38. fundur bæjarstjórnar
38. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 8. október 2008 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Jón Hjartarson, forseti, V listi,
Þorvaldur Guðmundsson, B listi,
Helgi S. Haraldsson, B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Eyþór Arnalds D listi,
Snorri Finnlaugsson, D listi,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D listi
Ari B. Thorarensen, D listi, varamaður
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu að yfirlýsingu um stöðu efnahags- og fjármála í landinu.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til kynningar:
•1. a) 107. fundur bæjarráðs 0801020 frá 11. sept. 2008
•2. a) 0801026
Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 11. sept. 2008
b) 0801021
Fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 11. sept. 2008
c) 108. fundur bæjarráðs 0801020 frá 18. sept. 2008
3. a) 0801034
Fundargerð félagsmálanefndar frá 8. sept. 2008
b) 0801043
Fundargerð lista- og menningarnefndar frá 18.sept. 2008
c) 0801039
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.sept. 2008
d) 109.fundur bæjarráðs 0801020 frá 25.sept. 2008
•4. a) 0801040
Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 22.sept. 2008
b) 0801042
Fundargerð leikskólanefndar frá 24.sept. 2008
c) 0801021
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 25.sept. 2008
d) 110.fundur bæjarráðs 0801020 frá 2. okt. 2008
-liður 3c, fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 0803119, framkvæmdir á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls. Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls.
-liður 4d, fundargerð bæjarráðs, 0808060, þjónustukönnun Gallup, Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
•II. Önnur mál
- a) Kosning í nefndir og ráð - ýmsar breytingar
0802093
Breyting á fulltrúum B-lista í nefndum
Lagt var til að Ingveldur Guðjónsdóttir verði aðalmaður í lista- og menningarnefnd í stað Sigrúnar Jónsdóttur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
0802092
Breyting á fulltrúum V- lista í nefndum
Lagt var til að Sigrún Þorsteinsdóttir verði aðalmaður í skólanefnd og Valgeir Bjarnason varamaður.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b) 0809163
Tillaga um stofnun Ölfusárseturs
Gylfi Þorkelsson, S-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:
Tillaga frá fulltrúum B, S og V lista.
„Bæjarstjórn Árborgar lýsir yfir áhuga á því að stofnað verði „Ölfusársetur" á Selfossi, sbr. meðfylgjandi greinargerð, og felur verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna - og menningarmála að vinna að málinu. Verkefnisstjóri leiti eftir áhugasömum aðilum og kalli þá saman til skrafs og ráðagerða með það í huga að stofna með formlegum hætti undirbúningshóp um verkefnið."
Greinargerð:
Víða um land hafa verið stofnuð „setur" og „stofur" um áhugaverð verkefni á hverjum stað. Má t.d. nefna „Geysisstofu" í Haukadal, „Heklusetur" á Leirubakka í Rangárþingi, „Saltfisksetur" í Grindavík, „Þórbergssetur" í Suðursveit, „Landnámssetur" í Borgarnesi, „Kjarvalsstofu" á Borgarfirði eystra og lengi enn væri hægt að telja. Stofnanir af þessu tagi tengjast m.a. vísindum, menningu og atvinnuuppbyggingu og skapa jákvæða ímynd fyrir viðkomandi svæði. Ölfusá er aðalkennileitið á Selfossi, og eitt magnaðasta náttúruvætti landsins. Áin tengist sveitarfélaginu, og ekki síst byggð á Selfossi, með fjölbreytilegum hætti og er ríkur þáttur í sjálfsvitund íbúanna.
Bæjarráð Árborgar hefur þegar samþykkt að vinna að uppbyggingu samfélags vísinda og menntunar á Selfossi og hafnar eru viðræður við Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands, Háskóla Íslands og fleiri stofnanir um þau mál. Til skoðunar nú er hugmynd um uppbyggingu þessa í miðbæ Selfoss. Jafnframt hafa komið fram metnaðarfullar og framsýnar hugmyndir um að tengja menningar- og listastarfsemi og upplýsinga- og ferðaþjónustu þessari uppbyggingu í miðbæ Selfoss.
Með því að stuðla að samvinnu ólíkra aðila um verkefnið „Ölfusársetur", með það í huga að láta á það reyna hvort stofnun og rekstur seturs af þessu tagi er raunhæf, styrkir bæjarstjórn þá vinnu sem þegar er hafin og lýsir vilja sínum til að efla fyrrnefnda þætti enn frekar.
Gert var fundarhlé.
Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Jón Hjartarson, V-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Tillaga þessi er samþykkt í trausti þess að ekki verði um útlagðan kostnað af hálfu sveitarfélagsins nema með formlegu samþykki bæjarráðs að ræða.
c) 0801054
Greinagerð Jóns Björnssonar um öldrunarþjónustu í Árborg
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:
Skýrsluhöfundi er þökkuð góð vinna. Í greinargerðinni og tillögum með henni koma fram mikilsverðar upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er til aldraðra í sveitarfélaginu og viðhorf þjónustunotenda og þjónustuveitenda til málanna. Þá eru settar fram ýmsar tillögur um fyrirkomulag þjónustu við aldraða til framtíðar. Framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar og verkefnisstjóra félagslegra úrræða er falið að vinna tillögu að endurskoðaðri stefnu og forgangsröðun Árborgar í málefnum aldraðra á grundvelli greinargerðar og tillagna Jóns Björnssonar og leggja fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. desember n.k.
Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Jón Hjartarson, V-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Gert var fundarhlé.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista leggja áherslu á að endurskoðun öldrunarþjónustu taki fullt tillit til þeirra efnahagslegu breytinga sem nú verða, ekki síst mögulegri skerðingu á lífeyri.
d) 0709111
Svör við fyrirspurn fulltrúa D-lista frá 37. fundi.
Lagt var fram svohljóðandi svar:
Engar formlegar viðræður hafa farið fram um byggingu menningarmiðstöðvar í miðbæ Selfoss. Í umræðum sem fram hafa farið um uppbyggingu þekkingar- og fræðaseturs í miðbæ Selfoss hefur m.a. aðkoma Héraðsbóka-, Héraðsskjalasafnsins og fleiri stofnana verði rædd í tengslum við menningarstarfsemi. Það er skoðun meirihluta bæjarstjórnar að uppbygging af þessu tagi í miðbæ Selfoss myndi styrkja sveitarfélagið, bæði út á við og innviði þess.
- e) 0810033
Yfirlýsing vegna stöðu efnahags- og fjármála í landinu
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Á þeim erfiðu tímum sem nú eru vegna alvarlegrar stöðu í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar og vegna þeirra áhrifa sem það hefur á atvinnulíf og lífskjör í landinu þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að sveitarfélög og ríki standi vörð um samfélagsleg gildi, atvinnuvegi og velferð íbúanna. Sveitarfélögin eru stærsti vinnuveitandi landsins á eftir ríkinu og bera uppi stóran hluta velferðarþjónustu hins opinbera og því er nauðsynlegt að rekstur þeirra verði tryggður við þessar aðstæður.
Bæjarstjórn Árborgar mun standa vörð um velferð og réttlæti og leggja áherslu á að grunnþjónusta við íbúana skerðist ekki. Leitað verður allra leiða til að komast hjá hækkun þjónustugjalda vegna velferðarþjónustu. Strax verður leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði og ekki verður um nýráðningar að ræða hjá sveitarfélaginu nema í undantekningartilvikum og til að veita grunnþjónustu. Vegna mikils óvissuástands í efnahagsmálum hefur verið hægt á framkvæmdum og ekki verður hjá því komist að endurskoða framkvæmdaáætlanir sveitarfélagsins í ljósi breyttra aðstæðna. Leitað verður allra leiða til að sveitarfélagið geti staðið fyrir þeirri uppbyggingu og viðhaldi eigna og umhverfis sem nauðsynleg er til að halda megi úti lögbundinni þjónustu. Þegar er hafin vinna á vegum sveitarfélagsins vegna þessara aðstæðna og verða upplýsingar lagðar fyrir bæjarráð jafnóðum.
Nauðsynlegt er að aðilar s.s. sveitarfélög, ríkið, fulltrúar launþega og atvinnurekenda leggi sig fram um að halda atvinnulífinu gangandi og mun Sveitarfélagið Árborg leggja sitt af mörkum í slíkri vinnu.
Bæjarstjórn Árborgar lítur á það sem eitt af brýnustu verkefnum sínum næstu misserin að standa vörð um góða velferðar- og félagsþjónustu svo samfélagið beri sem minnstan skaða af þeim áföllum sem nú ríða yfir.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Jón Hjartarson, V-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, og Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. .19:05
Jón Hjartarson
Helgi S. Haraldsson
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Eyþór Arnalds
Ari B. Thorarensen
Snorri Finnlaugsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari