna kirkjugarðs, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.
-liður 2c) 106. fundur bæjarráðs, 1. mál, 0808003, beiðni um uppsetningu blaðakassa Fréttablaðsins, málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði. Eyþór Arnalds, D-lista, Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, Ari B. Thorarensen, Grímur Arnarson, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.
Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
-liður 2c) 106. fundur bæjarráðs, 6. mál, 0808121, beiðni Félags dagforeldra á Suðurlandi um stuðning í húsnæðismálum, málið var tekið sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu í bæjarráði.
Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Grímur Arnarson, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.
Elfa Dögg lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Dagforeldrar geta þurft að taka mikla launalega áhættu þar sem oft næst ekki að fylla öll pláss. Dagforeldrar auka þjónustustig sveitarfélagsins svo um munar og því er lágmark að þeim sé veitt heimild til að funda í húsnæði sveitarfélagsins. fyrir skemmstu fóru dagforeldrar þess á leit við bæjaryfirvöld að fá flutt í Dælengi lítið aðstöðuhús til bleyjuskipta og salernisaðstöðu. Því var einnig hafnað.
Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið afgreiddir og staðfestir samhljóða.
- II. 0802091
Kosning fulltrúa í Héraðsnefnd Árnesinga
Lagt var til að eftirtaldir yrðu fulltrúar D-lista í Héraðsnefnd:
Aðalmenn: Varamenn:
Eyþór Arnalds Þórunn Jóna Hauksdóttir
Elfa Dögg Þórðardóttir Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Ari B. Thorarensen Björn Ingi Gíslason
Grímur Arnarson Jón Karl Haraldsson
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- III. Önnur mál
•a. 0709111
Skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri um greiningu á húsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, fylgdi skýrslunni úr hlaði.
Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Jón Hjartarson, V-lista, tóku til máls.
Gert var fundarhlé.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Grímur Arnarson, D-lista, tóku til máls.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Standa yfir viðræður um nýja menningaraðstöðu í miðbæ Selfoss? Við hverja eru þær viðræður?
Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti B, S og V lista þakkar skýrsluhöfundum, þeim Valtý Sigurbjarnarsyni, sérfræðingi, og Hjalta Jóhannessyni, sérfræðingi og aðstoðarforstöðumanni Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, fyrir vel unnið verk. Jafnframt er öllum þeim fjölmörgu sem þátt tóku í greiningarvinnu vegna húsnæðis fyrir lista- og menningarstarf í Árborg þakkað fyrir þeirra framlag. Skýrslan verður lögð fram í lista- og menningarnefnd í næstu viku.
Skýrsluhöfundar munu kynna niðurstöður sínar á opnum íbúafundi mánudaginn 22. september n.k. í Hótel Selfoss. Í framhaldi af þeim fundi, og með hliðsjón af nýrri menningarstefnu Árborgar, mun verða unnin aðgerðaáætlun til næstu ára um uppbyggingu og starfsemi á sviði lista- og menningar í Árborg. Vonir standa til að þrátt fyrir þungan róður í efnahagsmálum þá muni fyrstu áhrifa gæta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2009.
Meirihluti B, S og V lista.
•b. 0809043
Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um að leitað verði samstarfs við Stætó bs um að nemar fái "ókeypis" í stætó
Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi úr hlaði svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarstjórn Árborgar lýsir vilja til samstarfs við Strætó bs. þannig að þeir nemar sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og hafa lögheimili í Árborg, fái ,,ókeypis" í strætisvagna fyrirtækisins. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kanna vilja forráðamanna Strætó bs. til slíks samstarfs.
Greinagerð:
Samþykkt hefur verið að hefja strætóferðir frá Árborg til Reykjavíkur frá áramótum. Fullvíst má telja að strætóinn verði vel nýttur enda sífellt fleiri Árborgarbúar sem sækja vinnu og nám á höfuðborgarsvæðið. Sumir eru þó komnir hálfa leið á áfangastað þegar til Reykjavíkur er komið og aðrir vilja gjarna nýta sér leiðakerfi strætisvagna innan höfuðborgarsvæðis. Mikilvægt er að nemendur frá Árborg sitji við sama borð og aðrir nemendur sem búa í nágrenni Reykjavíkur og fá ,,ókeypis" í strætó.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.
Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Eins og kunnugt er þá standa viðræður nú yfir milli Árborgar, Hveragerðisbæjar og Strætó bs vegna aksturs strætisvagns milli Reykjavíkur og Selfoss. Þar er um að ræða hugmyndir um verulega niðurgreiðslu sveitarfélagsins á ferðakostnaði íbúa Árborgar á þessari leið, mest séu keypt strætókort. Farþegar sem koma frá Árborg munu, þegar til Reykjavíkur kemur, komast á skiptimiða hvert sem er innan leiðakerfis Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu og munu því ekki þurfa að borga sérstaklega í strætó þar.
Bent er á að almenningssamgöngur innan Árborgar eru að fullu greiddar af sveitarfélaginu og fá því allir farþegar frítt á þeirri leið.
Bæjarfulltrúar B, S og V lista.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05.
Jón Hjartarson
Helgi S. Haraldsson
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Eyþór Arnalds
Ari B. Thorarensen
Grímur Arnarson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari