38. fundur fræðslunefndar
38. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 14. nóvember 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, varaformaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Eygló Aðalsteinsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Ingibjörg Harpa Sævarsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1311032 - Bréf leikskólastjóra um vettvangsnám í leikskólum, dags. 17.10.2013 |
|
Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir gagnvart menntavísindasviði Háskóla Íslands og öðrum aðilum máls. |
||
|
||
2. |
1303127 - Samskipti fræðslusviðs Árborgar og Skólaskrifstofu Suðurlands |
|
Bréf frá starfsfólki SKS, dags. 8. október 2013. Bókun fulltrúa V-lista “Lýsi yfir óánægju minni með að ekki var farið að óskum mínum um að umrædd skýrsla skyldi send til umsagnar hjá Skólaskrifstofu Suðurlands áður en henni var lokið og hún birt. Fer fram á að bréf starfsmanna Skólaskrifstofunnar verði birt samhliða skýrslunni ásamt öðrum athugasemdum á vef Árborgar og haft sem viðauki með skýrslunni hvar sem hún liggur frammi. Þakka starfmönnum Skólaskrifstofunnar fyrir farsælt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar í nýjum störfum sínum.” Andrés Rúnar Ingason Bókun fulltrúa S-lista “Undirrituð harmar að ekki sé gerð tilraun til þess í skýrslu Trausta og Gunnars að leita skýringa eða útskýra þau ummæli um að talsvert vantaði upp á að SKS uppfyllti reglugerð um sérfræðiþjónustu leikskóla. Stjórn skólaskrifstofu, þar sem fulltrúi meirihluta D-lista í Svf. Árborg situr, bókaði um þetta í fundargerð og tekur fram að hún geti ekki tekið undir órökstuddar ásakanir um að starfsfólk uppfylli ekki reglugerðir um sérfræðiþjónustu í leikskólum eða mismuni skólum. Undirrituð getur heldur ekki séð að ummælin eigi við rök að styðjast. Undirrituð leggur til að þær athugasemdir sem borist hafa Sveitarfélaginu Árborg frá SKS og Sálfræðingafélagi Íslands verði birtar sem viðhengi við skýrsluna á vef sveitarfélagsins.” Arna Ír Gunnarsdóttir Bókun fulltrúa D-lista “Við undirrituð hörmum það ef umkvörtunarefni bréfritara hafa ekki fengið þá málsmeðferð sem þeir væntu og beinum erindinu til þeirra sem um er fjallað í bréfinu. Hins vegar viljum við þakka starfsfólki Skólaskrifstofu Suðurlands fyrir vel unnin störf í skólum sveitarfélagsins og óskum þeim alls hins besta á komandi árum.” Sandra Dís Hafþórsdóttir
|
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
3. |
1311042 - Foreldrakönnun v/sumarlokana leikskóla |
|
Fræðslustjóri kynnti helstu niðurstöður. Stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sumarlokana 2014 á næsta fundi. |
||
|
||
4. |
1311023 - Skólavistun (lengd viðvera) í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Minnisblað fræðslustjóra og skólastjóra lagt fram. Fræðslunefnd hvetur til að lengdri viðveru verði gert hærra undir höfði og unnið að auknum tengslum við annað frístunda- og íþróttastarf í sveitarfélaginu. |
||
|
|
|
5. |
1311050 - Samræmd könnunarpróf í grunnskólum |
|
Kynning á yfirliti á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í grunnskólum Árborgar frá 2010-2013. |
||
|
||
6. |
1309226 - Fjárhagsáætlun 2014 |
|
Fræðslustjóri kynnti áætlun fyrir fræðslusvið sem lögð var fram til fyrri umræðu á 46. fundi bæjarstjórnar 30 október sl. Einnig framkvæmda- og fjárfestingaáætlun vegna skóla- og íþróttamannvirkja. Bókun fulltrúa V-lista "Gjaldskrár: Lýsi furðu minni og óánægju með að fræðslunefnd skuli ekki hafa verið kölluð til við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins í vinnsluferli, áður er áætlunin var lögð fram. Við ákvörðun um gjaldskrár sveitarfélagsins er fleira sem líta þarf til en verðlagsþróun frá síðustu gjaldskrá, ekki er síður mikilvægt að líta til launaþróunar þeirra sem greiða eiga gjöldin. Því er óskað eftir að teknar verði saman upplýsingar um annars vegar þróun gjaldskráa sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili og hins vegar þróun launa íbúa sveitarfélagsins á sama tíma. Þá er lagt til að gjaldskrárhækkunum verði haldið í skefjum og ekki hækkaðar gjaldskrár í þeim málaflokkum sem heyra undir fræðslunefnd. Börn hafa engar tekjur og því er mest þörf á að stilla gjöldum á barnafjölskyldur í hóf.” Andrés Rúnar Ingason
Bókun fulltrúa S-lista Undirrituð leggur til að horfið verði frá hækkunum á álögum á barnafjölskyldur í Sveitarfélaginu Árborg, þ.e.a.s. hækkunum á leikskólagjöldum, gjöldum í skólavistun og fæðisgjaldi. Sífellt erfiðara reynist fyrir ungar barnafjölskyldur að ná endum saman. Afar mikilvægt er því að Svf. Árborg leggi sitt af mörkum til þess að hamla verðlagshækkunum og viðhalda kaupmætti eins og Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin og fjármálaráðherra hafa beint til sveitarfélaga á síðustu vikum. Undirrituð leggur jafnframt til að farið verði strax á árinu 2013 í hækkanir á endurgreiðslum til foreldra sem nýta sér þjónustu dagmæðra í sveitarfélaginu og hækkunin verði afturvirk til 1. september sl. Endurgreiðslur vegna þjónustu dagmæðra í Svf. Árborg er með því lægsta sem gerist í landinu og voru endurgreiðslur hækkaðar skammarlega lítið í síðustu fjárhagsáætlun.” Arna Ír Gunnarsdóttir
|
||
|
||
7. |
1311027 - Ársskýrsla Jötunheima 2012-2013 |
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
1311031 - Fundur leikskólastjóra með formanni 8. deildar og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 17. október 2013 til kynningar. |
||
|
||
9. |
1301027 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
|
Fundargerð frá 12. nóvember 2013 til kynningar |
||
|
||
10. |
1311051 - Fundur með fulltrúum menntamálaráðuneytis o.fl. um starfsmenntun |
|
Fundargerð frá 29. október 2013 til kynningar. Þar var m.a. umræða um stöðu starfsmenntunar í Árborg og ýmsar hugmyndir ræddar. Vakin var athygli á því við fulltrúa ráðuneytisins að frestun á byggingu verknámshúss FSu geti bitnað á verknámi í sveitarfélaginu og ekki auðvelt að vera með valáfanga í samvinnu við grunnskólana eins og til stóð þar sem aðstaða er ekki fyrir hendi. |
||
|
||
11. |
1310049 - Stjórnir foreldrafélaga grunnskóla í Árborg |
|
Fundargerð frá 15. október 2013 til kynningar. |
||
|
||
12. |
1311044 - Samstarfsfundur með stjórnendum grunnskóla um skólaþjónustuna |
|
Fundargerð frá 25. október 2013 til kynningar. |
||
|
||
13. |
1311028 - Samstarfsfundur með stjórnendum leikskóla um skólaþjónustuna |
|
Fundargerð frá 22. október 2013 til kynningar. |
||
|
||
14. |
1301198 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2013 |
|
Fundir nr. 155, 156 og 157 til kynningar og fundargerð 8. aðalfundar SKS sem var haldinn 24. október 2013. |
||
|
||
15. |
1311024 - Flutningur rafrænna skjala frá Skólaskrifstofu Suðurlands til fræðslusviðs Árborgar |
|
Til kynningar: - Bréf Sveitarfélagsins Árborgar til Persónuverndar, dags. 6. nóvember 2013, um flutning á rafrænum skjölum. - Bréf frá héraðsskjalaverði til fræðslusviðs Árborgar, dags 6. nóvember 2013, þar sem engar athugasemdir eru gerðir við að rafræn skjöl séu færð yfir til Árborgar. |
||
|
||
16. |
1304120 - Skólaráð Vallaskóla |
|
Fundargerð frá 30. október 2013 til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:15
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Grímur Arnarson |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Guðbjartur Ólason |
Eygló Aðalsteinsdóttir |
|
Már Ingólfur Másson |
Málfríður Garðarsdóttir |
|
Málfríður Erna Samúelsd. |
Ingibjörg Harpa Sævarsd. |
|
Þorsteinn Hjartarson |