38. fundur félagsmálanefndar
38. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 18. maí 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður, B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, varaformaður, V-lista
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Anný Ingimarsdóttir, ritar fundagerð.
Dagskrá:
1. 0905050 - Samráðsfundur Barnaverndarstofu með félagamálanefnd
Fulltrúar barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri, Steinunn Bergmann félagsráðgjafi og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur mættu á fundinn undir þessum lið. Einnig mætti Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar. Á fundinum var m.a. rætt um málafjölda, starfsmannahald, bakvaktir, bráðavistun barna og meðferðarúrræði.
Fulltrúar frá Barnaverndarstofu og Ragnheiður Thorlacius viku af fundi. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnistjóri kom inn á fundinn.
2. 0905054 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
3. 0905053 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
4. 0811024 - Kostnaður við Vallholt 38. - fyrirspurn frá Guðmundi B. Gylfasyni D-lista
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri greindi frá svari sem hún hefur aflað vegna fyrirspurnar Guðmundar B.Gylfasonar frá 8. desember sl. um „hvað það kostar sveitarfélagið (sic) Árborg að koma upp þessari aðstöðu” (þ.e. dagdvöl fyrir minnissjúka). Eftirfarandi svör byggjast á upplýsingum frá framkvæmda- og veitusviði Árborgar:
* Kaupverð Vallholts 38 var 27.100.000 krónur.
* Sveitarfélagið fékk styrk úr framkvæmdasjóði aldraðra að fjárhæð 7.540.000 krónur til kaupa á húsnæði fyrir dagdvölina og kostnaði við endurnýjun og breytingar þess.
* Bætur frá Viðlagatryggingu vegna jarðskjálftaskemmda voru að fjárhæð 5.931.000 krónur.
* Þann 2. maí sl. var kostnaður við viðgerðir og endurbætur á húsinu að fjárhæð 6.975.260 krónur.
* Endurbótum á sólstofu er ekki lokið og einnig er lagfæringum og snyrtingu á lóð ólokið og því liggur ekki fyrir endanlegur kostnaður við að koma dagdvölinni á fót.
Guðmundur B. Gylfason (D) tók til máls og kom með eftirfarandi bókun: Ég furða mig á því að svar við fyrirspurn frá 8. desember 2008 hafi ekki verið sent nefndarmönnum samhliða fundarboði. Standi vilji meirihluta sveitarstjórnar til þess að eiga faglegt samstarf við minnihluta, þá verður að standa að málum með öðrum hætti í framtíðinni. Þær tölur sem fram koma í svari eru mjög háar miðað við að húsnæðið er ekki byggt til að hýsa dagdvöl. Kostnaðurinn við húsnæðið á enn eftir að hækka þar sem lagfæringum er ekki lokið. Ég óska eftir því að fá lokatölu varðandi kostnað við Vallholt 38 þegar þær liggja fyrir.
Guðlaug Jóna upplýsti að þjónustan er hafin og allt hefur gengið vel. Félagsmálanefnd fagnar þessu úrræði og telur að slíkt úrræði sé mikilvægt í sveitarfélaginu.
Erindi til kynningar:
5. 0904030 - Ferðaþjónusta lögblindra í Árborg
Lagt fram til kynningar.
6. 0904126 - Upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélagsins 2008
Lagt fram til kynningar.
7. 0904023 - Jafnréttisþing 2009
Fyrirhugað er að næsta jafnréttisþing verði haldið á Ísafirði dagana 10.-11. september 2009. Lagt fram til kynningar.
8. 0905049 - Upplýsingar um fjárhagsaðstoð 2009
Lagt fram til kynningar.
9. 0903034 - Sískráning apríl 2009 og samanburður á milli ára
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir