Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.5.2006

38. fundur Skólanefndar

 

38. fundur Skólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar 23. maí  2006 kl. 15:00.

 

Mættir kjörnir fulltrúar: Margrét K. Erlingsdóttir, Elín Karlsdóttir, Sandra D. Gunnarsdóttir, Sigríður Jensdóttir, Ari Thorarensen.

 

Aðrir fulltrúar: Birgir Edwald,  Kristinn M. Bárðarson ( fulltr. kennara ), Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir (fltr. kennara), Rannveig Anna Jónsdóttir (fltr. foreldra), Anne Biehl Hansen (fltr. Flóahreppa), Sigurður Bjarnason ritaði fundargerð.

 

Margrét setti fund og stýrði honum.

 

1. Umsögn um ráðningu skólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Umsóknir bárust frá eftirtöldum:
Daða Ingimundarsyni Dælengi 6  Selfossi
Böðvari Bjarka Þorsteinssyni, Álftarima 10. 800 Selfossi
Elísabetu Jóhannsdóttir, Bitru 801 Selfossi.

Skólanefnd samþykkti samhljóða að mæla með Daða Ingimundarsyni.
Sandra D. Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

2. Skóladagatöl skólanna.
Skólanefnd samþykkir skóladagatölin samhljóða.

 

3. Önnur mál
Úthlutun úr menningarsjóði barna.

Sjóðnum bárust tvær umsóknir og var Byggðasafni Árnesinga veittar kr.600.000,- til að taka á móti börnum úr leik- og grunnskólum í Árborg á aldrinum 5- 16 ára.

 

Bréf frá skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Formaður skólanefndar þakkaði nefndarmönnum gott samstarf  á kjörtímabilinu.

 

Fundi slitið kl. 16:00

Margrét K. Erlingsdóttir                    
Birgir Edwald
Elín Karlsdóttir                                 
Kristinn M. Bárðarson
Sandra D. Gunnarsdóttir                    
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir
Sigríður Jensdóttir                             
Rannveig Anna Jónsdóttir
Ari Thorarensen                                 
Anne Biehl Hansen
Sigurður Bjarnason


Þetta vefsvæði byggir á Eplica