Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.5.2015

38. fundur bæjarráðs

38. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 28. maí 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason boðaði forföll, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tvöföldun Suðurlandsvegar. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1501028 - Fundargerðir fræðslunefndar 2015
  10. fundur haldinn 19. maí
  Bæjarráð fagnar þeim styrkjum sem úthlutað hefur verið til verkefna í leik- og grunnskólum Árborgar og þakkar stjórnendum og starfsfólki það frumkvæði sem það hefur sýnt í uppbyggingu skólastarfs í sveitarfélaginu. Fundargerðin staðfest.
     
2. 1501031 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2015
  14. fundur haldinn 20. maí
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3. 1504272 - Fundargerðir Landskerfis bókasafna 2015
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4. 1505227 - Fundir um svæðisskipulag og hlutverk við byggðaþróun
  Lagt er til að Ásta Stefánsdóttir og Helgi S. Haraldsson taki þátt í vinnuhóp fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar um svæðisskipulag og mögulegt hlutverk þess við byggðaþróun.
     
5. 1505219 - Aðgangur að Sundhöll Selfoss - kvennahlaup ÍSÍ 2015
  Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sundlaugar Árborgar fyrir þátttakendur í kvennahlaupi ÍSÍ hinn 13. júní nk. eins og verið hefur undanfarin ár en þó með þeim fyrirvara að Sundhöll Selfoss verði opin en verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir fyrir opnun á nýrri aðstöðu.
     
6. 1505223 - Rekstrarleyfisumsögn - heimagisting að Sunnuvegi 3
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsingar.
     
7. 1505234 - Ný flugstarfsemi á Selfossflugvelli
  Bæjarráð fagnar hugmyndinni sem fram kemur í erindinu og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við forsvarsmenn Arctic Air Icelandic.
     
8. 1505242 - Tækifærisleyfi - 2ja ára afmæli Fróns
  Bæjarráð samþykkir lengda opnun til kl. 04:00 aðfaranótt 31. maí nk.
     
9. 1502008 - Tvöföldun Suðurlandsvegar
  Bæjarráð lýsir ánægju sinni með breytta forgangsröðun í nýrri samgönguáætlun næstu 4 ára er varðar tvöföldun Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis til samræmis við bókun bæjarráðs Árborgar frá 5. febrúar 2015. "Bæjarráð Árborgar beinir því til samgöngunefndar Alþingis að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss verði sett í skilyrðislausan forgang við gerð samgönguáætlunar til næstu fjögurra ára. Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss er afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu. Ennfremur er fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn sem skapa mikla hættu eins og dæmin hafa ítrekað sýnt. Í ljósi þessa hvetur bæjarráð þingmenn til að beita sér af alefli fyrir þeim nauðsynlegu úrbótum sem þarna eru svo brýnar í samræmi við vilja íbúa."
     

  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20 Gunnar Egilsson                                Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert Valur Guðmundsson              Helgi Sigurður Haraldsson Rósa Sif Jónsdóttir  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica