Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.3.2007

38. fundur bæjarráðs

 

38. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 29.03.2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni bæjarráðs Ölfuss um skipan í starfshóp um hönnun Suðurlandsvegar. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0701062
Fundargerð leikskólanefndar



frá 21.03.07


b.


0701013
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra



frá 21.03.07


c.


0701118
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar



frá 21.03.07


d.


0701068
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar



frá 22.03.07

 

1a) -liður 2, bæjarráð samþykkir tillögu leikskólanefndar um að leikskólar Árborgar verði lokaðir 21. september n.k. vegna haustþings.
-liður 3i, Bókun frá meirihluta bæjarráðs: þegar er hafin vinna við endurskoðun til lækkunar á gjaldskrá leikskóla, þar sem systkinaafsláttur verður m.a. aukinn og er niðurstöðu að vænta fyrir lok apríl mánaðar.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Það er ánægjulegt að fyrirspurn fulltrúa D-lista í leikskólanefnd sé til þess að fólk er nú upplýst um að endurskoðun er hafin. Leikskólanefnd var ekki kunnugt um það á fundi sínum 21.3.

 

1b) -afgreiðslu frestað til næsta fundar þar sem fundargögn fylgdu ekki fundarboði.

 

1c) -liður 4, bæjarráð þakkar Grími Hergeirssyni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

1d) -liður 11, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, víkur af fundi vegna vanhæfis. Afgreiðsla byggingarnefndar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Margrét kom inn á fundinn að afgreiðslu lokinni.
-liður 7, bæjarráð staðfestir landskipti úr landi Litlu-Sandvíkur.
-liður 15, bæjarráð staðfestir landskipti út úr jörðinni Kaldaðarnesi, landnr. 166189.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0701126
Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands



frá 02.03.07


b.


0604007
Fundargerð stjórnar Leigubústaða Árborgar ehf.



frá 06.03.07

 

Lagðar fram.

 

3. 0703029
Beiðni framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar um frest til 12. apríl til að svara erindi bæjarráðs varðandi verð á aðkeyptum mat í tilefni af lækkun virðisaukaskatts af matvælum -

Bæjarráð veitir umbeðinn frest.

4. 0703150
Erindi stjórnar Leigubústaða Árborgar um viðgerðir og viðhald að Háengi 8-14

Lagt var til að bæjarráð tæki undir niðurstöðu stjórnar Leigubústaða Árborgar ehf um útfærslu á viðgerð á Háengi 8-14.
Var það samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa B- og V-lista.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, situr hjá.
Bæjarfulltrúi D-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja strax setja í söluferli þær níu íbúðir sem áætlað var að selja, sérstaklega þar sem íbúar nokkurra félagslegra íbúða hafa lýst vilja til að kaupa þær. Einnig vegna þess að í tíð fyrrverandi meirihluta voru teknar upp sérstakar húsaleigubætur og u.þ.b. 1/3 þeirra sem er á biðlista eftir félagslegu húsnæði á rétt á sérstöku húsaleigubótunum. Þess vegna er ekki rétt að þeir sem þiggja bæturnar séu á biðlista eftir félagslegu húsnæði, á þeim lista eiga að vera þeir sem eru í brýnni þörf. Einnig má nefna að í eigu Leigubústaða Árborgar eru yfir 100 félagslegar íbúðir. Vegna þessa vilja bæjarfulltrúar D-lista selja fleiri félagslegar íbúðir á árinu. Þar sem ekki er vilji til þess hjá meirihlutanum er nauðsynlegt fyrir Leigubústaði Árborgar að fara í viðgerðir á Háengi 8-14 sem er áætlað að kosti nærri 70 milljónum. Vegna þessa sit ég hjá.

Meirihluti bæjarráðs lagði fram svohljóðandi bókun:
Bókun bæjarfulltrúa D lista endurspeglar skilningsleysi á aðstæðum fólks sem býr við erfiðar aðstæður. Félagslegar leiguíbúðir í sveitarfélaginu eru 75, auk þess eru leiguíbúðir og kaupleiguíbúðir fyrir aldraða 39. Fulltrúi D lista vill þegar selja níu íbúðir og fleiri á árinu þrátt fyrir að í þessum íbúðum búi nú fólk sem uppfyllir öll skilyrði til þess.

Bent er á að fyrir liggja biðlistar vegna félagslegs leiguhúsnæðis, jafnt almennra íbúða sem íbúða fyrir aldraða. Forsenda þess að eiga umsókn um slíkt húsnæði er að viðkomandi búi við erfiðar fjárhagslegar aðstæður. Meirihluti bæjarráðs lýsir undrun yfir þeirri vanvirðingu gagnvart velferðarþjónustu í Árborg sem fram kemur í bókun fulltrúa D lista. Sveitarfélagið leggur metnað sinn í að húsnæði á þess vegum sé í góðu ástandi og vel við haldið og á það jafnt við um leiguíbúðir sem annað húsnæði.

5. 0701150
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um samstarf sveitarfélagsins við 2BCompany um hátíðina Árborg 2007 -

Fyrirspurninni verður svarað á næsta fundi.

6. 0408077
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um framkvæmdir við Selfossflugvöll -

Fyrirspurninni verður svarað á næsta fundi.

7. 00100050
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um stækkun núverandi kirkjugarðs á Selfossi -

Fyrirspurninni verður svarað á næsta fundi.

8. 0703155
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um fund Primordia ráðgjafar um háskólanám á Suðurlandi -

Fyrirspurninni verður svarað á næsta fundi.

9. 0607065
Bréf HSK um Landsmót UMFÍ 2012 og uppbyggingu íþróttamannvirkja -

Erindi HSK var lagt fram.

Bæjarfulltrúi D-lista, Þórunn Jóna Hauksdóttir, lagði fram svohljóðandi bókun:
Eðlilegt er að íþrótta- og tómstundanefnd og starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja séu upplýstir um vilja HSK til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossi fyrir landsmót UMFÍ 2012. Tillaga 85. héraðsþings HSK vekur sérstaka ánægju hjá bæjarfulltrúa D-lista af einföldum ástæðum: Fyrir sveitastjórnakosningar sl. vor lögðu frambjóðendur D-lista áherslu á uppbyggingu íþróttasvæðisins við Engjaveg og auglýstu m.a. hvernig fjölnota íþróttahús gæti sómt sér á svæðinu. Frambjóðendurnir voru þarna samstíga íbúum Árborgar en í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir kosningarnar kom fram að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda vill uppbyggingu á Engjavegssvæðinu fremur en við Flugvöll Selfoss - en það boðuðu S- og B-listi. Einnig færðu frambjóðendur D-listans fram þau rök að uppbygging Engjavegssvæðisins myndi styrkja enn frekar það metnaðarfulla starf sem Knattspyrnuakademía F.Su sinnir. Svo minntu þeir á niðurstöður af þingi Íþróttasambands Íslands vor 2006 um að börn og fullorðnir nýti íþróttasvæði sem eru í göngu- og hjólafæri við heimili og skóla.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarráðs bendir á að ofangreind mál eru í umræðu nú þegar, m.a. í nefnd sem vinnur að stefnumörkun í uppbyggingu íþróttamannvirkja.

10. 0703132
Bréf HSK um tillögur sem samþykktar voru á 85. héraðsþingi sambandsins og beint er til sveitarfélaga -

Erindi HSK var lagt fram.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði að eðlilegt væri að íþrótta- og tómstundanefnd fengi erindið til umsagnar.


11. 0703158
Auglýsing sjávarútvegsráðuneytisins um umsóknarfrest vegna úthlutunar byggðakvóta 2006/2007 -

Bæjarráð felur bæjarritara, í samstarfi við bæjarstjóra, að vinna umsókn um byggðakvóta skv. 10. gr. laga nr. 116/2006 og senda Sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 4. apríl n.k.

12. 0701025
Svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista frá 37. fundi um viðræður við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga um rekstur dagvistar fyrir heilabilaða -

Lagt var fram svohljóðandi svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista vegna úrræða fyrir alzheimarsjúklinga:

Bæjarstjóri hefur á undanförnum þremur mánuðum átt fundi og símtöl við fulltrúa FAAS (Félags aðstandenda alzheimersjúklinga). Fulltrúar félagsins hafa jafnframt komið á fund með fulltrúum meirihlutaflokkanna vegna málsins. Tilgangur viðræðnanna hefur verið að kanna grundvöll fyrir samstarf sveitarfélagsins og aðstandendafélagsins um að koma á fót dagdvöl í Árborg fyrir alzheimersjúklinga. FAAS hefur lýst vilja sínum til að reka slíka þjónustu á Selfossi ef sveitarfélagið leggi til húsnæði sem henti til starfseminnar. Sækja þarf um daggjöld til heilbrigðisráðuneytisins. Hugmyndin er sú að félagið myndi sækja um í sínu nafni og sjá um daglegan rekstur.

Samræður þessar hafa leitt til þeirrar niðurstöðu meirihluta B, S og V lista í bæjarstjórn Árborgar að hann telur ákjósanlegt og raunhæft að hefja samstarf við FAAS um að koma á fót dagdvöl af þessu tagi fyrir 15 einstaklinga í sveitarfélaginu. Jafnframt verði nágrannasveitarfélögum kynnt þessi áform og boðin þátttaka í verkefninu. Áætlað er að fela bæjarstjóra umsjón með frekari úrvinnslu málsins fyrir hönd sveitarfélagsins.


Meirihluti bæjarráðs lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hafinn verði formlegur undirbúningur að samstarfi milli sveitarfélagsins og FAAS um að koma á fót dagdvöl fyrir alzheimersjúklinga í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjóra er falið að rita bréf til heilbrigðisráðuneytis þar sem fram komi að Árborg muni leggja til húsnæði fyrir starfsemina. Bæjarstjóra, ásamt framkvæmdastjórum sviða er falið að vinna málinu framgang í samráði við bæjarráð.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Ég fagna þessu skrefi meirihlutans og að fólk sé nú upplýst um vilja hans. Meirihlutinn er í þessu máli samstíga bæjarfulltrúum D-lista sem hafa lagt fram tillögu um samstarf við FAAS í þrígang frá því í desember.

Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Sveitarfélagið Árborg býr yfir miklum mannauði. Því vill meirihluti bæjarráðs benda á að fleiri en sjálfstæðismenn geta unnið góð verk.


13. 0703148
Beiðni um aukafjárveitingu vegna ráðningar sjúkraliða í dagdvöl aldraðra -

Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði sjúkraliði í 100% starf í dagdvöl aldraðra. Kostnaður umfram fjárhagsáætlun er áætlaður kr. 307.894 og er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

14. 0703163
Umsókn um aukningu á stjórnunarhlutfalli deildarstjóra í Sunnulækjarskóla -

Bæjarráð samþykkir að auka stjórnunarhlutfall deildarstjóra í Sunnulækjarskóla úr 50% í 75% frá og með 1. ágúst 2007, enda rúmast breytingin innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.

15. 0610027
Beiðni bæjarráðs Ölfuss um tilnefningu í starfshóp um hönnun og legu fyrirhugaðs Suðurlandsvegar -

Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa til setu í hópnum.

16. Erindi til kynningar:

 

a) 0703149
Upplýsingar um fornleifadeild Byggðasafns Árnesinga -

Lagt fram til kynningar.

b) 0703091
Skipulagsdagur 2007 - samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og umhverfismat 12. - 13. apríl n.k. -

Bæjarráð mælist til þess að framkvæmda- og veitusvið sendi fulltrúa á fundinn.

c) 0703156
Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2006 -

Skýrslan liggur frammi á skrifstofu bæjarstjóra.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:55.

Jón Hjartarson                                    
Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica